Þverpólitísk samstaða um að styrkja eftirlit með bólusetningum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. október 2018 13:32 Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en þverpólitísk samstaða er um hana. vísir/stefán Þingmenn úr öllum flokkum styðja þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að skipa starfshóp sem á að vinna að leiðum til að auka hlutfall bólusetningar barna. Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði tillöguna fram en 23 þingmenn úr öllum flokkum eru skráðir flutningsmenn. Samkvæmt tillögunni verður heilbirgðisráðherra falið að skipa starfshóp sem á að greina mögulegar leiðir til að auka hlutfall bólusetningar barna. Hildur segir markmiðið vera að grípa þá foreldra sem gjarnan vilja láta bólusetja börnin sín en það farist fyrir af ýmsum ástæðum. „Þannig að kerfið geri sitt til þess að stoppa upp í öll göt, það geri sitt til þess að við höldum uppi hærra hlutfalli bólusetninga," segir Hildur. Enginn hefur greinst með mislinga í kjölfar veikinda barnsins. Mislingasmit hjá börnum er sérstakt áhyggjuefni, samkvæmt skýrslu embættis LandlæknisÁnægð með þverpólitískan stuðning Í skýrslu embætttis Landlæknis um bólusetningar sem kom út í sumar sagði að þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi væri ekki viðunandi. Minnki þátttakan enn frekar megi búast við að hér á landi geti komið upp sjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil og þar af eru mislingar taldir sérstakt áhyggjuefni. Sóttvarnarlæknir hefur sagt sjaldgæft að foreldrar hafni bólusetningum og talið líklegra að þær falli niður vegna andvaraleysis eða gleymsku. „Það hefur komið fram í umræðum um aðgerðir varðandi bólusetningar að það sé kannski hægt að beina sjónum að heilsugæslunni og skoða hvað í eftirlitskerfi eða áminningarkerfi væri hægt að gera betur. Þessi tillaga snýr að því," segir Hildur og bætir við að hún sé ánægð með þverpólitískan stuðning við málið. „Þannig að þingheimur er að setja sinn þunga á bak við það að allir foreldrar bólusetji börnin sín og að kerfið geri sitt til þess að svo megi verða," segir Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Þingmenn úr öllum flokkum styðja þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að skipa starfshóp sem á að vinna að leiðum til að auka hlutfall bólusetningar barna. Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði tillöguna fram en 23 þingmenn úr öllum flokkum eru skráðir flutningsmenn. Samkvæmt tillögunni verður heilbirgðisráðherra falið að skipa starfshóp sem á að greina mögulegar leiðir til að auka hlutfall bólusetningar barna. Hildur segir markmiðið vera að grípa þá foreldra sem gjarnan vilja láta bólusetja börnin sín en það farist fyrir af ýmsum ástæðum. „Þannig að kerfið geri sitt til þess að stoppa upp í öll göt, það geri sitt til þess að við höldum uppi hærra hlutfalli bólusetninga," segir Hildur. Enginn hefur greinst með mislinga í kjölfar veikinda barnsins. Mislingasmit hjá börnum er sérstakt áhyggjuefni, samkvæmt skýrslu embættis LandlæknisÁnægð með þverpólitískan stuðning Í skýrslu embætttis Landlæknis um bólusetningar sem kom út í sumar sagði að þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi væri ekki viðunandi. Minnki þátttakan enn frekar megi búast við að hér á landi geti komið upp sjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil og þar af eru mislingar taldir sérstakt áhyggjuefni. Sóttvarnarlæknir hefur sagt sjaldgæft að foreldrar hafni bólusetningum og talið líklegra að þær falli niður vegna andvaraleysis eða gleymsku. „Það hefur komið fram í umræðum um aðgerðir varðandi bólusetningar að það sé kannski hægt að beina sjónum að heilsugæslunni og skoða hvað í eftirlitskerfi eða áminningarkerfi væri hægt að gera betur. Þessi tillaga snýr að því," segir Hildur og bætir við að hún sé ánægð með þverpólitískan stuðning við málið. „Þannig að þingheimur er að setja sinn þunga á bak við það að allir foreldrar bólusetji börnin sín og að kerfið geri sitt til þess að svo megi verða," segir Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira