Holóttur vegur veldur börnum kvíða og uppköstum Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2018 15:15 Ástand Vatnsnesvegar hefur valdið íbúum á svæðinu áhyggjum í mörg ár. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir Mörg dæmi eru sögð um að börn kasti upp í skólarútu þegar þeim er ekið um Vatnsveg vegna þess hve illa vegurinn er farinn og að þau kvíði rútuferðunum. Íbúar við veginn eru ósáttir við það sem þeir segja seinagang og skilningsleysi stjórnvalda. Einn íbúanna segir foreldra uggandi yfir því að börn þeirra vilji ekki lengur fara í skólann vegna ferðarinnar þangað. „Foreldar eru bara uggandi yfir ástandinu því börnin er farin að sýna einkenni þess að þau vilji hreinlega ekki fara í skólann því þau kvíða fyrir að fara alla þessa leið,“ segir Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir frá Sauðadalsá sem átti þátt í að skipuleggja íbúafund Vatnsnesinga sem haldinn var á miðvikudag. Ástand vegarins er afar slæmt, að ögn Guðrúnar Óskar. Hann sé svo gott sem alsettur holum og á köflum sé hann þakinn drulluleðju. Um um það bil sjötíu kílómetra langan malarkafla sé að ræða og ástand hans sé því misjafnt með betri köflum inn á milli. „Bróðurparturinn er auðvitað þannig að þú getur ekki keyrt hann öðruvísi en að vera ofan í holum,“ segir hún. Börnin sem koma lengst að þurfa að fara um áttatíu kílómetra um veginn á hverjum virkum degi. Guðrún Ósk segir að vegna ástands vegarins taki önnur ferðinn yfir klukkutíma í stað fjörutíu mínútna ella. Dæmi séu um að börn hafi ælt af því að sitja í skólarútunni.Börn eru sögð kviðinn fyrir því að mæta í skóla vegna þess að þau þurfa að hossast tugi kílómetra yfir holóttan veginn.Guðrún Ósk SteinbjörnsdóttirUrgur í fólkinu Mikil umferð ferðamanna er um veginn sem liggur að vinsælum stöðum eins og Selaslóðum á vestanverður Vatnsnesi og Hvítserk. Guðrún Ósk segir að umferðin sé enn mikil þrátt fyrir að nóvember nálgist nú óðfluga. Vegurinn sé einbreiður og hann anni umferðinni engan veginn. Vegagerðin bregðist við kvörtunum íbúa með því að reyna að hefla veginn. Það hafi hins vegar lítið að segja og vegurinn fari strax aftur í fyrra horf. Eftir eina slíka tilraun á dögunum hafi verið ákveðið að lækka hámarkshraðann. Guðrún Ósk segir að íbúar á svæðinu hafi kvartað undan veginum í mörg ár án þess að nokkuð hafi gerst. Ekkert sé fast í hendi varðandi framkvæmdir í samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á dögunum. „Það er svona urgur í fólki yfir því að það er ekkert gert fyrir okkur,“ segir Guðrún Ósk. Íbúafundurinn samþykkti ályktun um veginn sem hann sendi forsætisráðherra, samgönguráðherra og öllum þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Ályktunina má lesa á vefnum Trölli.is sem sagði fyrst frá íbúafundinum. Þar segir meðal annars um áhrif vegarins á börnin: „Foreldrar eru orðnir mjög uggandi um börn sín í skólaakstri á þessum vegi og eru mörg dæmi um að börn kasti upp á leiðinni. Eins eru börnin kvíðin fyrir ferðunum og eru lengi að jafna sig í skóla og heima í lok ferðar og eins hefur ferðatíminn lengst til muna. Þetta er að sjálfsögðu algerlega óviðunandi og má segja að þetta jaðri við barnaverndarmál,“ segir í ályktuninni. Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Mörg dæmi eru sögð um að börn kasti upp í skólarútu þegar þeim er ekið um Vatnsveg vegna þess hve illa vegurinn er farinn og að þau kvíði rútuferðunum. Íbúar við veginn eru ósáttir við það sem þeir segja seinagang og skilningsleysi stjórnvalda. Einn íbúanna segir foreldra uggandi yfir því að börn þeirra vilji ekki lengur fara í skólann vegna ferðarinnar þangað. „Foreldar eru bara uggandi yfir ástandinu því börnin er farin að sýna einkenni þess að þau vilji hreinlega ekki fara í skólann því þau kvíða fyrir að fara alla þessa leið,“ segir Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir frá Sauðadalsá sem átti þátt í að skipuleggja íbúafund Vatnsnesinga sem haldinn var á miðvikudag. Ástand vegarins er afar slæmt, að ögn Guðrúnar Óskar. Hann sé svo gott sem alsettur holum og á köflum sé hann þakinn drulluleðju. Um um það bil sjötíu kílómetra langan malarkafla sé að ræða og ástand hans sé því misjafnt með betri köflum inn á milli. „Bróðurparturinn er auðvitað þannig að þú getur ekki keyrt hann öðruvísi en að vera ofan í holum,“ segir hún. Börnin sem koma lengst að þurfa að fara um áttatíu kílómetra um veginn á hverjum virkum degi. Guðrún Ósk segir að vegna ástands vegarins taki önnur ferðinn yfir klukkutíma í stað fjörutíu mínútna ella. Dæmi séu um að börn hafi ælt af því að sitja í skólarútunni.Börn eru sögð kviðinn fyrir því að mæta í skóla vegna þess að þau þurfa að hossast tugi kílómetra yfir holóttan veginn.Guðrún Ósk SteinbjörnsdóttirUrgur í fólkinu Mikil umferð ferðamanna er um veginn sem liggur að vinsælum stöðum eins og Selaslóðum á vestanverður Vatnsnesi og Hvítserk. Guðrún Ósk segir að umferðin sé enn mikil þrátt fyrir að nóvember nálgist nú óðfluga. Vegurinn sé einbreiður og hann anni umferðinni engan veginn. Vegagerðin bregðist við kvörtunum íbúa með því að reyna að hefla veginn. Það hafi hins vegar lítið að segja og vegurinn fari strax aftur í fyrra horf. Eftir eina slíka tilraun á dögunum hafi verið ákveðið að lækka hámarkshraðann. Guðrún Ósk segir að íbúar á svæðinu hafi kvartað undan veginum í mörg ár án þess að nokkuð hafi gerst. Ekkert sé fast í hendi varðandi framkvæmdir í samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á dögunum. „Það er svona urgur í fólki yfir því að það er ekkert gert fyrir okkur,“ segir Guðrún Ósk. Íbúafundurinn samþykkti ályktun um veginn sem hann sendi forsætisráðherra, samgönguráðherra og öllum þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Ályktunina má lesa á vefnum Trölli.is sem sagði fyrst frá íbúafundinum. Þar segir meðal annars um áhrif vegarins á börnin: „Foreldrar eru orðnir mjög uggandi um börn sín í skólaakstri á þessum vegi og eru mörg dæmi um að börn kasti upp á leiðinni. Eins eru börnin kvíðin fyrir ferðunum og eru lengi að jafna sig í skóla og heima í lok ferðar og eins hefur ferðatíminn lengst til muna. Þetta er að sjálfsögðu algerlega óviðunandi og má segja að þetta jaðri við barnaverndarmál,“ segir í ályktuninni.
Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent