Lífið

Iceland Airwaves hafin: Sóley spilaði fyrir heimilisfólkið á Grund

Atli Ísleifsson skrifar
Tónlistarkonan Sóley spilaði fyrir heimilisfólkið á Grund.
Tónlistarkonan Sóley spilaði fyrir heimilisfólkið á Grund. vísir/vilhelm
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var formlega sett í dag þegar tónlistarkonan Sóley hélt tónleika á hjúkrunarheimilinu Grund upp úr klukkan 10 í morgun. 

Hefð hefur skapast fyrir því að setja hátíðina á Grund, en á síðasta ári var það Ásgeir Trausti sem var fyrstur til að stíga á stokk á hátíðinni.

Guðni Th. Jóhannesson forseti hélt ræðu fyrir heimilisfólkið og Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, greip í gítarinn. Þá hélt Ísleifur Þórhallsson, framkvæmastjóri Senu Live, ræðu.

Iceland Airwaves fer fram í tuttugasta skipti í ár og stendur hún yfir fram á laugardag.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofunnar, var á svæðinu og fangaði stemninguna á mynd, en heimilisfólkið virtist skemmta sér vel. 

Guðni Th. Jóhannesson forseti ræðir við heimilisfólkið.Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Pétur Þorsteinsson.Vísir/Vilhelm
Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live.Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/VilhelmFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.