Innlent

Mikið af ís nærri landi í Jökulsárlóni

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Frá Jökulsárlóni í dag, 13.október.
Frá Jökulsárlóni í dag, 13.október. Vísir/Halli Gísla

Mikið af smáum ísjökum er í Jökulsárlóni og breytt vindátt varð til þess að ekki er unnt að sigla bátum út á lónið. Bátsferðum í jökulsárlón var hætt um klukkan ellefu í dag. Starfsmaður hjá fyrirtæki á svæðinu segir að þeir vilji ekki sigla þegar að svona mikið af smáum jökum er í lóninu og taki enga áhættu með það.

Ísinn hefur safnast saman nálægt landi í lóninu. Vísir/Halli Gísla

Í samtali fréttastofu við Veðurstofu Íslands kom fram að norðanátt hafi verið á svæðinu í gær sem gæti hafa ýtt jökunum til suðurs með fyrrgreindum afleiðingum. Ísinn er því nær landi heldur en gerist og gengur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.