Líklegt að fleiri mál verði tekin til rannsóknar 10. október 2018 12:00 Aðsetur starfsmanna Manngildis í Stangarhyl þar sem lögreglan réðst til inngöngu í gærmorgun Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Gæsluvarðhaldsbeiðni yfir einum þeirra tíu sem handteknir voru í umfangsmiklum aðgerðum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun, var staðfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn segir ekki útilokað að sambærileg mál verði tekin til skoðunar og að ráðist verði í frekari aðgerðir. Maðurinn var úrskurðarður í gæsluvarðhald í viku vegna málsins í gærkvöldi. Hann gat einn þeirra níu erlendra verkamanna sem málið snýr að ekki gert fyllilega grein fyrir sér með sannarlegum hætti og getur lögregla ekki staðfest aldur hans og þjóðerni. Hinir átta gátu sannað hvernig þeir voru og hefur verið gert að tilkynna sig á lögreglustöð með reglubundnum hætti á meðan málið er til rannsóknar. Mennirnir eru úkraínskir ríkisborgarar og telur lögreglan að þeir hafi komið inn á Schengen-svæðið á sínum skilríkjum en orðið sér svo fölsuð litháísk skilríki og á grundvelli þeirra sótt um íslenskar kennitölur. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að málið sé búið að vera til rannsóknar í þó nokkurn tíma, en nýjasta málið sé síðan í apríl. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjón hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2 „Við erum búnir að vera að skoða þetta mál í um það bil fjórar vikur. Búnir að vera vinna heimavinnuna og byggja undir aðgerðir í fjórar vikur,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Á fjórða tug lögreglumanna, frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Ríkislögreglustjóra tóku þátt í aðgerðum. Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar í málinu er óljós að sögn Ásgeirs en verkamennirnir voru hér á landi á vegum leigunnar. Ásgeir segir að miðað við rannsókn og umfang málsins í gær að þá muni fleiri mál af þessum toga verði tekin til rannsóknar og líklegt að ráðist verði í frekari aðgerðir. „Ef að frekari rannsóknir á umsóknum um Íslenskar kennitölur gefa til kynna að það þurfi að fara í lögregluaðgerðir að þá verður það gert,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að koma verði í veg fyrir að erlendir ríkisborgarar geti fengið íslenskar kennitölur með sviksömum hætti. „Við teljum það að með því að efla skilríkjarannsóknargetu lögreglunnar og binda þannig um verklag að það fái engin íslenska kennitölu nema að persónan og skilríkin séu rannsökuð að þá mætti klárlega fækka þessum málum eða jafnvel koma í veg fyrir þau,“ segir Ásgeir. Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Manngildis furðar sig á rannsókn lögreglu Ítrekar sakleysi sitt. 10. október 2018 16:32 Segir lögreglu hafa verið upplýsta um að mennirnir væru ekki með fullgild skilríki þegar þeim var hleypt inn í landið Mennirnir sem voru handteknir í gær ekki allir strfsmenn starfsmannaleigunnar 10. október 2018 18:45 Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Sjá meira
Gæsluvarðhaldsbeiðni yfir einum þeirra tíu sem handteknir voru í umfangsmiklum aðgerðum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun, var staðfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn segir ekki útilokað að sambærileg mál verði tekin til skoðunar og að ráðist verði í frekari aðgerðir. Maðurinn var úrskurðarður í gæsluvarðhald í viku vegna málsins í gærkvöldi. Hann gat einn þeirra níu erlendra verkamanna sem málið snýr að ekki gert fyllilega grein fyrir sér með sannarlegum hætti og getur lögregla ekki staðfest aldur hans og þjóðerni. Hinir átta gátu sannað hvernig þeir voru og hefur verið gert að tilkynna sig á lögreglustöð með reglubundnum hætti á meðan málið er til rannsóknar. Mennirnir eru úkraínskir ríkisborgarar og telur lögreglan að þeir hafi komið inn á Schengen-svæðið á sínum skilríkjum en orðið sér svo fölsuð litháísk skilríki og á grundvelli þeirra sótt um íslenskar kennitölur. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að málið sé búið að vera til rannsóknar í þó nokkurn tíma, en nýjasta málið sé síðan í apríl. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjón hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2 „Við erum búnir að vera að skoða þetta mál í um það bil fjórar vikur. Búnir að vera vinna heimavinnuna og byggja undir aðgerðir í fjórar vikur,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Á fjórða tug lögreglumanna, frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Ríkislögreglustjóra tóku þátt í aðgerðum. Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar í málinu er óljós að sögn Ásgeirs en verkamennirnir voru hér á landi á vegum leigunnar. Ásgeir segir að miðað við rannsókn og umfang málsins í gær að þá muni fleiri mál af þessum toga verði tekin til rannsóknar og líklegt að ráðist verði í frekari aðgerðir. „Ef að frekari rannsóknir á umsóknum um Íslenskar kennitölur gefa til kynna að það þurfi að fara í lögregluaðgerðir að þá verður það gert,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að koma verði í veg fyrir að erlendir ríkisborgarar geti fengið íslenskar kennitölur með sviksömum hætti. „Við teljum það að með því að efla skilríkjarannsóknargetu lögreglunnar og binda þannig um verklag að það fái engin íslenska kennitölu nema að persónan og skilríkin séu rannsökuð að þá mætti klárlega fækka þessum málum eða jafnvel koma í veg fyrir þau,“ segir Ásgeir.
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Manngildis furðar sig á rannsókn lögreglu Ítrekar sakleysi sitt. 10. október 2018 16:32 Segir lögreglu hafa verið upplýsta um að mennirnir væru ekki með fullgild skilríki þegar þeim var hleypt inn í landið Mennirnir sem voru handteknir í gær ekki allir strfsmenn starfsmannaleigunnar 10. október 2018 18:45 Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Manngildis furðar sig á rannsókn lögreglu Ítrekar sakleysi sitt. 10. október 2018 16:32
Segir lögreglu hafa verið upplýsta um að mennirnir væru ekki með fullgild skilríki þegar þeim var hleypt inn í landið Mennirnir sem voru handteknir í gær ekki allir strfsmenn starfsmannaleigunnar 10. október 2018 18:45
Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24
Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15
Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20