Engar íbúðarhæfar íbúðir á lausu hjá Félagsbústöðum í lok ágúst Sylvía Hall skrifar 7. október 2018 10:07 Kolbrún Baldursdóttir furðar sig á því hve margar íbúðir eru í standsetningarferli þegar margir búa í mygluðum íbúðum. Vísir/Vilhelm Níutíu íbúðir voru í standsetningu í lok ágústmánaðar hjá Félagsbústöðum og engar íbúðarhæfar íbúðir á lausu hjá félaginu. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins, lagði fram fyrirspurn um hreyfingu á íbúðum Félagsbústaða og var þetta meðal þess sem kom fram í svari félagsins. Í fyrirspurninni óskaði Kolbrún eftir svörum varðandi fjölda íbúða sem losnuðu hjá félaginu á síðasta ári og ástæður þess, hve langur tími liði frá því að nýr leigjandi tæki við íbúð og hve margar íbúðir væru lausar hjá félaginu í ágúst og september. Í svari Félagsbústaða segir að 270 íbúðir komu til úthlutunar hjá félaginu á síðasta ári að milliflutningum meðtöldum, 173 almennar íbúðir, 60 þjónustuíbúðir aldraðra og 37 sértæk búsetuúrræði. Þá kom einnig fram að um 40% þeirra sem flytja úr íbúðum Félagsbústaða fara á almennan markað, 20% flytja í aðra íbúð á vegum félagsins og 10% fara annað eða eru bornir út úr íbúðum sínum. Furðar sig á fjölda íbúða í standsetningu þegar margir fá ekki viðgerðir Eftir að íbúðir losna eru þær standsettar að nýju og tekur standsetningarferlið að jafnaði 1-3 mánuði að sögn Félagsbústaða. Líkt og áður sagði voru um níutíu íbúðir í því ferli undir lok ágústmánaðar en að jafnaði eru þær íbúðir sem eru í standsetningarferli um sjötíu talsins hverju sinni. Þær voru því töluvert fleiri í ágúst. Þá furðaði Kolbrún sig á þessum svörum og segir þetta skjóta skökku við í ljósi þess að hún hafi heimildir fyrir því að fólk sé látið búa í mygluðum íbúðum og fái ekki fullnægjandi viðgerðir. Hún segir marga hafa neyðst til þess að fara í dómsmál vegna slíkra mála. Kolbrún hefur lagt fram fyrirspurnir varðandi svör félagsbústaða og óskar eftir svörum hvers lags viðgerðir fari fram á þessum íbúðum og hve lengi þær munu standa yfir. Borgarstjórn Stjórnsýsla Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Sjá meira
Níutíu íbúðir voru í standsetningu í lok ágústmánaðar hjá Félagsbústöðum og engar íbúðarhæfar íbúðir á lausu hjá félaginu. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins, lagði fram fyrirspurn um hreyfingu á íbúðum Félagsbústaða og var þetta meðal þess sem kom fram í svari félagsins. Í fyrirspurninni óskaði Kolbrún eftir svörum varðandi fjölda íbúða sem losnuðu hjá félaginu á síðasta ári og ástæður þess, hve langur tími liði frá því að nýr leigjandi tæki við íbúð og hve margar íbúðir væru lausar hjá félaginu í ágúst og september. Í svari Félagsbústaða segir að 270 íbúðir komu til úthlutunar hjá félaginu á síðasta ári að milliflutningum meðtöldum, 173 almennar íbúðir, 60 þjónustuíbúðir aldraðra og 37 sértæk búsetuúrræði. Þá kom einnig fram að um 40% þeirra sem flytja úr íbúðum Félagsbústaða fara á almennan markað, 20% flytja í aðra íbúð á vegum félagsins og 10% fara annað eða eru bornir út úr íbúðum sínum. Furðar sig á fjölda íbúða í standsetningu þegar margir fá ekki viðgerðir Eftir að íbúðir losna eru þær standsettar að nýju og tekur standsetningarferlið að jafnaði 1-3 mánuði að sögn Félagsbústaða. Líkt og áður sagði voru um níutíu íbúðir í því ferli undir lok ágústmánaðar en að jafnaði eru þær íbúðir sem eru í standsetningarferli um sjötíu talsins hverju sinni. Þær voru því töluvert fleiri í ágúst. Þá furðaði Kolbrún sig á þessum svörum og segir þetta skjóta skökku við í ljósi þess að hún hafi heimildir fyrir því að fólk sé látið búa í mygluðum íbúðum og fái ekki fullnægjandi viðgerðir. Hún segir marga hafa neyðst til þess að fara í dómsmál vegna slíkra mála. Kolbrún hefur lagt fram fyrirspurnir varðandi svör félagsbústaða og óskar eftir svörum hvers lags viðgerðir fari fram á þessum íbúðum og hve lengi þær munu standa yfir.
Borgarstjórn Stjórnsýsla Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Sjá meira