Segir lögreglu hafa verið upplýsta um að mennirnir væru ekki með fullgild skilríki þegar þeim var hleypt inn í landið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. október 2018 18:45 Eigandi starfsmannaleigunnar Manngildis segir að lögreglan hafi farið offari og misbeitt valdi sínu í aðgerðum sínum gegn sér og nokkrum starfsmönnum sem handteknir voru í gær. Lögfræðingur starfsmannaleigunnar segir starfsemina og eiganda hennar hafa verið dregna inn í málið að óþörfu. Einn af þeim tíu sem handteknir voru í aðgerðum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær var leiddur fyrir dómar í gærkvöldi þar sem hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hann var sá eini sem ekki gat gert fyllilega grein fyrir sér og getur lögregla ekki staðfest aldur hans og þjóðerni hans og því var ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald. Átta öðrum var sleppt eftir skýrslutöku en gert að tilkynna sig reglulega á lögreglustöð á meðan mál þeirra eru til rannsóknar. Mennirnir eru úkraínskir ríkisborgarar og telur lögreglan að þeir hafi komið inn á Schengen-svæðið á sínum skilríkjum en orðið sér svo út um fölsuð litháísk skilríki og á grundvelli þeirra sótt um íslenskar kennitölur. Eini Íslendingurinn sem handtekinn var í aðgerðunum í gær er eigandi starfsmannaleigunnar sem mennirnir voru á vegum, Hann var laus að lokinni skýrslutöku. Lögfræðingur Manngildis telur að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi að óþörfu dregið starfsmannaleiguna og eiganda hennar inn í málið í gær. Tryggvi Agnarsson, lögmaður Manngildis.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson „Þessir atburðir sem rannsóknin virðist byggja á, þeir eru ekki um mitt ár í fyrra eins og lögreglan sagði í fyrstu tilkynningu, þeir eru ekki um áramótin eins og sagði í leiðréttri tilkynningu, heldur eru þeir núna í júní til september,“ segir Tryggvi Agnarsson, lögmaður Manngildi, starfsmannaleigu. Samkvæmt gögnum starfsmannaleigunnar framvísa mennirnir skilríkum sem starfsmannaleigan sendir afrit af til Þjóðskrár Íslands, þar er óskað eftir kennitölu fyrir starfsmennina. Tryggvi segir að við skoðun þar hafi eitt vegabréfanna vakið athygli og upplýst að lögreglan hefði það til athugunar. 19. september hafi Þjóðskrá staðfest allar umsóknir mannanna. Tryggvi bætir við að miðað við fyrirliggjandi gögn að þá hafi lögreglan verið upplýst um að mennirnir væru ekki með fullgild skilríki þegar þeim var hleypt inn í landið og að umsókn þeirra byggði á röngum upplýsingum. Aðsetur starsfmanna Manngildis í Auðbrekku.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Ingimar Skúli Sævarsson, framkvæmdastjóri Manngildis sendi frá sér yfirlýsingu nú síðdegis þar sem hann fer yfir feril málsins. hann segir að viðkomandi starfsmenn og vinnuveitandi hafi verið leiddir í gildru. Hann segir þar einnig að lögreglan hafi farið fullkomlega offari og misbeitt valdi sínu. „Þeir vissu alltaf að Manngildi, starfsmannaleiga, og framkvæmdastjóri hennar hafði ekki haft nokkra einustu möguleika á að átta sig á hvað væri að gerast þeir voru bara þolendur. Ítarlegt viðtal við Tryggva Agnarsson. lögfræðing Manngildis, má sjá og heyra hér að neðan. Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Manngildis furðar sig á rannsókn lögreglu Ítrekar sakleysi sitt. 10. október 2018 16:32 Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Eigandi starfsmannaleigunnar Manngildis segir að lögreglan hafi farið offari og misbeitt valdi sínu í aðgerðum sínum gegn sér og nokkrum starfsmönnum sem handteknir voru í gær. Lögfræðingur starfsmannaleigunnar segir starfsemina og eiganda hennar hafa verið dregna inn í málið að óþörfu. Einn af þeim tíu sem handteknir voru í aðgerðum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær var leiddur fyrir dómar í gærkvöldi þar sem hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hann var sá eini sem ekki gat gert fyllilega grein fyrir sér og getur lögregla ekki staðfest aldur hans og þjóðerni hans og því var ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald. Átta öðrum var sleppt eftir skýrslutöku en gert að tilkynna sig reglulega á lögreglustöð á meðan mál þeirra eru til rannsóknar. Mennirnir eru úkraínskir ríkisborgarar og telur lögreglan að þeir hafi komið inn á Schengen-svæðið á sínum skilríkjum en orðið sér svo út um fölsuð litháísk skilríki og á grundvelli þeirra sótt um íslenskar kennitölur. Eini Íslendingurinn sem handtekinn var í aðgerðunum í gær er eigandi starfsmannaleigunnar sem mennirnir voru á vegum, Hann var laus að lokinni skýrslutöku. Lögfræðingur Manngildis telur að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi að óþörfu dregið starfsmannaleiguna og eiganda hennar inn í málið í gær. Tryggvi Agnarsson, lögmaður Manngildis.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson „Þessir atburðir sem rannsóknin virðist byggja á, þeir eru ekki um mitt ár í fyrra eins og lögreglan sagði í fyrstu tilkynningu, þeir eru ekki um áramótin eins og sagði í leiðréttri tilkynningu, heldur eru þeir núna í júní til september,“ segir Tryggvi Agnarsson, lögmaður Manngildi, starfsmannaleigu. Samkvæmt gögnum starfsmannaleigunnar framvísa mennirnir skilríkum sem starfsmannaleigan sendir afrit af til Þjóðskrár Íslands, þar er óskað eftir kennitölu fyrir starfsmennina. Tryggvi segir að við skoðun þar hafi eitt vegabréfanna vakið athygli og upplýst að lögreglan hefði það til athugunar. 19. september hafi Þjóðskrá staðfest allar umsóknir mannanna. Tryggvi bætir við að miðað við fyrirliggjandi gögn að þá hafi lögreglan verið upplýst um að mennirnir væru ekki með fullgild skilríki þegar þeim var hleypt inn í landið og að umsókn þeirra byggði á röngum upplýsingum. Aðsetur starsfmanna Manngildis í Auðbrekku.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Ingimar Skúli Sævarsson, framkvæmdastjóri Manngildis sendi frá sér yfirlýsingu nú síðdegis þar sem hann fer yfir feril málsins. hann segir að viðkomandi starfsmenn og vinnuveitandi hafi verið leiddir í gildru. Hann segir þar einnig að lögreglan hafi farið fullkomlega offari og misbeitt valdi sínu. „Þeir vissu alltaf að Manngildi, starfsmannaleiga, og framkvæmdastjóri hennar hafði ekki haft nokkra einustu möguleika á að átta sig á hvað væri að gerast þeir voru bara þolendur. Ítarlegt viðtal við Tryggva Agnarsson. lögfræðing Manngildis, má sjá og heyra hér að neðan.
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Manngildis furðar sig á rannsókn lögreglu Ítrekar sakleysi sitt. 10. október 2018 16:32 Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Framkvæmdastjóri Manngildis furðar sig á rannsókn lögreglu Ítrekar sakleysi sitt. 10. október 2018 16:32
Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24
Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15
Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20