Samskip neita vitneskju um starfsfólk án atvinnuleyfis Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2018 19:05 Erlendur starfsmaður starfsmannaleigu sagðist hafa unnið með hælisleitendum á athafnasvæði Samskipa í fyrra. Þeir hafi unnið fyrir þúsund krónur á tímann. Vísir/Stefán Forsvarsmenn Samskipa hafna því að þeir hafi haft vitneskju um að starfsmannaleiga sem fyrirtækið átti í viðskiptum við í fyrra hafi nýtt sér starfsfólk sem hafði ekki atvinnuleyfi á Íslandi. Fyrirtækið segir að verklagi þess hafi verið breytt frá því í fyrra. Fullyrt var að brotið væri á þúsundum erlenda verkamanna sem starfa á íslenskum vinnumarkaði í fréttaskýringarþættinum Kveik á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Einn viðmælandi þáttarins sem starfaði fyrir starfsmannaleigur, þar á meðal Staff.is, staðhæfði að hælisleitendur hafi unnið ólöglega á athafnasvæði Samskipa. Sagðist hann viss um að stjórnendur Samskipa hafi vitað af stöðu starfsmannanna. Vitnað var í skriflegt svar Samskipa í þættinum. Fyrirtækið sagðist ekki hafa upplýsingar um að hælisleitendur hefðu starfað á athafnasvæði þess og að það hefði enga ástæðu til að ætla það. „Við eigum hins vegar enga lista yfir nöfn þeirra starfsmanna sem komu frá umræddri starfsmannaleigu,“ sagði í svari Samskipa. Eigandi Staff.is neitaði því að hafa nýtt sér vinnuafl hælisleitenda eða fólks án gildra atvinnuleyfa eða að hafa greitt laun undir kjarasamningum.Segjast ekki geta sannreynt fullyrðingarnar Samskip sendu frá sér árettingu undir kvöld þar sem kom fram að verkalagi hafi verið breytt frá því í fyrra. Fyrirtækið hafi ekki tök á að sannreyna fullyrðingar í þættinum um að starfsmannaleigan hafi nýtt sér starfskrafta fólks sem hafði ekki atvinnuleyfi hér á landi. „Samskip og stjórnendur fyrirtækisins hafna því alfarið að hafa haft vitneskju um slíkt athæfi,“ segir í yfirlýsingunni. Fyrirtækið hafi hætt viðskiptum við Staff.is í fyrra. Komi í ljós brotalamir á starfsemi starfsmannaleiga sem Samskip hafa átt í viðskiptum við verði þau mál könnuð og á þeim tekið með viðeigandi hætti til samræmis við keðjuábyrgð fyrirtækisins. Samskip segjast leggja áherslu á að ekki sé gert upp á milli starfsmanna eftir kyni eða þjóðerni og að starfsmaður sem ráðinn er með aðstoð starfsmannaleigu njóti sömu kjara og þeir sem kynnu að vera ráðnir eftir öðrum leiðum. Brjóti starfsmannaleiga á réttindum starfsmanna eða önnur lög og reglur þá jafngildi það broti á samningum við Samskip og þeim sé þá rift. „Samskip hafa nýtt sér þjónustu starfsmannaleiga vegna tímabundinna verkefna á álagstímum í starfseminni. Samskip leggja sig fram um að vera góður og eftirsóknarverður vinnustaður. Það segir sína sögu að fjölmörg dæmi eru um að starfsfólk sem fyrst hefur komið til starfa í gegn um starfsmannaleigu hafi síðar fengið fulla ráðningu hjá fyrirtækinu,“ segir í yfirlýsingunni. Hælisleitendur Kjaramál Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Meðferðin á Sana Shah til rannsóknar hjá lögreglu Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, segir að rannsókn standi yfir á máli Pakistanans Sana Shah vegna gruns um að hann hafi verði fórnarlamb mansals. Þetta staðfestir Karl Steinar í samtali við fréttastofu. 