Femínismi að eyðileggja alla kímnigáfu og tjáningarfrelsi að mati Brynjars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2018 15:34 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið/Anton Brink Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir femínisma ekki aðeins eyða allri kímnigáfu þjóðarinnar heldur einnig tjáningarfrelsinu. Í hinni pólitísku rétthugsun virki tjáningar- og skoðanafrelsi aðeins í eina átt. Svo segir í pistli Brynjars á Facebook í dag en tilefnið er nýleg brottvikning Kristins Sigurjónssonar úr stöðu lektors hjá Háskólanum í Reykjavík. Tilefni brottvikningarinnar voru ummæli Kristins í hópi á Facebook þar sem hann sagði konur troða sér inn á vinnustaði þar sem karlmenn vinni. Konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Lagði hann til aðgreiningu á vinnumarkaði í líkingu við Hjallastefnuna því karlar ættu á hættu að fá yfir sig ásakanir um kynferðislega áreitni. Bjarni Már Magnússon, lektor við HR, er meðal þeirra sem hefur líst því yfir að uppsögnin hafi verið réttmæt. „Ef háskólakennari hefur lýst yfir skoðunum (jafnvel ítrekað) sem hugsanlega má flokka sem hatursorðræðu í garð kvenna setur það ungar konur sem stunda nám í erfiða stöðu, enda eiga nemendur töluvert undir kennurum sínum,“ sagði Bjarni Már meðal annars í pistli á Facebook. Brynjar hefur ýmislegt við stöðuna að athuga. „Doktor í lögfræði sér ekkert athugavert við að lektor sé rekinn fyrirvaralaust úr starfi fyrir að tala niður til kvenna á lokaðri fésbókarsíðu. Konur eiga ekki að þurfa að sitja í tíma eða taka próf hjá slíkum mönnum. Stundum held ég að því lengur sem menn eru í námi því meira eru þeir úti á þekju. Annar sérfræðingur að sunnan, vinkona mín, Helga Vala Helgadóttir, er sama sinnis,“ segir Brynjar. Þau Brynjar og Helga tókust á í Bítinu á Bylgjunni í vikunni og voru sammála um að þau væru eiginlega alltaf ósammála. „Með sömu rökum getum við karlarnir ekki setið í tíma í kynjafræðum sem ganga beinlínis út á að við höfum alla tíð kúgað konur, andlega og líkamlega og gerum enn. Við sjálfstæðismenn eigum ekki að þurfa að vera í tíma hjá Stefáni Ólafssyni og kommarnir ekki hjá Hannesi Hólmsteini. Held að það sé rétt að reka þá báða strax og jafnvel velflesta kennara í félagsvísindadeild.“ Brynjar hefur ekki legið á skoðunum sínum varðandi pólitískan rétttrúnað og femínisma undanfarin misseri. „Þessi blessaði femínismi er ekki bara að eyða allri kímnigáfu þjóðarinnar heldur einnig tjáningarfrelsinu. Í hinni pólitísku rétthugsun virkar tjáningar-og skoðanafrelsi bara í eina átt. Ég mun kannski leggja til við endurskoðun stjórnarskrárinnar að tjáningarfrelsisákvæðið verði aflagt og Rannsóknarstofnun í kynjafræðum verði falið að úrskurða hvað megi segja og ákveði refsingar brjóti menn af sér.“ Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir femínisma ekki aðeins eyða allri kímnigáfu þjóðarinnar heldur einnig tjáningarfrelsinu. Í hinni pólitísku rétthugsun virki tjáningar- og skoðanafrelsi aðeins í eina átt. Svo segir í pistli Brynjars á Facebook í dag en tilefnið er nýleg brottvikning Kristins Sigurjónssonar úr stöðu lektors hjá Háskólanum í Reykjavík. Tilefni brottvikningarinnar voru ummæli Kristins í hópi á Facebook þar sem hann sagði konur troða sér inn á vinnustaði þar sem karlmenn vinni. Konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Lagði hann til aðgreiningu á vinnumarkaði í líkingu við Hjallastefnuna því karlar ættu á hættu að fá yfir sig ásakanir um kynferðislega áreitni. Bjarni Már Magnússon, lektor við HR, er meðal þeirra sem hefur líst því yfir að uppsögnin hafi verið réttmæt. „Ef háskólakennari hefur lýst yfir skoðunum (jafnvel ítrekað) sem hugsanlega má flokka sem hatursorðræðu í garð kvenna setur það ungar konur sem stunda nám í erfiða stöðu, enda eiga nemendur töluvert undir kennurum sínum,“ sagði Bjarni Már meðal annars í pistli á Facebook. Brynjar hefur ýmislegt við stöðuna að athuga. „Doktor í lögfræði sér ekkert athugavert við að lektor sé rekinn fyrirvaralaust úr starfi fyrir að tala niður til kvenna á lokaðri fésbókarsíðu. Konur eiga ekki að þurfa að sitja í tíma eða taka próf hjá slíkum mönnum. Stundum held ég að því lengur sem menn eru í námi því meira eru þeir úti á þekju. Annar sérfræðingur að sunnan, vinkona mín, Helga Vala Helgadóttir, er sama sinnis,“ segir Brynjar. Þau Brynjar og Helga tókust á í Bítinu á Bylgjunni í vikunni og voru sammála um að þau væru eiginlega alltaf ósammála. „Með sömu rökum getum við karlarnir ekki setið í tíma í kynjafræðum sem ganga beinlínis út á að við höfum alla tíð kúgað konur, andlega og líkamlega og gerum enn. Við sjálfstæðismenn eigum ekki að þurfa að vera í tíma hjá Stefáni Ólafssyni og kommarnir ekki hjá Hannesi Hólmsteini. Held að það sé rétt að reka þá báða strax og jafnvel velflesta kennara í félagsvísindadeild.“ Brynjar hefur ekki legið á skoðunum sínum varðandi pólitískan rétttrúnað og femínisma undanfarin misseri. „Þessi blessaði femínismi er ekki bara að eyða allri kímnigáfu þjóðarinnar heldur einnig tjáningarfrelsinu. Í hinni pólitísku rétthugsun virkar tjáningar-og skoðanafrelsi bara í eina átt. Ég mun kannski leggja til við endurskoðun stjórnarskrárinnar að tjáningarfrelsisákvæðið verði aflagt og Rannsóknarstofnun í kynjafræðum verði falið að úrskurða hvað megi segja og ákveði refsingar brjóti menn af sér.“
Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira