Bíó og sjónvarp

Hera Hilmars landar hlutverki í nýrri þáttaröð frá Apple

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hera Hilmarsdóttir gerir það gott í sjónvarps- og kvikmyndabransanum erlendis.
Hera Hilmarsdóttir gerir það gott í sjónvarps- og kvikmyndabransanum erlendis. fréttablaðið/stefán
Leikkonan Hera Hilmarsdóttir mun fara með eitt af hlutverkunum í nýrri þáttaröð sem Apple mun framleiða og heitir See. Frá þessu er greint á vefnum Deadline.

Í frétt Deadline kemur fram að Steven Knight, höfundur þáttanna Peaky Blinders, skrifi See og að Francis Lawrence, sem meðal annars leikstýrði fyrstu tveimur myndunum um Hungurleikana, leikstýri þáttunum.

 

Þættirnir gerast í framtíðinni og mun Hera fara með hlutverk konu sem heitir Maghra og er í frétt Deadline lýst sem ákveðinni móður. Með önnur hlutverk fara þau Jason Momoa, Christian Camargo, Sylvia Hoeks, Alfre Woodard, Yadira Guevara-Prip, Nesta Coope og Archie Madekwe.

Hera mun næst sjást á hvíta tjaldinu í aðalhlutverki í myndinni Mortal Engines sem framleidd er af Peter Jackson. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×