Lífið

Tíu þúsund manns í biðröð þegar miðasalan hófst á aukatónleikana

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ed Sheeran fer á sviðið á Laugardalsvelli þann 10. og 11. ágúst á næsta ári.
Ed Sheeran fer á sviðið á Laugardalsvelli þann 10. og 11. ágúst á næsta ári.
Tíu þúsund manns voru í stafrænni biðröð á Tix.is þegar miðasalan hófst á aukatónleika Ed Sheeran klukkan níu en tónleikarnir fara fram á Laugardalsvelli þann 11. ágúst.

Þetta staðfestir Ísleifur Þórhallsson hjá Senu Live og bætir við að fólk streymi inn í biðröð.

Um þrjátíu þúsund miðar seldust á tónleika Bretans þann 10. ágúst og aðeins á tveimur og hálfum tíma.

Í boði eru tæplega 30 þúsund miðar – um 10 þúsund í sæti og 20 í stæði á aukatónleikana.

Í boði eru fjögur verðsvæði:

– Standandi: 15.990 kr

– Sitjandi C: 19.990 kr

– Sitjandi B: 24.990 kr

– Sitjandi A: 29.990 kr.

Ef Ed Sheeran selur alla miðana á aukatónleikana munu um 60 þúsund Íslendingar fara á tónleikana með kappanum. Það gerir um átján prósent þjóðarinnar. Blaðamaður fór í stafræna biðröð klukkan níu og þá var biðröðin yfir klukkustund að komast í miðasölukerfið sjálft.

Þess má geta að þegar miðasalan á tónleika Justin Bieber hér á landi hófst voru 6500 manns í stafrænni biðröð. Hann hélt tvenna tónleika í Kórnum og mættu 38 þúsund manns á þá. 


Tengdar fréttir

Sheeran hvergi bókaður daginn eftir tónleikana

Ísleifur Þórhallsson hjá Senu Live sagði í viðtali á Bylgjunni í dag vera í samskiptum við fólkið í kringum Ed Sheeran varðandi mögulega aukatónleika. Söngvarinn er hvergi bókaður daginn eftir tónleika hans á Laugardalsvelli.

Uppselt á Ed Sheeran

Ed Sheeran tónleikarnir sem fara fram 10. ágúst 2019 á Laugardalsvelli seldust upp með hraði í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×