Innlent

Vara við sviptivindum í Öræfum

Birgir Olgeirsson skrifar
Ferðalöngum, til dæmis rjúpnaveiðimönnum, er bent á að fylgjast vel með veðurspá og viðvörunum vegna veðurs.
Ferðalöngum, til dæmis rjúpnaveiðimönnum, er bent á að fylgjast vel með veðurspá og viðvörunum vegna veðurs. Vísir/Stefán

Með versnandi veðri í nótt er varað við sviptivindum í Öræfum, allt að 35-45 metrum á sekúndu frá miðnætti og til um klukkan níu í fyrramálið. Þetta kemur fram í athugasemd frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar en hann segir að búast megi við hríðarveðri fljótlega í nótt og þétt snjókoma með takmörkuðu skyggni frá Eyjafirði og austur um. Stendur meira og minna þar til síðdegis á morgun.  Slydda verður sunnan jökla, en óvissa hvort hlýni á láglendi austast.

Veðurstofa Íslands hefur vakið athygli á veðurspá um hvassviðri eða -storm með hríðarveðri norðan og austan til á landinu aðfaranótt laugardags og fram eftir degi. Ferðalöngum, til dæmis rjúpnaveiðimönnum, er bent á að fylgjast vel með veðurspá og viðvörunum vegna veðurs.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.