Innlent

Stórir skjálftar í Bárðarbungu

Gissur Sigurðsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Bárðarbunga.
Bárðarbunga. Vísir/Vilhelm

Rétt eftir miðnætti í nótt mældust snarpir skjálftar í Bárðarbungu.

Að því er segir á vef Veðurstofu Íslands var annar skjálftinn 3,3 að stærð og mældist klukkan 00:08. Um fjórum mínútum síðar mældist svo annar sem var 3,5 að stærð. Annar skjálfti mældist svo ekki langt frá einnig skömmu eftir miðnætti, hann var fjórir að stærð, en hefur ekki verið yfirfarinn.

Síðan hefur dregið úr skjálftvirkni á svæðinu og aðeins nokkrir vægir eftirskjálftar mælst, að sögn Elísabetar Pálmadóttur jarðvársérfræðings á Veðurstofunni.

Upptökin voru í öskjunni sjálfri en að sögn Elísabetar sjást engin merki um gosóróa. Hún bendir á að nokkrar viðlíka hrynur hafi orðið eftir goslok í Holuhrauni, án frekari tíðinda í kjölfarið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.