Framkvæmdastjóri Manngildis furðar sig á rannsókn lögreglu Birgir Olgeirsson skrifar 10. október 2018 16:32 Aðsetur starsfmanna Manngildis í Auðbrekku. Vísir/Jói K Ingimar Skúli Sævarsson, framkvæmdastjóri Manngildis, segir lögreglu hafa farið offari í rannsókn á skjalafalsi, misbeitt valdi sínu og ætlar hann að fara fram á rannsókn á vinnubrögðum embættisins. Þetta segir Ingimar Skúli í yfirlýsingu sem hann hefur sent á fjölmiðla en hann var einn af þeim tíu sem handtekinn var í aðgerðum lögreglu í gær vegna rannsóknar á skjalafalsi. Grunur lögreglu er sá að fölsuð vegabréf hafi verið notuð til að útvega níu erlendum karlmönnum kennitölu hjá Þjóðskrá en Ingimar, sem var sleppt að lokinni yfirheyrslu í gær, neitar að hafa nokkra vitneskju um málið. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald en hinum níu var sleppt lausum að lokinni yfirheyrslu en þeir þurfa að sinna tilkynningarskyldu til lögreglu og mega ekki fara úr landi. Í yfirlýsingunni segist Ingimar hafa fengið þær upplýsingar um miðjan september frá Þjóðskrá að skilríki eins erlends starfsmanns Manngildis þætti grunsamlegt og hefði lögreglu verið gert viðvart. Hann segist hafa þrýst á Þjóðskrá að ganga úr skugga um þetta því annars gæti hann ekki haft manninn í vinnu og að maðurinn yrði að fara úr landi. Ingimar segir Manngildi hafa fengið staðfestingu frá Þjóðskrá 19. september síðastliðinn að skráning þessa manns og nokkurra annarra erlendra starfsmanna hefðu verið samþykktar og af því hefði mátt ráða að engar frekari athugasemdir hefðu verið gerðar við skilríkin. „Það kom því ekki lítið á óvart þegar tugir lögreglumanna ruddust inn á heimili starfsmanna og annarra leigjenda hjá Manngildi eldsnemma í gærmorgun. Engin ástæða var fyrir þessari fantalegu innrás sem olli skelfingu og vanlíðan íbúa og annarra gesta. Hvers vegna kallaði lögreglan viðkomandi einstaklinga ekki einfaldlega til yfirheyrslu á lögreglustöð eða sótti þá í vinnuna? Þurfti virkilega að kalla tugi lögreglumanna út á næturvakt í bófahasar til að skoða mál sem lá fyrir á skrifborði á lögreglustöðinni?“ spyr Ingimar í yfirlýsingunni. Hann telur ljóst að lögregla vissi vel, eftir ábendingar frá Þjóðskrá í september, að skilríki eins eða fleiri útlendinga væru röng eða fölsuð. „Hvers vegna gerði lögreglan ekkert í málinu þá og kallaði eftir skýringum? Þess í stað voru umsóknir um skráningu samþykktar, eins og til að leiða viðkomandi starfsmenn og vinnuveitanda í gildru. Lögreglan hefur farið fullkomlega offari og misbeitt valdi sínu í þessu máli og mun ég fara fram á rannsókn á vinnubrögðum embættisins.“ Hann er þess fullviss að lögreglan hafi vitað af athugun sinni að hann hafði ekkert með þessi skilríkismál að gera. „Enda sjá starfsmennirnir sjálfir um að framvísa þeim hjá Þjóðskrá. Engu að síður heldur lögreglan því fram í fjölmiðlum að rannsókn á meintri aðild minni verði haldið áfram, þó svo að hún hafi allar upplýsingar um að sú aðkoma er engin.“ Tengdar fréttir Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Þetta er innrás“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira
Ingimar Skúli Sævarsson, framkvæmdastjóri Manngildis, segir lögreglu hafa farið offari í rannsókn á skjalafalsi, misbeitt valdi sínu og ætlar hann að fara fram á rannsókn á vinnubrögðum embættisins. Þetta segir Ingimar Skúli í yfirlýsingu sem hann hefur sent á fjölmiðla en hann var einn af þeim tíu sem handtekinn var í aðgerðum lögreglu í gær vegna rannsóknar á skjalafalsi. Grunur lögreglu er sá að fölsuð vegabréf hafi verið notuð til að útvega níu erlendum karlmönnum kennitölu hjá Þjóðskrá en Ingimar, sem var sleppt að lokinni yfirheyrslu í gær, neitar að hafa nokkra vitneskju um málið. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald en hinum níu var sleppt lausum að lokinni yfirheyrslu en þeir þurfa að sinna tilkynningarskyldu til lögreglu og mega ekki fara úr landi. Í yfirlýsingunni segist Ingimar hafa fengið þær upplýsingar um miðjan september frá Þjóðskrá að skilríki eins erlends starfsmanns Manngildis þætti grunsamlegt og hefði lögreglu verið gert viðvart. Hann segist hafa þrýst á Þjóðskrá að ganga úr skugga um þetta því annars gæti hann ekki haft manninn í vinnu og að maðurinn yrði að fara úr landi. Ingimar segir Manngildi hafa fengið staðfestingu frá Þjóðskrá 19. september síðastliðinn að skráning þessa manns og nokkurra annarra erlendra starfsmanna hefðu verið samþykktar og af því hefði mátt ráða að engar frekari athugasemdir hefðu verið gerðar við skilríkin. „Það kom því ekki lítið á óvart þegar tugir lögreglumanna ruddust inn á heimili starfsmanna og annarra leigjenda hjá Manngildi eldsnemma í gærmorgun. Engin ástæða var fyrir þessari fantalegu innrás sem olli skelfingu og vanlíðan íbúa og annarra gesta. Hvers vegna kallaði lögreglan viðkomandi einstaklinga ekki einfaldlega til yfirheyrslu á lögreglustöð eða sótti þá í vinnuna? Þurfti virkilega að kalla tugi lögreglumanna út á næturvakt í bófahasar til að skoða mál sem lá fyrir á skrifborði á lögreglustöðinni?“ spyr Ingimar í yfirlýsingunni. Hann telur ljóst að lögregla vissi vel, eftir ábendingar frá Þjóðskrá í september, að skilríki eins eða fleiri útlendinga væru röng eða fölsuð. „Hvers vegna gerði lögreglan ekkert í málinu þá og kallaði eftir skýringum? Þess í stað voru umsóknir um skráningu samþykktar, eins og til að leiða viðkomandi starfsmenn og vinnuveitanda í gildru. Lögreglan hefur farið fullkomlega offari og misbeitt valdi sínu í þessu máli og mun ég fara fram á rannsókn á vinnubrögðum embættisins.“ Hann er þess fullviss að lögreglan hafi vitað af athugun sinni að hann hafði ekkert með þessi skilríkismál að gera. „Enda sjá starfsmennirnir sjálfir um að framvísa þeim hjá Þjóðskrá. Engu að síður heldur lögreglan því fram í fjölmiðlum að rannsókn á meintri aðild minni verði haldið áfram, þó svo að hún hafi allar upplýsingar um að sú aðkoma er engin.“
Tengdar fréttir Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Þetta er innrás“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira
Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24
Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15
Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20