Lífið

Íslenska Twittersamfélagið sagði sama brandarann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frá Mathöllinni við Hlemm.
Frá Mathöllinni við Hlemm. Fréttablaðið/Eyþór
Eftir að fréttir bárust frá því í gær að sérstök Mathöll myndi opna í Kringlunni á næstunni virtust íslenskir tístarar margir hverjir uppgötva sama brandarann sem tengdist matartorgi af þessari tegund.

Mathallirnar eru heldur betur að spretta upp eins og gorkúlur um höfuðborgina og þykir það spaugilegt að mati margra.

Fyrirhugað er að veitingasvæði Kringlunnar, hið svokallaða Stjörnutorg, muni í náinni framtíð fá andlitslyftingu. Framkvæmdir standa nú yfir í vesturhorni torgsins, sem áður hýsti NK Café, en þar stendur til að standsetja rými fyrir fjölda lítilla matsölustaða - það sem í dag er kallað mathöll. Stefnan sé sett á að opna rýmið í febrúar eða mars á næsta ári.

Hér að neðan má sjá valin tíst þar sem orðið Mathöll kemur við sögu í spaugilegu samhengi. Hér má sjá öll tíst sem innihalda orðið Mathöll.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×