Innlent

Búið að opna Hellisheiði á ný

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Búið er að loka hellisheiði til beggja átta.
Búið er að loka hellisheiði til beggja átta. VÍSIR/GVA
Hellisheiði hefur verið lokað í báðar áttir, við Þrengslaafleggjara annars vegar og Hveragerði hins vegar. Þessar upplýsingar fékk fréttastofa hjá Vegagerðinni. Ekki er víst hvenær opnað verður fyrir umferð á heiðinni aftur. 

Samkvæmt heimildum Vísis hafði verið eitthvað um umferðaróhöpp á heiðinni og því var ákveðið að loka henni í báðar áttir. Í samtali við fréttastofu gat lögreglan á svæðinu staðfest það en sagði óhöppin öll vera minniháttar og að ekki væri um slys á fólki að ræða.

Samkvæmt Vegagerðinni var talsvert um ferðamenn á illa búnum bifreiðum uppi á heiðinni en nokkurrar hálku gætir á svæðinu. Þess vegna hafi verið tekin ákvörðun um að loka heiðinni.

Uppflrt klukkan 17:45: Hellisheiði hefur verið opnuð á ný. 


Tengdar fréttir

Gul viðvörun á Hellisheiði og Mosfellsheiði síðdegis í dag

Vegagerðin sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem fram kom að á Hellisheiði og Mosfellsheiði er útlit fyrir talsverðri snjókomu og hvössum vindi allt að 18 m/s frá því upp úr kl. 13 og til 17. Gul viðvörun hefur verið gefin út á svæðinu vegna þessa.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.