Ágúst Ólafur segir fjármálaráðherra sigla kjaraviðræðum í strand Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2018 19:30 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra hafa sett kjaraviðræður í hnút áður en þær væru hafnar með því að hafna kröfum verkalýðshreyfingarinnar um skattabreytingar. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa átt meira samráð við verkalýðshreyfinguna en stjórnvöld hafi átt um áratugaskeið. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag vísaði Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar til viðbragða Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við kröfum verkalýðshreyfingarinnar um lækkun skattbyrði lægstu launa. „Talaði hann um stórkarlalegar og óraunhæfar yfirlýsingar. Kjaraviðræður eru því komnar í hnút áður en þær hefjast og hefur engri ríkisstjórn tekist það til þessa,” sagði Ágúst Ólafur. „Þetta er auðvitað ekki rétt. Það er svo að sú ríkisstjórn sem nú situr hefur líklega átt meira og reglubundnara samráð við aðila vinnumarkaðarins en við höfum séð áratugum saman,” svaraði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ágúst Ólafur sagði að breyta mætti skattbyrðinni á Íslandi. Undanfarin ár hafi skattbyrði hinna ríku lækkað á sama tíma og skattbyrði hinna fátæku millistéttarinnar hefur hækkað. „Af hverju á millistéttin og fátækt fólk að bera eitt ábyrgð á stöðugleikanum. Hvað með forstjórana sem eru með eina til tvær milljónir á viku og hækkuðu um eitt stykki ljósmæðralaun á milli mánaða. Hvað með útgerðarmanninn sem gekk út með tuttugu og tvö þúsund milljónir í vasanum um daginn,” spurði Ágúst Ólafur. Forsætisráðherra sagðist reikna með að samráð stjórnvalda við verkalýðshreyfinguna héldi áfram að loknu þingi Alþýðusambandsins sem lýkur á morgun. Minnti hún á að eiginlegu kjaraviðræður færu fram á milli verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. „Við hins vegar hlustum á áherslur verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvöld munu geta gert sitt til að greiða fyrir kjarasamningum. Það eru stjórnvöld þegar að gera,” sagði Katrín. Þannig hafi fjármagnstekjuskattur verið hækkaður um tvö prósentustig um síðustu jól og til stæði að hækka persónufrádrátt og barnabætur í fjárlögum næsta árs. Kjaramál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra hafa sett kjaraviðræður í hnút áður en þær væru hafnar með því að hafna kröfum verkalýðshreyfingarinnar um skattabreytingar. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa átt meira samráð við verkalýðshreyfinguna en stjórnvöld hafi átt um áratugaskeið. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag vísaði Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar til viðbragða Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við kröfum verkalýðshreyfingarinnar um lækkun skattbyrði lægstu launa. „Talaði hann um stórkarlalegar og óraunhæfar yfirlýsingar. Kjaraviðræður eru því komnar í hnút áður en þær hefjast og hefur engri ríkisstjórn tekist það til þessa,” sagði Ágúst Ólafur. „Þetta er auðvitað ekki rétt. Það er svo að sú ríkisstjórn sem nú situr hefur líklega átt meira og reglubundnara samráð við aðila vinnumarkaðarins en við höfum séð áratugum saman,” svaraði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ágúst Ólafur sagði að breyta mætti skattbyrðinni á Íslandi. Undanfarin ár hafi skattbyrði hinna ríku lækkað á sama tíma og skattbyrði hinna fátæku millistéttarinnar hefur hækkað. „Af hverju á millistéttin og fátækt fólk að bera eitt ábyrgð á stöðugleikanum. Hvað með forstjórana sem eru með eina til tvær milljónir á viku og hækkuðu um eitt stykki ljósmæðralaun á milli mánaða. Hvað með útgerðarmanninn sem gekk út með tuttugu og tvö þúsund milljónir í vasanum um daginn,” spurði Ágúst Ólafur. Forsætisráðherra sagðist reikna með að samráð stjórnvalda við verkalýðshreyfinguna héldi áfram að loknu þingi Alþýðusambandsins sem lýkur á morgun. Minnti hún á að eiginlegu kjaraviðræður færu fram á milli verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. „Við hins vegar hlustum á áherslur verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvöld munu geta gert sitt til að greiða fyrir kjarasamningum. Það eru stjórnvöld þegar að gera,” sagði Katrín. Þannig hafi fjármagnstekjuskattur verið hækkaður um tvö prósentustig um síðustu jól og til stæði að hækka persónufrádrátt og barnabætur í fjárlögum næsta árs.
Kjaramál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira