Lífið

Trix til að losna við blettaskalla og fela gráu hárin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg yfirferð Völu Matt á nokkrum hárgreiðslustöðum á höfuðborgarsvæðinu.
Skemmtileg yfirferð Völu Matt á nokkrum hárgreiðslustöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Vala Matt fór í leiðangur á hárgreiðslustofur til þess að kynna sér hvernig hægt sé að redda sér heima og lita gráu hárin þegar þau byrja að koma í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Hún kannaði einnig hvernig hægt sé að hylja þunna hárbletti á karlmönnum og jafnvel blettaskalla. Á hárgreiðslustofunni Salon VEH í Húsi verslunarinnar sýndi Elsa Haraldsdóttir hárgreiðslumeistari hvernig má með ýmsum trixum hylja gráu hárin og einnig laga strípur með svokölluðum WOW hárskuggum í öllum litum.

Og hárgreiðslumeistarinn Simbi sýndi hvernig hvernig hann hylur sinn blettaskalla.

Vala skellti sér einnig á hárgreiðslustofuna Traffic í Holtagörðum þar sem hárgreiðslumeistarinn Auður Haraldsdóttir sýndi henni hvernig lengja má hárið og hárgreiðslumeistararnir Róbert Michael O´Neill og Birna Rán Magnúsdóttir fóru í gegnum það hvernig megi spreyja hársvörðinn til að fela gráu hárin bæði í dökku hári og ljósu.

Hér að neðan má sjá innslag Völu Matt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.