Lífið

Hryllingsfíkillinn sýnir skuggalega safnið sitt: Tíu myndir sem Páll Óskar mælir með

Stefán Árni Pálsson skrifar
Páll Óskar á yfir 4000 myndir í safni í sérstöku kvikmyndaherbergi.
Páll Óskar á yfir 4000 myndir í safni í sérstöku kvikmyndaherbergi.
Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson hefur í áraraðir verið mikill áhugamaður um kvikmyndir og þá sérstaklega um hryllingsmyndir. 
 
Hann deildi í gær myndbandi inni Facebook-síðunni Kommóða Kalígarís  sem er stuðningshópur  „úrkynjaðs áhugafólks um hryllingskvikmyndir og málefni þeim tengd". 
 
Þar sýndi hann ótrúlegt kvikmyndasafn sitt þar sem finna má yfir fjögur þúsund kvikmyndir, og eru margar þeirra hryllingsmyndir. 
 
Í dag er Hrekkjavaka og í tilefni af því fékk Vísir Pál til að velja topp 5 lista yfir þær hryllingsmyndir sem teljast til skylduáhorfs og einnig segir hann okkur frá sínum persónulegu uppáhalds hryllingsmyndum. 
 
Hér að neðan má sjá listana tvo og einnig myndbandið sjálft þar sem Páll fer víða í áhuga sínum á hryllingsmyndum.  Sjón er sögu ríkari.

5 hryllingsmyndir sem eru skylduáhorf
Psycho eftir Alfred Hitchcock (1960)

The Shining eftir Stanley Kubrick (1980)

The Exorcist eftir William Friedkin (1973)

The Thing eftir John Carpenter (1982)

The Evil Dead eftir Sam Raimi (1981)

5 uppáhalds hryllingsmyndir Páls Óskars

Carrie eftir Brian De Palma (1976)

Suspiria eftir Dario Argento (1977)

The Gore Gore Girls eftir Herschell Gordon Lewis (1972)

Creepshow eftir George A. Romero (1982)

The Wickerman (the final cut) eftir Robin Hardy (1973)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×