Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2018 06:50 Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri Mannvits. Mynd/Mannvit Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri Mannvits og fyrrverandi markaðs- og mannauðsstjóri hjá Kviku banka, krefst þess að skipuleggjendur Kvennafrídagsins biðji starfsmannastjóra Orkuveitunnar afsökunar vegna ræðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sem sagt var upp störfum hjá Orku náttúrunnar í september síðastliðnum. Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt.Sagði sporin þung á fundum með starfsmannastjóra Töluvert hefur verið fjallað um mál Áslaugar Thelmu í fjölmiðlum en hún segist enn engar skýringar hafa fengið á uppsögn sinni. Uppsögnina segir hún þó tengjast því að hún kvartaði undan óeðlilegri hegðun framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Eftir að hafa sagt forstjóra OR frá hegðun framkvæmdastjórans var framkvæmdastjóranum sagt upp nánast samdægurs. Áslaug Thelma var á meðal mælenda á dagskrá Kvennafrídagsins á Arnarhóli í gær. Í ræðu sinni sagði hún m.a. að erfitt hafi verið að fara á fundi með starfsmannastjóra Orkuveitunnar, Sólrúnu Kristjánsdóttur, og tilkynna um „dónaskap og ruddaskap“. Þá hafi einnig verið erfitt að funda með starfsmannastjóra og forstjóra í kjölfarið, og heyra þá að yfirmanninum verði gefið annað tækifæri. Ræðu Áslaugar Thelmu má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan.Konu gefið tækifæri til að ráðast á aðra konu Hildur gagnrýnir Áslaugu Thelmu harðlega fyrir að „beina spjótum sínum sérstaklega að starfsmannastjóra Orkuveitunnar sem einnig er kona“ í Facebook-færslu sem hún birti í gær. „Í dag fannst mér afskaplega sorglegt að sjá konu afhent gjallarhorn og gefið tækifæri til að ráðast á aðra konu. Hún fékk að ávarpa samkomuna í dag og ráðast að konu í stjórnunarstöðu sem starf síns vegna getur ekki varið sig gegn málflutningi hennar,“ skrifar Hildur, og vísar þar í áðurnefnda ræðu. Þá segir Hildur að skipuleggjendum Kvennafrídagsins ætti að vera fullljóst að fjölmiðlaumfjöllun um mál Áslaugar Thelmu endurspegli aðeins það sem fram hefur komið í málflutningi Áslaugar Thelmu og eiginmanns hennar, Einars Bárðarsonar. Starfsmannastjóri og aðrir stjórnendur Orkuveitunnar séu hins vegar bundnir trúnaði og geti ekki tjáð sig efnislega um málið í fjölmiðlum.Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar. Hún segir enn engar skýringar hafa fengið á uppsögn sinni.Hefur áhyggjur af alvarlegu bakslagi Niðurstöður innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á málinu séu jafnframt ekki ljósar og því sýni það mikið dómgreindarleysi af hálfu skipuleggjenda að setja málið í brennidepil. „Áhyggjur mínar lúta ekki hvað síst að trúverðugleika #metoo byltingarinnar og virðingu fyrir málstað okkar kvenna sem berjumst fyrir jafnrétti. Ef það kemur nú í ljós í kjölfar athugunar innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar að Áslaug Thelma sé ekki að segja allan sannleikann þá gæti það orðið alvarlegt bakslag fyrir þessa mikilvægu baráttu,“ skrifar Hildur og kallar eftir afsökunarbeiðni. „Mér rennur því blóðið til skyldunnar sem baráttukona fyrir jafnrétti að óska eftir því að skipuleggjendur hátíðarinnar biðji starfsmannastjóra Orkuveitunnar opinberlega afsökunar á að hafa þurft að sitja undir þessum árásum í dag.“Segir starfsmannastjóra geranda í málinu Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, tjáði sig síðast um málið í pistli á Facebook-síðu sinni í gær. Hann setur þar spurningamerki við getu innri endurskoðunar Reykjavíkur til að gæta hlutleysis í rannsókninni á máli Áslaugar Thelmu. Einar byggir málflutning sinn á því að innri endurskoðun hafi óskað eftir gögnum málsins frá Orkuveitunni en þau gögn hafi starfsmannastjóri OR, „gerandi í málinu“, tekið til fyrir lögmann. „Innri Endurskoðun Reykjavíkuborgar er örugglega að gera sitt besta. En maður biður ekki ölvaðan ökumann að skjótast einan á bílnum niður á Landspítala í blóðprufu. Það bara virkar ekki þannig,“ skrifar Einar. MeToo Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37 Áslaug Thelma fundar með forstjóra OR í dag Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, segir tíma til kominn. 27. september 2018 11:52 Þögn ríkir um mál Áslaugar eftir fund með Orkuveitunni Fundur deiluaðila vegna uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fór fram síðastliðinn fimmtudag. Ákvörðun tekin um að þegja um niðurstöðu fundarins og hvað kom fram á honum. 2. október 2018 07:00 Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri Mannvits og fyrrverandi markaðs- og mannauðsstjóri hjá Kviku banka, krefst þess að skipuleggjendur Kvennafrídagsins biðji starfsmannastjóra Orkuveitunnar afsökunar vegna ræðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sem sagt var upp störfum hjá Orku náttúrunnar í september síðastliðnum. Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt.Sagði sporin þung á fundum með starfsmannastjóra Töluvert hefur verið fjallað um mál Áslaugar Thelmu í fjölmiðlum en hún segist enn engar skýringar hafa fengið á uppsögn sinni. Uppsögnina segir hún þó tengjast því að hún kvartaði undan óeðlilegri hegðun framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Eftir að hafa sagt forstjóra OR frá hegðun framkvæmdastjórans var framkvæmdastjóranum sagt upp nánast samdægurs. Áslaug Thelma var á meðal mælenda á dagskrá Kvennafrídagsins á Arnarhóli í gær. Í ræðu sinni sagði hún m.a. að erfitt hafi verið að fara á fundi með starfsmannastjóra Orkuveitunnar, Sólrúnu Kristjánsdóttur, og tilkynna um „dónaskap og ruddaskap“. Þá hafi einnig verið erfitt að funda með starfsmannastjóra og forstjóra í kjölfarið, og heyra þá að yfirmanninum verði gefið annað tækifæri. Ræðu Áslaugar Thelmu má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan.Konu gefið tækifæri til að ráðast á aðra konu Hildur gagnrýnir Áslaugu Thelmu harðlega fyrir að „beina spjótum sínum sérstaklega að starfsmannastjóra Orkuveitunnar sem einnig er kona“ í Facebook-færslu sem hún birti í gær. „Í dag fannst mér afskaplega sorglegt að sjá konu afhent gjallarhorn og gefið tækifæri til að ráðast á aðra konu. Hún fékk að ávarpa samkomuna í dag og ráðast að konu í stjórnunarstöðu sem starf síns vegna getur ekki varið sig gegn málflutningi hennar,“ skrifar Hildur, og vísar þar í áðurnefnda ræðu. Þá segir Hildur að skipuleggjendum Kvennafrídagsins ætti að vera fullljóst að fjölmiðlaumfjöllun um mál Áslaugar Thelmu endurspegli aðeins það sem fram hefur komið í málflutningi Áslaugar Thelmu og eiginmanns hennar, Einars Bárðarsonar. Starfsmannastjóri og aðrir stjórnendur Orkuveitunnar séu hins vegar bundnir trúnaði og geti ekki tjáð sig efnislega um málið í fjölmiðlum.Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar. Hún segir enn engar skýringar hafa fengið á uppsögn sinni.Hefur áhyggjur af alvarlegu bakslagi Niðurstöður innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á málinu séu jafnframt ekki ljósar og því sýni það mikið dómgreindarleysi af hálfu skipuleggjenda að setja málið í brennidepil. „Áhyggjur mínar lúta ekki hvað síst að trúverðugleika #metoo byltingarinnar og virðingu fyrir málstað okkar kvenna sem berjumst fyrir jafnrétti. Ef það kemur nú í ljós í kjölfar athugunar innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar að Áslaug Thelma sé ekki að segja allan sannleikann þá gæti það orðið alvarlegt bakslag fyrir þessa mikilvægu baráttu,“ skrifar Hildur og kallar eftir afsökunarbeiðni. „Mér rennur því blóðið til skyldunnar sem baráttukona fyrir jafnrétti að óska eftir því að skipuleggjendur hátíðarinnar biðji starfsmannastjóra Orkuveitunnar opinberlega afsökunar á að hafa þurft að sitja undir þessum árásum í dag.“Segir starfsmannastjóra geranda í málinu Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, tjáði sig síðast um málið í pistli á Facebook-síðu sinni í gær. Hann setur þar spurningamerki við getu innri endurskoðunar Reykjavíkur til að gæta hlutleysis í rannsókninni á máli Áslaugar Thelmu. Einar byggir málflutning sinn á því að innri endurskoðun hafi óskað eftir gögnum málsins frá Orkuveitunni en þau gögn hafi starfsmannastjóri OR, „gerandi í málinu“, tekið til fyrir lögmann. „Innri Endurskoðun Reykjavíkuborgar er örugglega að gera sitt besta. En maður biður ekki ölvaðan ökumann að skjótast einan á bílnum niður á Landspítala í blóðprufu. Það bara virkar ekki þannig,“ skrifar Einar.
MeToo Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37 Áslaug Thelma fundar með forstjóra OR í dag Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, segir tíma til kominn. 27. september 2018 11:52 Þögn ríkir um mál Áslaugar eftir fund með Orkuveitunni Fundur deiluaðila vegna uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fór fram síðastliðinn fimmtudag. Ákvörðun tekin um að þegja um niðurstöðu fundarins og hvað kom fram á honum. 2. október 2018 07:00 Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
„Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37
Áslaug Thelma fundar með forstjóra OR í dag Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, segir tíma til kominn. 27. september 2018 11:52
Þögn ríkir um mál Áslaugar eftir fund með Orkuveitunni Fundur deiluaðila vegna uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fór fram síðastliðinn fimmtudag. Ákvörðun tekin um að þegja um niðurstöðu fundarins og hvað kom fram á honum. 2. október 2018 07:00
Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00