Innlent

Aðgerðir til eflingar dagforeldraþjónustu: Stofnstyrkur, húsnæði og niðurgreiðsla

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Í dag samþykkti skóla-og frístundaráð Reykjavíkurborgar að ráðast í aðgerðir til að efla dagforeldraþjónustu.
Í dag samþykkti skóla-og frístundaráð Reykjavíkurborgar að ráðast í aðgerðir til að efla dagforeldraþjónustu. Vísir/vilhelm
Skóla-og frístundaráð samþykkti í dag að ráðast í aðgerðir til að efla dagforeldraþjónustu í Reykjavíkurborg. Samþykktin gerir ráð fyrir stofnstyrk, að borgin leggi til húsnæði, auknu eftirliti og fleira.

Meðal þess sem lagt er til í samþykkt ráðsins er að dagforeldrar vinni tveir og tveir saman og að borgin leggi til húsnæði. Þá er lagt til að niðurgreiðslur til dagforeldra í borginni hækki um 15% og veittur verði stofnstyrkur að upphæð 300 þúsund til þeirra en þó með því skilyrði að þeir starfi í að minnsta kosti tólf mánuði.

Ráðið samþykkti að veita námsstyrki dagforeldrum til handa og þá verður faglegur stuðningur við þá aukinn. Innleitt verður  ytra mat á daggæslu  með vísan til gæðaviðmiðunar sem þróuð hefur verið í samvinnu við félög dagforeldra.

Skúli Helgason er formaður skóla-og frístundaráðs.Fréttablaðið/anton brink
Styrkja á ráðgjöf til dagforeldra og auka eftirlit með þeim. Lagt er til að Heilbrigðiseftirlitið veiti starfsleyfi til daggæslu hvort sem um er að ræða dagforeldri, sem er einyrki, eða dagforeldra sem starfa saman.

Ráðið samþykkti það viðmið að daggæsluráðgjafar á þjónustumiðstöðvum fari að lágmarki í tvær heimsóknir á ári til dagforeldra, leiðbeini og veiti ráðgjöf.

Reykjavíkurborg hyggst leita leiða til að verja foreldra fyrir fyrirvaralausri uppsögn dagforeldra.

Aðgerðirnar í þágu eflingar dagforeldraþjónustu taka gildi 1. janúar á næsta ári og er áætlað að heildarkostnaður verði tæp 61 milljón krónur ef frá er talinn húsnæðiskostnaður.


Tengdar fréttir

Skylt verði að dagforeldrar starfi að lágmarki tveir saman

Stærsta sveitarfélag landsins hefur hvatt til þess að reglugerð um dagforeldra verði breytt. Dagforeldrar verði þá minnst tveir saman. Dagmóðir var dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna ofbeldis gegn barni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×