3. október 2018 16:30 Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Forsvarsmenn Samskipa hafna því að þeir hafi haft vitneskju um að starfsmannaleiga sem fyrirtækið átti í viðskiptum við í fyrra hafi nýtt sér starfsfólk sem hafði ekki atvinnuleyfi á Íslandi. Fyrirtækið segir að verklagi þess hafi verið breytt frá því í fyrra. Fullyrt var að brotið væri á þúsundum erlenda verkamanna sem starfa á íslenskum vinnumarkaði í fréttaskýringarþættinum Kveik á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Einn viðmælandi þáttarins sem starfaði fyrir starfsmannaleigur, þar á meðal Staff.is, staðhæfði að hælisleitendur hafi unnið ólöglega á athafnasvæði Samskipa. Sagðist hann viss um að stjórnendur Samskipa hafi vitað af stöðu starfsmannanna. Vitnað var í skriflegt svar Samskipa í þættinum. Fyrirtækið sagðist ekki hafa upplýsingar um að hælisleitendur hefðu starfað á athafnasvæði þess og að það hefði enga ástæðu til að ætla það. „Við eigum hins vegar enga lista yfir nöfn þeirra starfsmanna sem komu frá umræddri starfsmannaleigu,“ sagði í svari Samskipa. Eigandi Staff.is neitaði því að hafa nýtt sér vinnuafl hælisleitenda eða fólks án gildra atvinnuleyfa eða að hafa greitt laun undir kjarasamningum.Segjast ekki geta sannreynt fullyrðingarnar Samskip sendu frá sér árettingu undir kvöld þar sem kom fram að verkalagi hafi verið breytt frá því í fyrra. Fyrirtækið hafi ekki tök á að sannreyna fullyrðingar í þættinum um að starfsmannaleigan hafi nýtt sér starfskrafta fólks sem hafði ekki atvinnuleyfi hér á landi. „Samskip og stjórnendur fyrirtækisins hafna því alfarið að hafa haft vitneskju um slíkt athæfi,“ segir í yfirlýsingunni. Fyrirtækið hafi hætt viðskiptum við Staff.is í fyrra. Komi í ljós brotalamir á starfsemi starfsmannaleiga sem Samskip hafa átt í viðskiptum við verði þau mál könnuð og á þeim tekið með viðeigandi hætti til samræmis við keðjuábyrgð fyrirtækisins. Samskip segjast leggja áherslu á að ekki sé gert upp á milli starfsmanna eftir kyni eða þjóðerni og að starfsmaður sem ráðinn er með aðstoð starfsmannaleigu njóti sömu kjara og þeir sem kynnu að vera ráðnir eftir öðrum leiðum. Brjóti starfsmannaleiga á réttindum starfsmanna eða önnur lög og reglur þá jafngildi það broti á samningum við Samskip og þeim sé þá rift. „Samskip hafa nýtt sér þjónustu starfsmannaleiga vegna tímabundinna verkefna á álagstímum í starfseminni. Samskip leggja sig fram um að vera góður og eftirsóknarverður vinnustaður. Það segir sína sögu að fjölmörg dæmi eru um að starfsfólk sem fyrst hefur komið til starfa í gegn um starfsmannaleigu hafi síðar fengið fulla ráðningu hjá fyrirtækinu,“ segir í yfirlýsingunni.
Hælisleitendur Kjaramál Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Meðferðin á Sana Shah til rannsóknar hjá lögreglu Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, segir að rannsókn standi yfir á máli Pakistanans Sana Shah vegna gruns um að hann hafi verði fórnarlamb mansals. Þetta staðfestir Karl Steinar í samtali við fréttastofu. 3. október 2018 16:30 Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22
Meðferðin á Sana Shah til rannsóknar hjá lögreglu Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, segir að rannsókn standi yfir á máli Pakistanans Sana Shah vegna gruns um að hann hafi verði fórnarlamb mansals. Þetta staðfestir Karl Steinar í samtali við fréttastofu. 3. október 2018 16:30
Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent