Gripinn glóðvolgur við flóttatilraun úr landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2018 18:10 Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Eyþór Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um stórfellt fíkniefnasmygl til landsins. Maðurinn var gripinn glóðvolgur á Keflavíkurflugvelli er hann reyndi að flýja land, þrátt fyrir farbann. Manninum er gefið að sök að hafa, ásamt öðrum manni, staðið að innflutningi á tæplega 700 grömmum af kókaíni, ætlað til sölu hér á landi. Tollverðir lögðu hald á efnin er mennirnir komu hingað til lands með flugi í mars. Voru þeir hvor með sinn pakkann í fórum sínum. Við yfirheyrslur sagðist maðurinn hafa fundið pakkann sem hann var með, á klósetti flugvallarins áður en að lagt var af stað til Íslands. Hafi hann ákveðið að taka pakkann með án þess að vita hvað væru í honum. Þá sagðist hann ekki hafa vitað af því að félagi hans væri einnig með pakka.Maðurinn bíður dóms Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi um skamma hríð eftir komuna til landsins en var sleppt úr haldi og úrskurðaður í farbann. Mál á hendur honum hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness. Aðalmeðferð þess máls er lokið en maðurinn neitaði sök. Beðið er dóms í málinu. Svo virðist sem að maðurinn hafi ekki haft áhuga á því að bíða eftir niðurstöðu dómara í málinu. Þann 1. október síðastliðinn hafði lögregla í flugstöðvardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum afskipti af manninum á Keflavíkurflugvelli þar sem hann beið í biðröð á meðal farþega á leið í flug. Átti hann bókað flug úr landi. Maðurinn var handtekinn og í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn hafi játað að hafa ætlað að flýja frá Íslandi, þrátt fyrir farbannið. Í framhaldinu krafðist héraðssaksóknari að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald þar sem augljós hætta væri á því að maðurinn reyndi að koma sér undan málsókn eða refsingu með því að flýja land. Héraðsdómur Reykjaness féllst á beiðni héraðssaksóknara. Úrskurðinum var skotið til Landsréttar sem staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í gær. Maðurinn þarf því að sæta gæsluvarðhaldi þangað til dómur í máli hans fellur.Úrskurður Landsréttar Dómsmál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um stórfellt fíkniefnasmygl til landsins. Maðurinn var gripinn glóðvolgur á Keflavíkurflugvelli er hann reyndi að flýja land, þrátt fyrir farbann. Manninum er gefið að sök að hafa, ásamt öðrum manni, staðið að innflutningi á tæplega 700 grömmum af kókaíni, ætlað til sölu hér á landi. Tollverðir lögðu hald á efnin er mennirnir komu hingað til lands með flugi í mars. Voru þeir hvor með sinn pakkann í fórum sínum. Við yfirheyrslur sagðist maðurinn hafa fundið pakkann sem hann var með, á klósetti flugvallarins áður en að lagt var af stað til Íslands. Hafi hann ákveðið að taka pakkann með án þess að vita hvað væru í honum. Þá sagðist hann ekki hafa vitað af því að félagi hans væri einnig með pakka.Maðurinn bíður dóms Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi um skamma hríð eftir komuna til landsins en var sleppt úr haldi og úrskurðaður í farbann. Mál á hendur honum hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness. Aðalmeðferð þess máls er lokið en maðurinn neitaði sök. Beðið er dóms í málinu. Svo virðist sem að maðurinn hafi ekki haft áhuga á því að bíða eftir niðurstöðu dómara í málinu. Þann 1. október síðastliðinn hafði lögregla í flugstöðvardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum afskipti af manninum á Keflavíkurflugvelli þar sem hann beið í biðröð á meðal farþega á leið í flug. Átti hann bókað flug úr landi. Maðurinn var handtekinn og í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn hafi játað að hafa ætlað að flýja frá Íslandi, þrátt fyrir farbannið. Í framhaldinu krafðist héraðssaksóknari að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald þar sem augljós hætta væri á því að maðurinn reyndi að koma sér undan málsókn eða refsingu með því að flýja land. Héraðsdómur Reykjaness féllst á beiðni héraðssaksóknara. Úrskurðinum var skotið til Landsréttar sem staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í gær. Maðurinn þarf því að sæta gæsluvarðhaldi þangað til dómur í máli hans fellur.Úrskurður Landsréttar
Dómsmál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Sjá meira