Vilja friðlýsa vatnasvið Jökulsár á Fjöllum og Markarfljóts Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2018 16:03 Markarfljót séð frá Stóra-Dímon. Umhverfisstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögur að friðlýsingu tveggja svæða á grundvelli flokkunar þeirra í verndarflokk rammaáætlunar. Friðlýsingin tekur til verndar gegn orkunýtingu. Um er að ræða vatnasvið Jökulsár á Fjöllum og Markarfljóts að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Tillögurnar að friðlýsingunum eru hluti af átaki í friðlýsingum sem kveðið er á um í sáttmála ríkisstjórnarinnar. Tillögur að friðlýsingu þriggja svæða fóru í kynningu í september og svæðin eru því samtals orðin fimm. Jökulsá á Fjöllum og Markarfljót eru í verndarflokki verndar- og orkunýtingaráætlunar (rammaáætlunar) samkvæmt samþykkt Alþingis frá árinu 2013 og ber því að friðlýsa gegn orkunýtingu. Starfshópur sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði síðastliðinn vetur, með sérfræðingum ráðuneytisins og Umhverfisstofnunar, vinnur nú að friðlýsingum þessara svæða sem og annarra. Auk þess sem um er að ræða friðlýsingar svæða í verndarflokki rammaáætlunar, tekur átakið til friðlýsinga á eldri náttúruverndaráætlunum sem Alþingi samþykkti fyrir allmörgum árum að friðlýsa en enn er ólokið við. Auk þess er með átakinu hafinn undirbúningur að friðlýsingu svæða sem eru undir miklu álagi ferðamanna, með það að markmiði að tryggja vernd náttúru- og menningarminja og um leið að tryggja umsjón, stjórnun, landvörslu og uppbyggingu innviða. „Friðlýsingarhjólin eru farin að snúast og unnið er að því að ljúka sem fyrst friðlýsingum svæða í verndarflokki rammaáætlunar frá 2013. Þessar friðlýsingar eru hluti af því. Almennt séð er mikilvægt að stuðla að bættum skilningi á friðlýsingum, hvað í þeim felst og hvaða tækifæri fylgja þeim,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Við höfum því ráðist í margvísleg verkefni núna sem eru hluti þessa stóra friðlýsingarátaks.“ Hagfræðistofnun Háskóla Íslands rannsakar nú efnahagsleg áhrif 11 svæða sem ýmist eru friðlýst eða á náttúruminjaskrá og niðurstaðna úr þeirri rannsókn er að vænta fljótlega. Sérstakar sviðsmyndagreiningar verða auk þess unnar fyrir nokkur svæði sem ekki eru friðlýst en hafa verið til umfjöllunar vegna náttúruverndar. Markmiðið er að greina hvaða tækifæri felast í mögulegri friðlýsingu þeirra. Frestur til athugasemda við tillögurnar sem Umhverfisstofnun hefur kynnt er til og með 23. janúar 2019.Tillaga að friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á FjöllumTillaga að friðlýsingu vatnasviðs Markarfljóts Umhverfismál Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögur að friðlýsingu tveggja svæða á grundvelli flokkunar þeirra í verndarflokk rammaáætlunar. Friðlýsingin tekur til verndar gegn orkunýtingu. Um er að ræða vatnasvið Jökulsár á Fjöllum og Markarfljóts að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Tillögurnar að friðlýsingunum eru hluti af átaki í friðlýsingum sem kveðið er á um í sáttmála ríkisstjórnarinnar. Tillögur að friðlýsingu þriggja svæða fóru í kynningu í september og svæðin eru því samtals orðin fimm. Jökulsá á Fjöllum og Markarfljót eru í verndarflokki verndar- og orkunýtingaráætlunar (rammaáætlunar) samkvæmt samþykkt Alþingis frá árinu 2013 og ber því að friðlýsa gegn orkunýtingu. Starfshópur sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði síðastliðinn vetur, með sérfræðingum ráðuneytisins og Umhverfisstofnunar, vinnur nú að friðlýsingum þessara svæða sem og annarra. Auk þess sem um er að ræða friðlýsingar svæða í verndarflokki rammaáætlunar, tekur átakið til friðlýsinga á eldri náttúruverndaráætlunum sem Alþingi samþykkti fyrir allmörgum árum að friðlýsa en enn er ólokið við. Auk þess er með átakinu hafinn undirbúningur að friðlýsingu svæða sem eru undir miklu álagi ferðamanna, með það að markmiði að tryggja vernd náttúru- og menningarminja og um leið að tryggja umsjón, stjórnun, landvörslu og uppbyggingu innviða. „Friðlýsingarhjólin eru farin að snúast og unnið er að því að ljúka sem fyrst friðlýsingum svæða í verndarflokki rammaáætlunar frá 2013. Þessar friðlýsingar eru hluti af því. Almennt séð er mikilvægt að stuðla að bættum skilningi á friðlýsingum, hvað í þeim felst og hvaða tækifæri fylgja þeim,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Við höfum því ráðist í margvísleg verkefni núna sem eru hluti þessa stóra friðlýsingarátaks.“ Hagfræðistofnun Háskóla Íslands rannsakar nú efnahagsleg áhrif 11 svæða sem ýmist eru friðlýst eða á náttúruminjaskrá og niðurstaðna úr þeirri rannsókn er að vænta fljótlega. Sérstakar sviðsmyndagreiningar verða auk þess unnar fyrir nokkur svæði sem ekki eru friðlýst en hafa verið til umfjöllunar vegna náttúruverndar. Markmiðið er að greina hvaða tækifæri felast í mögulegri friðlýsingu þeirra. Frestur til athugasemda við tillögurnar sem Umhverfisstofnun hefur kynnt er til og með 23. janúar 2019.Tillaga að friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á FjöllumTillaga að friðlýsingu vatnasviðs Markarfljóts
Umhverfismál Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira