Innlent

Vilhjálmur kjörinn 1. varaforseti ASÍ

Atli Ísleifsson skrifar
Vilhjálmur Birgisson er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vilhjálmur Birgisson er formaður Verkalýðsfélags Akraness. vísir/vilhelm
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, var í dag kjörinn 1. varaforseti ASÍ. Hann hlaut tæplega sextíu prósent atkvæða.

Tveir voru í framboði, þeir Vilhjálmur og Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélag Suðurnesja.

Vilhjálmur hlaut alls 171 atkvæði, eða 59,8 prósent, en Guðbrandur 115 atkvæði, 40,2 prósent. Auð og ógild atkvæði voru þrjú.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafði einnig boðið sig fram til embættisins, en hann tilkynnti fyrr í dag að hann hafi dregið framboð sitt til baka.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, var sjálfkjörinn í embætti 2. varaforseta.

Drífa Snædal var kjörin nýr forseti ASÍ fyrr í dag. Hún tekur við embættinu af Gylfa Arnbjörnssyni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×