Segist ekki hafa fengið viðbrögð frá Félagsbústöðum mánuðum saman þrátt fyrir veikindi af völdum húsnæðis Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. október 2018 21:15 Ung kona sem rekur veikindi til myglu í húsnæði á vegum Félagsbústaða segist hafa fengið lítil sem engin viðbrögð þaðan þrátt fyrir vikulegar kvartanir mánuðum saman. Hún segir marga í svipuðum sporum. Vigdís Erla Rafnsdóttir sem hefur leigt hjá Félagsbústöðum undanfarin misseri segir heimilislæknir hennar hafi grunað að mygla væri í leiguhúsnæðinu hennar þegar sýking lét ekki undan eftir fjölmarga sýklalyfjakúra. „Heilsan versnaði og ég fór að sjá einkenni á börnunum mínum. Ég fór að hitta fólk sem hafði þekkt til þessara íbúða og sem sagði að þar hefði verið rosalega mikil mygla. Ég prófa að fara út úr íbúðinni í viku eða tvær og fann mikinn mun á mér og versnað iþegar ég kom heim,“ segir Vigdís. Vigdís segir að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá aðstoð frá Félagsbústöðum hafi engin svör borist mánuðum saman. „Ég var stanslaust að ýta, hverja einustu viku, stundum daglega og sendi póst en fékk engin svör,“ segir hún. Vigdís fékk loks að skipta um íbúð en er undrandi á hversu langan tíma það tók. „Ég er hissa á þessu öllu saman. Þú kemur inn í Félagsbústaði oft með erfiða reynslu að baki og þá er svo mikilvægt að lenda ekki í heilsuspillandi húsnæði,“ segir hún. Hún segir marga lýsa svipuðum aðstæðum og viðbrögðum hjá Félagsbústöðum. „Það er framkoman og sein svör og viðbrögð og almennt sinnuleysi virðist vera,“ segir Vigdís að lokum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar staðfesti Heiða Björg Hilmisdóttir stjórnarmaður hjá Félagsbústöðum að framkvæmdastjóri fyrirtækisins væri hættur. Það hefðir verið sameiginleg niðurstaða nýrrar stjórnar fyrirtækisins og hans. Von sé á yfirlýsingu vegna málsins á morgun. Fram kom hjá Kolbrúnu Baldursdóttur borgarfulltrúa hjá Flokki fólksins að sér hefði borist fjölmargar kvartanir vegna Félagsbústaða sem snéru að hegðun starfsfólks og lélegu viðhaldi. Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Ung kona sem rekur veikindi til myglu í húsnæði á vegum Félagsbústaða segist hafa fengið lítil sem engin viðbrögð þaðan þrátt fyrir vikulegar kvartanir mánuðum saman. Hún segir marga í svipuðum sporum. Vigdís Erla Rafnsdóttir sem hefur leigt hjá Félagsbústöðum undanfarin misseri segir heimilislæknir hennar hafi grunað að mygla væri í leiguhúsnæðinu hennar þegar sýking lét ekki undan eftir fjölmarga sýklalyfjakúra. „Heilsan versnaði og ég fór að sjá einkenni á börnunum mínum. Ég fór að hitta fólk sem hafði þekkt til þessara íbúða og sem sagði að þar hefði verið rosalega mikil mygla. Ég prófa að fara út úr íbúðinni í viku eða tvær og fann mikinn mun á mér og versnað iþegar ég kom heim,“ segir Vigdís. Vigdís segir að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá aðstoð frá Félagsbústöðum hafi engin svör borist mánuðum saman. „Ég var stanslaust að ýta, hverja einustu viku, stundum daglega og sendi póst en fékk engin svör,“ segir hún. Vigdís fékk loks að skipta um íbúð en er undrandi á hversu langan tíma það tók. „Ég er hissa á þessu öllu saman. Þú kemur inn í Félagsbústaði oft með erfiða reynslu að baki og þá er svo mikilvægt að lenda ekki í heilsuspillandi húsnæði,“ segir hún. Hún segir marga lýsa svipuðum aðstæðum og viðbrögðum hjá Félagsbústöðum. „Það er framkoman og sein svör og viðbrögð og almennt sinnuleysi virðist vera,“ segir Vigdís að lokum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar staðfesti Heiða Björg Hilmisdóttir stjórnarmaður hjá Félagsbústöðum að framkvæmdastjóri fyrirtækisins væri hættur. Það hefðir verið sameiginleg niðurstaða nýrrar stjórnar fyrirtækisins og hans. Von sé á yfirlýsingu vegna málsins á morgun. Fram kom hjá Kolbrúnu Baldursdóttur borgarfulltrúa hjá Flokki fólksins að sér hefði borist fjölmargar kvartanir vegna Félagsbústaða sem snéru að hegðun starfsfólks og lélegu viðhaldi.
Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira