Innlent

Greip í unga stúlku og kastaði í kalda pottinn á Ísafirði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Árásin átti sér stað í mars síðastliðnum.
Árásin átti sér stað í mars síðastliðnum. Sundhöll Ísafjarðar
Þrítugur karlmaður hlaut skilorðsbundinn 30 daga fangelsisdóm í Héraðsdómi Vestfjarðar í vikunni fyrir tilefnislausa árás á barn í Sundhöllinni á Ísafirði. Maðurinn sótti ekki þing og var því dæmt án þess að maðurinn tæki til varna í málinu.

Honum var gefið að sök að hafa sunnudaginn 18. mars í Sundhöllinni á Ísafirði ráðist að stúlku, sýnt henni yfirgang og ruddalega framkomu með því að grípa undir handleggi hennar og kasta nauðugri ofan í kaldan pott sem stendur á bakka sundlaugarinnar. Afleiðingarnar voru þær að hún hlaut mar fyrir framan og neðan við bæði hné, og húðrispu fyrir neðan hægra hné. 

Taldist brot mannsins varða við almenn hegningarlög og barnaverndarlög.

Í niðurstöðu dómsins segir að líta þurfi til þess að afleiðingarnar hafi ekki verið miklar. Þótti 30 daga skilorðsbundin refsing talin nægjanleg en maðurinn hefur ekki áður sætt refsingu sem dómurinn taldi að hafa ætti áhrif á ákvörðunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×