Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Icelandair hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Wow Air og er greitt með hlutabréfum sem samsvara 5,4 prósenta hlut í Icelandair Group. Kaupin eru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og rætt meðal annars við formann Neytendasamtakanna sem hefur áhyggjur af því að minni samkeppni leiði til hærri fargjalda.

Við höldum áfram að fylgjast með aðgerðum í Helguvík þar sem unnið er að því að ná mengandi efnum úr sementsflutningaskipinu Fjordvik. Við fjöllum einnig áfram um deiluna innan Sjómannafélagsins en formaðurinn segir að verið sé að undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu vegna upploginna saka á forystu félagsins. En Heiðveig hyggst einnig stefna félaginu fyrir Félagsdómi vegna brottvikningar hennar úr félaginu.

Við verðum á rómantísku nótunum í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað, tökum stöðuna á dekkjaverkstæðum og fáum að vera með í sögustund handboltastjörnunnar Óla Stef fyrir eldri borgara. Sjón er sögu ríkari. Kvöldfréttir á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×