Innlent

Lögreglan varar við „inniveðri“ á morgun

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þónokkru hvassviðri er spáð um land allt á morgun og hefur lögreglan hvatt fólk til þess að halda sig inni.
Þónokkru hvassviðri er spáð um land allt á morgun og hefur lögreglan hvatt fólk til þess að halda sig inni. Vísir/Stefán
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í kvöld færslu á Facebook-síðu sinni þar sem fólk er minnt á að ganga vel frá lausum munum en veðurspáin fyrir morgundaginn er ekki góð.

Þá mælist lögreglan til þess að vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum kanni aðstæður vel áður en lagt er af stað. Færslan endar með þeim orðum að á morgun verði „inniveður.“

Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun um land allt sökum hvassviðris eða storms. Viðvörunin tekur gildi á laugardagsmorgni og gildir í um það bil einn sólarhring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×