Framkvæmdastjóri Manngildis furðar sig á rannsókn lögreglu Birgir Olgeirsson skrifar 10. október 2018 16:32 Aðsetur starsfmanna Manngildis í Auðbrekku. Vísir/Jói K Ingimar Skúli Sævarsson, framkvæmdastjóri Manngildis, segir lögreglu hafa farið offari í rannsókn á skjalafalsi, misbeitt valdi sínu og ætlar hann að fara fram á rannsókn á vinnubrögðum embættisins. Þetta segir Ingimar Skúli í yfirlýsingu sem hann hefur sent á fjölmiðla en hann var einn af þeim tíu sem handtekinn var í aðgerðum lögreglu í gær vegna rannsóknar á skjalafalsi. Grunur lögreglu er sá að fölsuð vegabréf hafi verið notuð til að útvega níu erlendum karlmönnum kennitölu hjá Þjóðskrá en Ingimar, sem var sleppt að lokinni yfirheyrslu í gær, neitar að hafa nokkra vitneskju um málið. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald en hinum níu var sleppt lausum að lokinni yfirheyrslu en þeir þurfa að sinna tilkynningarskyldu til lögreglu og mega ekki fara úr landi. Í yfirlýsingunni segist Ingimar hafa fengið þær upplýsingar um miðjan september frá Þjóðskrá að skilríki eins erlends starfsmanns Manngildis þætti grunsamlegt og hefði lögreglu verið gert viðvart. Hann segist hafa þrýst á Þjóðskrá að ganga úr skugga um þetta því annars gæti hann ekki haft manninn í vinnu og að maðurinn yrði að fara úr landi. Ingimar segir Manngildi hafa fengið staðfestingu frá Þjóðskrá 19. september síðastliðinn að skráning þessa manns og nokkurra annarra erlendra starfsmanna hefðu verið samþykktar og af því hefði mátt ráða að engar frekari athugasemdir hefðu verið gerðar við skilríkin. „Það kom því ekki lítið á óvart þegar tugir lögreglumanna ruddust inn á heimili starfsmanna og annarra leigjenda hjá Manngildi eldsnemma í gærmorgun. Engin ástæða var fyrir þessari fantalegu innrás sem olli skelfingu og vanlíðan íbúa og annarra gesta. Hvers vegna kallaði lögreglan viðkomandi einstaklinga ekki einfaldlega til yfirheyrslu á lögreglustöð eða sótti þá í vinnuna? Þurfti virkilega að kalla tugi lögreglumanna út á næturvakt í bófahasar til að skoða mál sem lá fyrir á skrifborði á lögreglustöðinni?“ spyr Ingimar í yfirlýsingunni. Hann telur ljóst að lögregla vissi vel, eftir ábendingar frá Þjóðskrá í september, að skilríki eins eða fleiri útlendinga væru röng eða fölsuð. „Hvers vegna gerði lögreglan ekkert í málinu þá og kallaði eftir skýringum? Þess í stað voru umsóknir um skráningu samþykktar, eins og til að leiða viðkomandi starfsmenn og vinnuveitanda í gildru. Lögreglan hefur farið fullkomlega offari og misbeitt valdi sínu í þessu máli og mun ég fara fram á rannsókn á vinnubrögðum embættisins.“ Hann er þess fullviss að lögreglan hafi vitað af athugun sinni að hann hafði ekkert með þessi skilríkismál að gera. „Enda sjá starfsmennirnir sjálfir um að framvísa þeim hjá Þjóðskrá. Engu að síður heldur lögreglan því fram í fjölmiðlum að rannsókn á meintri aðild minni verði haldið áfram, þó svo að hún hafi allar upplýsingar um að sú aðkoma er engin.“ Tengdar fréttir Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Ingimar Skúli Sævarsson, framkvæmdastjóri Manngildis, segir lögreglu hafa farið offari í rannsókn á skjalafalsi, misbeitt valdi sínu og ætlar hann að fara fram á rannsókn á vinnubrögðum embættisins. Þetta segir Ingimar Skúli í yfirlýsingu sem hann hefur sent á fjölmiðla en hann var einn af þeim tíu sem handtekinn var í aðgerðum lögreglu í gær vegna rannsóknar á skjalafalsi. Grunur lögreglu er sá að fölsuð vegabréf hafi verið notuð til að útvega níu erlendum karlmönnum kennitölu hjá Þjóðskrá en Ingimar, sem var sleppt að lokinni yfirheyrslu í gær, neitar að hafa nokkra vitneskju um málið. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald en hinum níu var sleppt lausum að lokinni yfirheyrslu en þeir þurfa að sinna tilkynningarskyldu til lögreglu og mega ekki fara úr landi. Í yfirlýsingunni segist Ingimar hafa fengið þær upplýsingar um miðjan september frá Þjóðskrá að skilríki eins erlends starfsmanns Manngildis þætti grunsamlegt og hefði lögreglu verið gert viðvart. Hann segist hafa þrýst á Þjóðskrá að ganga úr skugga um þetta því annars gæti hann ekki haft manninn í vinnu og að maðurinn yrði að fara úr landi. Ingimar segir Manngildi hafa fengið staðfestingu frá Þjóðskrá 19. september síðastliðinn að skráning þessa manns og nokkurra annarra erlendra starfsmanna hefðu verið samþykktar og af því hefði mátt ráða að engar frekari athugasemdir hefðu verið gerðar við skilríkin. „Það kom því ekki lítið á óvart þegar tugir lögreglumanna ruddust inn á heimili starfsmanna og annarra leigjenda hjá Manngildi eldsnemma í gærmorgun. Engin ástæða var fyrir þessari fantalegu innrás sem olli skelfingu og vanlíðan íbúa og annarra gesta. Hvers vegna kallaði lögreglan viðkomandi einstaklinga ekki einfaldlega til yfirheyrslu á lögreglustöð eða sótti þá í vinnuna? Þurfti virkilega að kalla tugi lögreglumanna út á næturvakt í bófahasar til að skoða mál sem lá fyrir á skrifborði á lögreglustöðinni?“ spyr Ingimar í yfirlýsingunni. Hann telur ljóst að lögregla vissi vel, eftir ábendingar frá Þjóðskrá í september, að skilríki eins eða fleiri útlendinga væru röng eða fölsuð. „Hvers vegna gerði lögreglan ekkert í málinu þá og kallaði eftir skýringum? Þess í stað voru umsóknir um skráningu samþykktar, eins og til að leiða viðkomandi starfsmenn og vinnuveitanda í gildru. Lögreglan hefur farið fullkomlega offari og misbeitt valdi sínu í þessu máli og mun ég fara fram á rannsókn á vinnubrögðum embættisins.“ Hann er þess fullviss að lögreglan hafi vitað af athugun sinni að hann hafði ekkert með þessi skilríkismál að gera. „Enda sjá starfsmennirnir sjálfir um að framvísa þeim hjá Þjóðskrá. Engu að síður heldur lögreglan því fram í fjölmiðlum að rannsókn á meintri aðild minni verði haldið áfram, þó svo að hún hafi allar upplýsingar um að sú aðkoma er engin.“
Tengdar fréttir Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24
Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15
Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20