Segist ekki hafa fengið viðbrögð frá Félagsbústöðum mánuðum saman þrátt fyrir veikindi af völdum húsnæðis Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. október 2018 21:15 Ung kona sem rekur veikindi til myglu í húsnæði á vegum Félagsbústaða segist hafa fengið lítil sem engin viðbrögð þaðan þrátt fyrir vikulegar kvartanir mánuðum saman. Hún segir marga í svipuðum sporum. Vigdís Erla Rafnsdóttir sem hefur leigt hjá Félagsbústöðum undanfarin misseri segir heimilislæknir hennar hafi grunað að mygla væri í leiguhúsnæðinu hennar þegar sýking lét ekki undan eftir fjölmarga sýklalyfjakúra. „Heilsan versnaði og ég fór að sjá einkenni á börnunum mínum. Ég fór að hitta fólk sem hafði þekkt til þessara íbúða og sem sagði að þar hefði verið rosalega mikil mygla. Ég prófa að fara út úr íbúðinni í viku eða tvær og fann mikinn mun á mér og versnað iþegar ég kom heim,“ segir Vigdís. Vigdís segir að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá aðstoð frá Félagsbústöðum hafi engin svör borist mánuðum saman. „Ég var stanslaust að ýta, hverja einustu viku, stundum daglega og sendi póst en fékk engin svör,“ segir hún. Vigdís fékk loks að skipta um íbúð en er undrandi á hversu langan tíma það tók. „Ég er hissa á þessu öllu saman. Þú kemur inn í Félagsbústaði oft með erfiða reynslu að baki og þá er svo mikilvægt að lenda ekki í heilsuspillandi húsnæði,“ segir hún. Hún segir marga lýsa svipuðum aðstæðum og viðbrögðum hjá Félagsbústöðum. „Það er framkoman og sein svör og viðbrögð og almennt sinnuleysi virðist vera,“ segir Vigdís að lokum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar staðfesti Heiða Björg Hilmisdóttir stjórnarmaður hjá Félagsbústöðum að framkvæmdastjóri fyrirtækisins væri hættur. Það hefðir verið sameiginleg niðurstaða nýrrar stjórnar fyrirtækisins og hans. Von sé á yfirlýsingu vegna málsins á morgun. Fram kom hjá Kolbrúnu Baldursdóttur borgarfulltrúa hjá Flokki fólksins að sér hefði borist fjölmargar kvartanir vegna Félagsbústaða sem snéru að hegðun starfsfólks og lélegu viðhaldi. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Ung kona sem rekur veikindi til myglu í húsnæði á vegum Félagsbústaða segist hafa fengið lítil sem engin viðbrögð þaðan þrátt fyrir vikulegar kvartanir mánuðum saman. Hún segir marga í svipuðum sporum. Vigdís Erla Rafnsdóttir sem hefur leigt hjá Félagsbústöðum undanfarin misseri segir heimilislæknir hennar hafi grunað að mygla væri í leiguhúsnæðinu hennar þegar sýking lét ekki undan eftir fjölmarga sýklalyfjakúra. „Heilsan versnaði og ég fór að sjá einkenni á börnunum mínum. Ég fór að hitta fólk sem hafði þekkt til þessara íbúða og sem sagði að þar hefði verið rosalega mikil mygla. Ég prófa að fara út úr íbúðinni í viku eða tvær og fann mikinn mun á mér og versnað iþegar ég kom heim,“ segir Vigdís. Vigdís segir að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá aðstoð frá Félagsbústöðum hafi engin svör borist mánuðum saman. „Ég var stanslaust að ýta, hverja einustu viku, stundum daglega og sendi póst en fékk engin svör,“ segir hún. Vigdís fékk loks að skipta um íbúð en er undrandi á hversu langan tíma það tók. „Ég er hissa á þessu öllu saman. Þú kemur inn í Félagsbústaði oft með erfiða reynslu að baki og þá er svo mikilvægt að lenda ekki í heilsuspillandi húsnæði,“ segir hún. Hún segir marga lýsa svipuðum aðstæðum og viðbrögðum hjá Félagsbústöðum. „Það er framkoman og sein svör og viðbrögð og almennt sinnuleysi virðist vera,“ segir Vigdís að lokum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar staðfesti Heiða Björg Hilmisdóttir stjórnarmaður hjá Félagsbústöðum að framkvæmdastjóri fyrirtækisins væri hættur. Það hefðir verið sameiginleg niðurstaða nýrrar stjórnar fyrirtækisins og hans. Von sé á yfirlýsingu vegna málsins á morgun. Fram kom hjá Kolbrúnu Baldursdóttur borgarfulltrúa hjá Flokki fólksins að sér hefði borist fjölmargar kvartanir vegna Félagsbústaða sem snéru að hegðun starfsfólks og lélegu viðhaldi.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira