Aftur í gæsluvarðhald grunuð um mjög alvarleg brot gegn dætrum sínum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2018 16:28 Landsréttur. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð þess efnis að kona, sem ásamt eiginmanni hennar, er grunuð er um mjög alvarleg brot gegn tveimur dætrum þeirra, skuli vera aftur hneppt í gæsluvarðhald. Konan sat í gæsluvarðhaldi um skamma hríð fyrr í sumar vegna málsins. Rannsókn málsins hófst þegar önnur dóttirin kom á lögreglustöð í júlí og lagði fram kæru á hendur móður sinni og stjúpföður. Voru þau bæði hneppt í gæsluvarðhald og hefur maðurinn setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í málinu þar sem þau eru ákærð fyrir kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa nauðgað dóttur þeirra, beitt hana ofbeldi og tekið upp hreyfi- og ljósmyndir af brotunum. Er þeim einnig gefið að hafa framið þessi brot að hinni dóttur þeirra viðstaddri. Meðal gagna í málinu eru myndbandsupptökur og segir í greinargerð héraðssaksóknara að á þeim megi bæði sjá og heyra að þáttur konunnar í brotunum sé mikill og að hún sé aðalmaður í brotum eiginmanns hennar, þar sem hún taki virkan þátt í brotum gegn stúlkunni.Valdi hneykslun í samfélaginu ef hjónin gangi laus Konan var yfirheyrð þann 11. júlí þar sem hún játaði að hafa brotið gegn dóttur sinni. Hún gerði hins vegar lítið úr sínum hlut og bar því við að hafa hafa verið mjög ölvuð. Telur héraðssaksóknari að með hliðsjón af játningu hennar og myndbandsupptökunum að sterkur grunur leiki á um að konan hafi framið þau brot sem hún hefur verið ákærð fyrir. „Ákæruvaldið telji að ef sakborningur, sem orðið hafi uppvís að jafn alvarlegum brotum og ákærðu eru gefin að sök og hún hafi þegar játað að hluta, gangi laus áður en máli ljúki með dómi, þá valdi það hneykslun í samfélaginu og særi réttarvitund almennings,“ segir í greinargerð héraðssaksóknara. Tók Landsréttur undir þetta og staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness. Þarf konan því að sitja í gæsluvarðhaldi til 31. október. Þá hefur Landsréttur einnig staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir eiginmanni hennar, einnig til 31. október. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Grunuð um gróf kynferðisbrot á börnum Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um gróf kynferðisbrot á börnum. 24. ágúst 2018 18:39 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð þess efnis að kona, sem ásamt eiginmanni hennar, er grunuð er um mjög alvarleg brot gegn tveimur dætrum þeirra, skuli vera aftur hneppt í gæsluvarðhald. Konan sat í gæsluvarðhaldi um skamma hríð fyrr í sumar vegna málsins. Rannsókn málsins hófst þegar önnur dóttirin kom á lögreglustöð í júlí og lagði fram kæru á hendur móður sinni og stjúpföður. Voru þau bæði hneppt í gæsluvarðhald og hefur maðurinn setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í málinu þar sem þau eru ákærð fyrir kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa nauðgað dóttur þeirra, beitt hana ofbeldi og tekið upp hreyfi- og ljósmyndir af brotunum. Er þeim einnig gefið að hafa framið þessi brot að hinni dóttur þeirra viðstaddri. Meðal gagna í málinu eru myndbandsupptökur og segir í greinargerð héraðssaksóknara að á þeim megi bæði sjá og heyra að þáttur konunnar í brotunum sé mikill og að hún sé aðalmaður í brotum eiginmanns hennar, þar sem hún taki virkan þátt í brotum gegn stúlkunni.Valdi hneykslun í samfélaginu ef hjónin gangi laus Konan var yfirheyrð þann 11. júlí þar sem hún játaði að hafa brotið gegn dóttur sinni. Hún gerði hins vegar lítið úr sínum hlut og bar því við að hafa hafa verið mjög ölvuð. Telur héraðssaksóknari að með hliðsjón af játningu hennar og myndbandsupptökunum að sterkur grunur leiki á um að konan hafi framið þau brot sem hún hefur verið ákærð fyrir. „Ákæruvaldið telji að ef sakborningur, sem orðið hafi uppvís að jafn alvarlegum brotum og ákærðu eru gefin að sök og hún hafi þegar játað að hluta, gangi laus áður en máli ljúki með dómi, þá valdi það hneykslun í samfélaginu og særi réttarvitund almennings,“ segir í greinargerð héraðssaksóknara. Tók Landsréttur undir þetta og staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness. Þarf konan því að sitja í gæsluvarðhaldi til 31. október. Þá hefur Landsréttur einnig staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir eiginmanni hennar, einnig til 31. október.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Grunuð um gróf kynferðisbrot á börnum Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um gróf kynferðisbrot á börnum. 24. ágúst 2018 18:39 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Sjá meira
Grunuð um gróf kynferðisbrot á börnum Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um gróf kynferðisbrot á börnum. 24. ágúst 2018 18:39