Vigdís segir Pírata bera mikla ábyrgð Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 14. október 2018 16:17 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins vill fá óháðan aðila til þess að gera úttekt á endurgerð Braggans. Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir segir það ekki hægt að rannsaka sjálfan sig og stendur við þá skoðun sína að fá óháðan aðila til þess að rannsaka braggamálið. Oddviti Pírata í borgarstjórn, Dóra Björt Guðjónsdóttir, sagði í gær að Vigdís hefði afvegaleitt umræðuna um braggamálið. Dóra ítrekaði það í samtali við fréttastofu í gær að innri endurskoðun sé óháður aðili og fylgi stöðlum um óháðar stofnanir og innri endurskoðanir. Innri endurskoðun borgarinnar hefur verið falið að ráðast í heildarúttekt á endurgerð Braggans. „Það er ekki hægt að rannsaka sjálfa sig og þetta fólk sem er að fara að skoða þetta braggamál situr hringinn í kringum borðið niðri í ráðhúsi þannig að ég stend við þá skoðun mína sem ég setti fram upphaflega og mína tillögu að fá óháðan aðila til þess að rannsaka allt málið. Það er nú alltaf að koma betur og betur í ljós, fleiri kantar á þessu máli sem eru svo óeðlilegir. Það sér allur almenningur það að það er ekkert annað hægt að gera en að fara með þetta í óháða rannsókn. Þó að það sé verið að þráast við og hafna því. Eins og ég segi Píratar bera mikla ábyrgð í þessu, þeir sátu í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili og höfðu alveg fullt af tækifærum til þess að upplýsa um málið hefðu þeir viljað,“ segir Vigdís Hauksdóttir.Sjá einnig: Segir Vigdísi hafa afvegaleitt umræðunaSpurð út í það hvort að Vigdís teldi það líklegt að málið yrði á endanum rannsakað af óháðum aðila taldi hún að það myndi ekki gerast fyrr en þessi meirihluti myndi fara frá. Hún segir Pírata vera að bregðast sínum kjósendum í þessu máli. „Ég hugsa að það verði ekki fyrr en meirihlutinn springi að það muni fara fram óháð rannsókn. Það verður líklega ekki fyrr, fyrst þau þráast öll við þetta þau sem að sitja í núverandi meirihluta. Þannig að það verður ekki nema að þessi meirihluti springi og fari frá að það verði hægt að koma þessu í óháða rannsókn. Sérstaklega af því að Píratar taka svona á málinu, flokkurinn sem berst fyrir gegnsæi og allt upp á borðið. Nú höfðu þau tækifæri til þess að sýna stefnu flokksins. Þau eru algjörlega að bregðast Reykvíkingum og sínum kjósendum. Þau bregðast algjörlega í þessu máli,“ segir Vigdís. Braggamálið Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Lítið eftir en allt stopp í bragga "Það er framkvæmdastopp. Hins vegar er ekki mikið eftir,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um stöðu framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. 13. október 2018 08:30 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir segir það ekki hægt að rannsaka sjálfan sig og stendur við þá skoðun sína að fá óháðan aðila til þess að rannsaka braggamálið. Oddviti Pírata í borgarstjórn, Dóra Björt Guðjónsdóttir, sagði í gær að Vigdís hefði afvegaleitt umræðuna um braggamálið. Dóra ítrekaði það í samtali við fréttastofu í gær að innri endurskoðun sé óháður aðili og fylgi stöðlum um óháðar stofnanir og innri endurskoðanir. Innri endurskoðun borgarinnar hefur verið falið að ráðast í heildarúttekt á endurgerð Braggans. „Það er ekki hægt að rannsaka sjálfa sig og þetta fólk sem er að fara að skoða þetta braggamál situr hringinn í kringum borðið niðri í ráðhúsi þannig að ég stend við þá skoðun mína sem ég setti fram upphaflega og mína tillögu að fá óháðan aðila til þess að rannsaka allt málið. Það er nú alltaf að koma betur og betur í ljós, fleiri kantar á þessu máli sem eru svo óeðlilegir. Það sér allur almenningur það að það er ekkert annað hægt að gera en að fara með þetta í óháða rannsókn. Þó að það sé verið að þráast við og hafna því. Eins og ég segi Píratar bera mikla ábyrgð í þessu, þeir sátu í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili og höfðu alveg fullt af tækifærum til þess að upplýsa um málið hefðu þeir viljað,“ segir Vigdís Hauksdóttir.Sjá einnig: Segir Vigdísi hafa afvegaleitt umræðunaSpurð út í það hvort að Vigdís teldi það líklegt að málið yrði á endanum rannsakað af óháðum aðila taldi hún að það myndi ekki gerast fyrr en þessi meirihluti myndi fara frá. Hún segir Pírata vera að bregðast sínum kjósendum í þessu máli. „Ég hugsa að það verði ekki fyrr en meirihlutinn springi að það muni fara fram óháð rannsókn. Það verður líklega ekki fyrr, fyrst þau þráast öll við þetta þau sem að sitja í núverandi meirihluta. Þannig að það verður ekki nema að þessi meirihluti springi og fari frá að það verði hægt að koma þessu í óháða rannsókn. Sérstaklega af því að Píratar taka svona á málinu, flokkurinn sem berst fyrir gegnsæi og allt upp á borðið. Nú höfðu þau tækifæri til þess að sýna stefnu flokksins. Þau eru algjörlega að bregðast Reykvíkingum og sínum kjósendum. Þau bregðast algjörlega í þessu máli,“ segir Vigdís.
Braggamálið Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Lítið eftir en allt stopp í bragga "Það er framkvæmdastopp. Hins vegar er ekki mikið eftir,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um stöðu framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. 13. október 2018 08:30 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33
Lítið eftir en allt stopp í bragga "Það er framkvæmdastopp. Hins vegar er ekki mikið eftir,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um stöðu framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. 13. október 2018 08:30
Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent