Mathallirnar eru heldur betur að spretta upp eins og gorkúlur um höfuðborgina og þykir það spaugilegt að mati margra.
Fyrirhugað er að veitingasvæði Kringlunnar, hið svokallaða Stjörnutorg, muni í náinni framtíð fá andlitslyftingu. Framkvæmdir standa nú yfir í vesturhorni torgsins, sem áður hýsti NK Café, en þar stendur til að standsetja rými fyrir fjölda lítilla matsölustaða - það sem í dag er kallað mathöll. Stefnan sé sett á að opna rýmið í febrúar eða mars á næsta ári.
Hér að neðan má sjá valin tíst þar sem orðið Mathöll kemur við sögu í spaugilegu samhengi. Hér má sjá öll tíst sem innihalda orðið Mathöll.
Íbúðin skiptist í þrjú rúmgóð svefnherbergi, fallegt baðherbergi, stóra stofu og þar sem eldhúsið er núna opnar glæsileg mathöll á næsta ári.
— Atli Fannar (@atlifannar) October 8, 2018
Hlemmur mathöll
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) October 8, 2018
Grandi mathöll
Kringlan mathöll
Höfði mathöll
Sýslumaðurinn í Kópavogi mathöll
Klósettið í Laugarásbíó mathöll
Mathöll mathöll
Mathöll mathöll mathöll
Mathöööööööönnnnggghhhh
Hagavagninn mathöll opnar real soon
— Emmsjé (@emmsjegauti) October 9, 2018
Þú færð mathöll- og þú færð mathöll! Og þú færð Mathöll! pic.twitter.com/3IVdBrxgRe
— Ásta Sigrún (@astasigrun) October 8, 2018
Vorum að setja í sölu Mathallar pakkannn fyrir þá örfáu sem eiga eftir að opna mathöll.
— Eldum rétt (@EldumRett) October 8, 2018
Pantaðu fyrir miðnætti á miðvikudaginn
Með þessu áframhaldi verður farið að kalla eldhús einstæðings sem kann ekki að sjóða egg mathöllhttps://t.co/oHIOyijhZD
— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) October 8, 2018
Skemmtilegt frá því að segja að eldhúsið í Skipasundi 85 er nú í þeim farvegi að verða mathöll! Mjög exklúsíf mathöll. https://t.co/OKptiJwBOA
— Aðalsteinn (@adalsteinnk) October 8, 2018
Álfheimar Mathöll. Scandinavian/american fusion. Vegan options. Opening soon. pic.twitter.com/u7aCFvhT61
— Eydís Blöndal (@eydisblondal) October 8, 2018
Mathöll
— Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) October 9, 2018
Mat öll
Mad öll
Ma'tröll
-Helgi Seljan
Ísland Mathöll. pic.twitter.com/OYSgUud2gp
— Hjalti Harðar (@hhardarson) October 8, 2018
ég er mín eigin mathöll þarf enga aðra
— karó (@karoxxxx) October 8, 2018
Ég breytti Twitter nafninu mínu í Þorvaldur Mathöll í nokkrar mínútur og veit nú hvernig er að vera Höfðahverfið.
— Thorvaldur (@Valdikaldi) October 9, 2018
Ákveðin "mathöll" er með þennan rétt á matseðli sínum.
— Óli G. (@dvergur) October 8, 2018
Ógirnilegasta uppstilling allra tíma.
pic.twitter.com/F9lLNq6NKE
*eitthvað grín um mathöll*
— Hildur Ragnarsdóttir (@hilrag) October 9, 2018
Veitingahöllin — matarhöll fjölskyldunnar. Oftsinnis stæld, aldrei toppuð. #mathöll #eftirrtéttir pic.twitter.com/JSL5YZOeiB
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) October 8, 2018
Það vantar mathöll í þessa kauphöll!!! pic.twitter.com/jlFqc2GsPS
— JR (@jonrunarr) October 8, 2018
Gleður mig að kynna nýtt nafn - spennandi tímar framundan
— Matthías Mathöll (@maolafsson) October 8, 2018