Hefur fengið ábendingar um ógnandi hegðun gagnvart notendum Félagsbústaða Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 14. október 2018 13:36 Kolbrún segist hafa fengið ábendingar um ógnandi hegðun. Fréttablaðið/Hákon Borgarfulltrúa í Flokki fólksins hefur borist fjölda kvartana vegna vinnubragða hjá Félagsbústöðum. Hún segir að helstu umkvörtunarefnin séu framkoma og hegðun starfsfólks, notendur lýsi miklum dónaskap í sinn garð og jafnvel ógnandi hegðun. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lét af störfum um helgina. Heiða Björg Hilmisdóttir stjórnarmaður hjá Félagsbústöðum staðfesti við fréttastofu að framkvæmdastjóri Félagsbústaða Auðun Freyr Ingvarsson væri hættur. Það hefði verið sameiginleg niðurstaða nýrrar stjórnar Félagsbústaða og framkvæmdastjórans að hann léti af störfum. Von sé á yfirlýsingu vegna málsins á morgun en stjórnin ætli að fara yfir málið í dag. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi hjá Flokki fólksins segir að sér hafi borist fjölmargar kvartanir vegna Félagsbústaða á undanförnum mánuðum. „Strax í kosningabaráttunni fór fólk að hafa samband við mig sem að sagði farir sínar ekki sléttar í sambandi við þetta fyrirtæki. Svo þegar ég var orðin borgarfulltrúi þá var mér náttúrulega ekkert að vanbúnaði og fór að koma með ýmsar tillögur og byrjaði á að biðja um rekstrarúttekt og svo tók svona hvert við af öðru, aðrar tillögur. Það var meðal annars gerð svona þjónustukönnun, svona viðhorfskönnun og fenginn óháður aðili í svona ágreiningsmálum,” segir Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi. Kolbrún segist hafa lagt fram alls fimm tillögur og fjölmargar fyrirspurnir vegna málsins á fundi borgarstjórnar. Umkvörtunarefni fólks snúist um hegðun gagnvart notendum Félagsbústaða. „Það hafa verið alvarlegar ásakanir hvað varðar það. Það hefur verið dónaskapur, fólk hefur talað um að sér hafi verið ógnað. Síðan líka varðandi viðhald að fólk verið í íbúðum með raka og myglu og ekki fengið lausn sinna mála Og það eru dæmi um dómsmál og fólk sem hefur engan veginn fjárráð til þess. Það hefur einhver veginn verið þvingað inn í dómsmál,” segir Kolbrún. Hún kveðst ekki hafa fengið nein viðbrögð frá meirihlutanum í borgarstjórn og segist ekki vita hvort starfslok framkvæmdastjórans tengist þessum málum. „Það sem ég veit hins vegar er að það er góður hópur fólks sem að hefur virkilega átt um sárt að binda í samskiptum við Félagsbústaði. Ég veit það sem borgarfulltrúi að ég er búin að lemja á þarna og stundum af hörku og mér hefur þótt ég virkilega ganga á veggi,”segir Kolbrún. Heiða Björg Hilmisdóttir sagði í samtali við fréttastofu að starfslok framkvæmdastjórans tengdust ekkert tillögum eða fyrirspurnum Kolbrúnar Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Borgarfulltrúa í Flokki fólksins hefur borist fjölda kvartana vegna vinnubragða hjá Félagsbústöðum. Hún segir að helstu umkvörtunarefnin séu framkoma og hegðun starfsfólks, notendur lýsi miklum dónaskap í sinn garð og jafnvel ógnandi hegðun. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lét af störfum um helgina. Heiða Björg Hilmisdóttir stjórnarmaður hjá Félagsbústöðum staðfesti við fréttastofu að framkvæmdastjóri Félagsbústaða Auðun Freyr Ingvarsson væri hættur. Það hefði verið sameiginleg niðurstaða nýrrar stjórnar Félagsbústaða og framkvæmdastjórans að hann léti af störfum. Von sé á yfirlýsingu vegna málsins á morgun en stjórnin ætli að fara yfir málið í dag. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi hjá Flokki fólksins segir að sér hafi borist fjölmargar kvartanir vegna Félagsbústaða á undanförnum mánuðum. „Strax í kosningabaráttunni fór fólk að hafa samband við mig sem að sagði farir sínar ekki sléttar í sambandi við þetta fyrirtæki. Svo þegar ég var orðin borgarfulltrúi þá var mér náttúrulega ekkert að vanbúnaði og fór að koma með ýmsar tillögur og byrjaði á að biðja um rekstrarúttekt og svo tók svona hvert við af öðru, aðrar tillögur. Það var meðal annars gerð svona þjónustukönnun, svona viðhorfskönnun og fenginn óháður aðili í svona ágreiningsmálum,” segir Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi. Kolbrún segist hafa lagt fram alls fimm tillögur og fjölmargar fyrirspurnir vegna málsins á fundi borgarstjórnar. Umkvörtunarefni fólks snúist um hegðun gagnvart notendum Félagsbústaða. „Það hafa verið alvarlegar ásakanir hvað varðar það. Það hefur verið dónaskapur, fólk hefur talað um að sér hafi verið ógnað. Síðan líka varðandi viðhald að fólk verið í íbúðum með raka og myglu og ekki fengið lausn sinna mála Og það eru dæmi um dómsmál og fólk sem hefur engan veginn fjárráð til þess. Það hefur einhver veginn verið þvingað inn í dómsmál,” segir Kolbrún. Hún kveðst ekki hafa fengið nein viðbrögð frá meirihlutanum í borgarstjórn og segist ekki vita hvort starfslok framkvæmdastjórans tengist þessum málum. „Það sem ég veit hins vegar er að það er góður hópur fólks sem að hefur virkilega átt um sárt að binda í samskiptum við Félagsbústaði. Ég veit það sem borgarfulltrúi að ég er búin að lemja á þarna og stundum af hörku og mér hefur þótt ég virkilega ganga á veggi,”segir Kolbrún. Heiða Björg Hilmisdóttir sagði í samtali við fréttastofu að starfslok framkvæmdastjórans tengdust ekkert tillögum eða fyrirspurnum Kolbrúnar
Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira