Framkvæmdastjóri Manngildis furðar sig á rannsókn lögreglu Birgir Olgeirsson skrifar 10. október 2018 16:32 Aðsetur starsfmanna Manngildis í Auðbrekku. Vísir/Jói K Ingimar Skúli Sævarsson, framkvæmdastjóri Manngildis, segir lögreglu hafa farið offari í rannsókn á skjalafalsi, misbeitt valdi sínu og ætlar hann að fara fram á rannsókn á vinnubrögðum embættisins. Þetta segir Ingimar Skúli í yfirlýsingu sem hann hefur sent á fjölmiðla en hann var einn af þeim tíu sem handtekinn var í aðgerðum lögreglu í gær vegna rannsóknar á skjalafalsi. Grunur lögreglu er sá að fölsuð vegabréf hafi verið notuð til að útvega níu erlendum karlmönnum kennitölu hjá Þjóðskrá en Ingimar, sem var sleppt að lokinni yfirheyrslu í gær, neitar að hafa nokkra vitneskju um málið. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald en hinum níu var sleppt lausum að lokinni yfirheyrslu en þeir þurfa að sinna tilkynningarskyldu til lögreglu og mega ekki fara úr landi. Í yfirlýsingunni segist Ingimar hafa fengið þær upplýsingar um miðjan september frá Þjóðskrá að skilríki eins erlends starfsmanns Manngildis þætti grunsamlegt og hefði lögreglu verið gert viðvart. Hann segist hafa þrýst á Þjóðskrá að ganga úr skugga um þetta því annars gæti hann ekki haft manninn í vinnu og að maðurinn yrði að fara úr landi. Ingimar segir Manngildi hafa fengið staðfestingu frá Þjóðskrá 19. september síðastliðinn að skráning þessa manns og nokkurra annarra erlendra starfsmanna hefðu verið samþykktar og af því hefði mátt ráða að engar frekari athugasemdir hefðu verið gerðar við skilríkin. „Það kom því ekki lítið á óvart þegar tugir lögreglumanna ruddust inn á heimili starfsmanna og annarra leigjenda hjá Manngildi eldsnemma í gærmorgun. Engin ástæða var fyrir þessari fantalegu innrás sem olli skelfingu og vanlíðan íbúa og annarra gesta. Hvers vegna kallaði lögreglan viðkomandi einstaklinga ekki einfaldlega til yfirheyrslu á lögreglustöð eða sótti þá í vinnuna? Þurfti virkilega að kalla tugi lögreglumanna út á næturvakt í bófahasar til að skoða mál sem lá fyrir á skrifborði á lögreglustöðinni?“ spyr Ingimar í yfirlýsingunni. Hann telur ljóst að lögregla vissi vel, eftir ábendingar frá Þjóðskrá í september, að skilríki eins eða fleiri útlendinga væru röng eða fölsuð. „Hvers vegna gerði lögreglan ekkert í málinu þá og kallaði eftir skýringum? Þess í stað voru umsóknir um skráningu samþykktar, eins og til að leiða viðkomandi starfsmenn og vinnuveitanda í gildru. Lögreglan hefur farið fullkomlega offari og misbeitt valdi sínu í þessu máli og mun ég fara fram á rannsókn á vinnubrögðum embættisins.“ Hann er þess fullviss að lögreglan hafi vitað af athugun sinni að hann hafði ekkert með þessi skilríkismál að gera. „Enda sjá starfsmennirnir sjálfir um að framvísa þeim hjá Þjóðskrá. Engu að síður heldur lögreglan því fram í fjölmiðlum að rannsókn á meintri aðild minni verði haldið áfram, þó svo að hún hafi allar upplýsingar um að sú aðkoma er engin.“ Tengdar fréttir Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Ingimar Skúli Sævarsson, framkvæmdastjóri Manngildis, segir lögreglu hafa farið offari í rannsókn á skjalafalsi, misbeitt valdi sínu og ætlar hann að fara fram á rannsókn á vinnubrögðum embættisins. Þetta segir Ingimar Skúli í yfirlýsingu sem hann hefur sent á fjölmiðla en hann var einn af þeim tíu sem handtekinn var í aðgerðum lögreglu í gær vegna rannsóknar á skjalafalsi. Grunur lögreglu er sá að fölsuð vegabréf hafi verið notuð til að útvega níu erlendum karlmönnum kennitölu hjá Þjóðskrá en Ingimar, sem var sleppt að lokinni yfirheyrslu í gær, neitar að hafa nokkra vitneskju um málið. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald en hinum níu var sleppt lausum að lokinni yfirheyrslu en þeir þurfa að sinna tilkynningarskyldu til lögreglu og mega ekki fara úr landi. Í yfirlýsingunni segist Ingimar hafa fengið þær upplýsingar um miðjan september frá Þjóðskrá að skilríki eins erlends starfsmanns Manngildis þætti grunsamlegt og hefði lögreglu verið gert viðvart. Hann segist hafa þrýst á Þjóðskrá að ganga úr skugga um þetta því annars gæti hann ekki haft manninn í vinnu og að maðurinn yrði að fara úr landi. Ingimar segir Manngildi hafa fengið staðfestingu frá Þjóðskrá 19. september síðastliðinn að skráning þessa manns og nokkurra annarra erlendra starfsmanna hefðu verið samþykktar og af því hefði mátt ráða að engar frekari athugasemdir hefðu verið gerðar við skilríkin. „Það kom því ekki lítið á óvart þegar tugir lögreglumanna ruddust inn á heimili starfsmanna og annarra leigjenda hjá Manngildi eldsnemma í gærmorgun. Engin ástæða var fyrir þessari fantalegu innrás sem olli skelfingu og vanlíðan íbúa og annarra gesta. Hvers vegna kallaði lögreglan viðkomandi einstaklinga ekki einfaldlega til yfirheyrslu á lögreglustöð eða sótti þá í vinnuna? Þurfti virkilega að kalla tugi lögreglumanna út á næturvakt í bófahasar til að skoða mál sem lá fyrir á skrifborði á lögreglustöðinni?“ spyr Ingimar í yfirlýsingunni. Hann telur ljóst að lögregla vissi vel, eftir ábendingar frá Þjóðskrá í september, að skilríki eins eða fleiri útlendinga væru röng eða fölsuð. „Hvers vegna gerði lögreglan ekkert í málinu þá og kallaði eftir skýringum? Þess í stað voru umsóknir um skráningu samþykktar, eins og til að leiða viðkomandi starfsmenn og vinnuveitanda í gildru. Lögreglan hefur farið fullkomlega offari og misbeitt valdi sínu í þessu máli og mun ég fara fram á rannsókn á vinnubrögðum embættisins.“ Hann er þess fullviss að lögreglan hafi vitað af athugun sinni að hann hafði ekkert með þessi skilríkismál að gera. „Enda sjá starfsmennirnir sjálfir um að framvísa þeim hjá Þjóðskrá. Engu að síður heldur lögreglan því fram í fjölmiðlum að rannsókn á meintri aðild minni verði haldið áfram, þó svo að hún hafi allar upplýsingar um að sú aðkoma er engin.“
Tengdar fréttir Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24
Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15
Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20