Innlent

Byrjuð að veiða úr stofni íslensku síldarinnar

Gissur Sigurðsson skrifar
Veiðarnar hafa gengið vel og með sama áframhaldi klárast sá kvóti fljótlega því hann hefur verið minnkaður ár frá ári, meðal annars vegna sýkingar í stofninum.
Veiðarnar hafa gengið vel og með sama áframhaldi klárast sá kvóti fljótlega því hann hefur verið minnkaður ár frá ári, meðal annars vegna sýkingar í stofninum. VÍSIR/EYÞÓR

Stóru fjölveiðiskipin, sem verið hafa á veiðum úr norsk-íslenska síldarstofninum undanfarnar vikur, eru nú búin með kvóta sína í ár og eru byrjuð veiðar úr stofni íslensku sumargotssíldarinnar og er veiðisvæðið vestur af landinu.

Veiðarnar hafa gengið vel og með sama áframhaldi klárast sá kvóti fljótlega því hann hefur verið minnkaður ár frá ári, meðal annars vegna sýkingar í stofninum.

Það eru því horfur á að skipverjar á þessum skipum fari í óvenju langt jólafrí því engin upphafskvóti hefur verið gefinn út til loðnuveiða og verður ekkert aðhafst hvað það varðar fyrr en Hafrannsóknastofnun hefur farið í leiltarleiðangur eftir áramót.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.