Innlent

Gul viðvörun á Hellisheiði og Mosfellsheiði síðdegis í dag

Útlit er fyrir talsverðri snjókomu og hvössum vindi á Hellisheiði og Mosfellsheiði. Myndin er úr safni.
Útlit er fyrir talsverðri snjókomu og hvössum vindi á Hellisheiði og Mosfellsheiði. Myndin er úr safni. Vísir/Anton Brink
Vegagerðin sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem fram kom að á Hellisheiði og Mosfellsheiði er útlit fyrir talsverðri snjókomu og hvössum vindi allt að 18 m/s frá því upp úr kl. 13 og til 17. Gul viðvörun hefur verið gefin út á svæðinu vegna þessa.

Þá segir einnig í tilkynningunni að talsverðrar hálku gæti á öllum landshlutum. Auk þess er bent á það að hálendisvegir séu víða orðnir ófærir og eru vegfarendur sérstaklega beðnir um að hafa það hugfast áður en haldið er inn á hálendið.

Samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar er útlit fyrir hægt veður og léttskýjað í fyrri hluta dagsins, en síðan vaxandi suðaustanátt og þykknar upp, 13-20 m/s og slydda eða rigning, en einhverju úrkomuminna og hægara á Norðausturlandi. Þá snýst veðrið í suðvestanátt 8-15 m/s í kvöld, með skúrum, fyrst á Suðvesturhorni landsins.

Veðurspá Veðurstofunnar fyrir alla vikuna má sjá hér að neðan, en hún var sótt af vedur.is.

Á mánudag:

Norðaustan 8-13 m/s á Vestfjörðum og með N-ströndinni, annars hægari. Víða él eða slydduél um N-vert landið, en skúrir sunnan heiða, síst SA-til. Hiti 1 til 6 stig, en vægt frost í innsveitum.

Á þriðjudag:

Austlæg átt, víða 5-10 m/s og slydda eða rigning öðru hverju. Hiti 0 til 5 stig.

Á miðvikudag:

Snýst í suðvestlæga átt og léttir til NA-til, en rigning með köflum annars staðar og hlýnar heldur.

Á fimmtudag:

Gengur í stífa norðaustlæga átt með rigningu um allt land. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast SA-lands.

Á föstudag:

Útlit fyrir suðaustlæga átt og rigningu, en úrkomuminna fyrir norðan. Hiti breytist lítið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.