Innlent

Ákærður fyrir að grípa í klof konu og kýla svo eiginmanninn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm
Karlmaður búsettur í Noregi sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir kynferðislega áreitni og líkamsárás. Meint brot áttu sér stað í Rangárhöllinni á Gaddstaðaflötum á Hellu aðfaranótt sunnudagsins 20. ágúst árið 2017.

Maðurinn er sakaður um að hafa áreitt konu kynferðislega með því að grípa um rass hennar, renna hendi undir klof hennar og grípa í klofið og kreista. Allt utanklæða.

Í framhaldinu er hann sakaður um að hafa slegið eiginmann konunnar hnefahöggi í andlitið. Höggið lenti á hægra kinnbeini og nefi. Fékk eiginmaðurinn blóðnasir, mar undri auga, roða yfir kinnbein, sár á nefi og hrúður þar yfir.

Fyrra brot mannsins varðar allt að tveggja ára fangelsi en það síðara einu ári.

Þá er farið fram á 1,5 milljón króna í bætur fyrir hönd konunnar og 500 þúsund króna fyrir hönd mannsins. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×