Grunaður um misferli við flugmiðakaup en segist bara hafa keypt miða af manni í veislu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2018 08:44 Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli á leið til Kanada. Fréttablaðið/ernir Maðurinn sem úrskurðaður hefur verið í farbann vegna gruns um greiðslukortasvik í tengslum við flugmiðakaup er grunaður um að hafa keypt eða reynt að kaupa ellefu flugmiða á eigin nafni með greiðslukortum án heimildar korthafa. Þetta kemur fram í farbannsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem Landsréttur staðfesti í gær. Lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í gær þar sem sagði að erlendur karlmaður sæti farbanni til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 16. október síðastliðinn. Var hann þá á leið til Kanada með ótilgreindu flugfélagi en flugfélagið sjálft tilkynnti manninn til lögreglu. Upplýsti flugfélagið lögreglu um að maðurinn hefði keypt eða reynt að kaupa ellefu flugmiða með stolnu greiðslukortanúmeri. Við skýrslutöku hjá lögreglu kannaðist maðurinn ekki við málið. Hann hafi keypt miðann til Kanada af einstaklingi sem hann hafði hitt í veislu. Sagði hann að sá einstaklingur hafi sagst getað útvegað honum ódýra flugmiða þar sem hann ynni á ferðaskrifstofu. Hann hafi síðar haft samband við manninn, bókað miða hjá honum, sent honum pening og fengið bókunarnúmer sent. Það hafi verið í eina skiptið sem hann keypti miða af manninum.Skýringingar mannsins ekki trúverðugar Sagði maðurinn að þar sem hann væri námsmaður hafi hann ekki hikað við þegar honum hafi boðist svo hagstætt tilboð á flugmiða. Hann sagðist ekki vita hjá hvaða ferðaskrifstofu maðurinn sem seldi honum miðann starfaði hjá né vildi hann gefa upp nafn mannsins. Í farbannsúrskurðinum segir að það sé mat lögreglustjórans á Suðurnesjum að skýringar mannsins á flugmiðakaupunum séu ótrúverðugar og um greiðslukortasvik sé að ræða þar sem hann hafi keypt flugmiða með greiðslukortaupplýsingum án leyfis korthafa, enn þessi fullyrðing sé þó byggð á upplýsingum frá flugfélaginu. Farið var fram á farbann vegna þess að afla þyrfti frekari uppýsinga um eigendur greiðslukortanna og hvort að um fleiri tilvik sé að ræða. Þá þurfi einnig að afla upplýsinga hjá erlendum löggæsluyfirvöldum til að athuga sakaferil mannsins. Þá segir einnig að maðurinn hafi engin tengsl við Íslands svo vitað sé og því talið líklegt að hann myndi reyna að komast úr landi til þess að komast hjá málsókn. Héraðsdómur og Landsréttur féllust á farbannskröfu lögreglustjórans og verður maðurinn því í farbanni til 24. október. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Í farbann vegna gruns um greiðslukortamisferli við flugmiðakaup Erlendur karlmaður sætir nú farbanni til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. 19. október 2018 16:28 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Maðurinn sem úrskurðaður hefur verið í farbann vegna gruns um greiðslukortasvik í tengslum við flugmiðakaup er grunaður um að hafa keypt eða reynt að kaupa ellefu flugmiða á eigin nafni með greiðslukortum án heimildar korthafa. Þetta kemur fram í farbannsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem Landsréttur staðfesti í gær. Lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í gær þar sem sagði að erlendur karlmaður sæti farbanni til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 16. október síðastliðinn. Var hann þá á leið til Kanada með ótilgreindu flugfélagi en flugfélagið sjálft tilkynnti manninn til lögreglu. Upplýsti flugfélagið lögreglu um að maðurinn hefði keypt eða reynt að kaupa ellefu flugmiða með stolnu greiðslukortanúmeri. Við skýrslutöku hjá lögreglu kannaðist maðurinn ekki við málið. Hann hafi keypt miðann til Kanada af einstaklingi sem hann hafði hitt í veislu. Sagði hann að sá einstaklingur hafi sagst getað útvegað honum ódýra flugmiða þar sem hann ynni á ferðaskrifstofu. Hann hafi síðar haft samband við manninn, bókað miða hjá honum, sent honum pening og fengið bókunarnúmer sent. Það hafi verið í eina skiptið sem hann keypti miða af manninum.Skýringingar mannsins ekki trúverðugar Sagði maðurinn að þar sem hann væri námsmaður hafi hann ekki hikað við þegar honum hafi boðist svo hagstætt tilboð á flugmiða. Hann sagðist ekki vita hjá hvaða ferðaskrifstofu maðurinn sem seldi honum miðann starfaði hjá né vildi hann gefa upp nafn mannsins. Í farbannsúrskurðinum segir að það sé mat lögreglustjórans á Suðurnesjum að skýringar mannsins á flugmiðakaupunum séu ótrúverðugar og um greiðslukortasvik sé að ræða þar sem hann hafi keypt flugmiða með greiðslukortaupplýsingum án leyfis korthafa, enn þessi fullyrðing sé þó byggð á upplýsingum frá flugfélaginu. Farið var fram á farbann vegna þess að afla þyrfti frekari uppýsinga um eigendur greiðslukortanna og hvort að um fleiri tilvik sé að ræða. Þá þurfi einnig að afla upplýsinga hjá erlendum löggæsluyfirvöldum til að athuga sakaferil mannsins. Þá segir einnig að maðurinn hafi engin tengsl við Íslands svo vitað sé og því talið líklegt að hann myndi reyna að komast úr landi til þess að komast hjá málsókn. Héraðsdómur og Landsréttur féllust á farbannskröfu lögreglustjórans og verður maðurinn því í farbanni til 24. október.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Í farbann vegna gruns um greiðslukortamisferli við flugmiðakaup Erlendur karlmaður sætir nú farbanni til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. 19. október 2018 16:28 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Í farbann vegna gruns um greiðslukortamisferli við flugmiðakaup Erlendur karlmaður sætir nú farbanni til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. 19. október 2018 16:28