Von á fimm frumvörpum um vernd tjáningarfrelsis og skyld mál Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2018 20:00 Forsætisráðherra boðar fimm frumvörp um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis og fleira því tengt á næstu vikum og mánuðum. Þar verður meðal annars kveðið á um að lögbannsbeiðnir á birtingu fjölmiðla fari fyrir dómstóla en ekki sýslumenn. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag rifjaði Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata upp lögbann Sýslumannsins í Reykjavík á birtingu Stundarinnar á fréttum sem byggðu á gögnum frá Glitni um fjármál þáverandi fjármálaráðherra skömmu fyrir kosningar árið 2016. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur hafi síðan dæmt Stundinni í vil. Frá því Birgitta Jónsdóttir lagði fram þingsályktun um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis árið 2010, bólaði ekkert á frumvörpum þar að lútandi. En í tillögunni hafi meðal annars verið gert ráð fyrir að lögbannsbeiðnir á birtingu fjölmiðla færi ávalt fyrir dómara. „Telur ráðherrann að breyta þurfi lögum kyrrsetningu, lögbann og fleira til að koma í veg fyrir að tjáningarfrelsið á Íslandi bíði aftur þvílíkan skaða og hnekki eins og fyrir téðar alþingiskosningar,“ spurði Helgi Hrafn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði starfshóp í byrjun árs um þessi mál. „Og gaman er að segja háttvirtum þingmanni frá því að hann mun skila af sér fimm frumvörpum í lok þessarar viku og kynna þau þá. Þau verða þá sett inn á samráðsgátt stjórnarráðsins,“ sagði Katrín. Frumvörpin fjalli meðal annars um hýsingaraðila, gagnageymd, ærumeiðingar og stjórnsýslulög varðandi þagnarskyldu og tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna. Þá muni hópurinn skila frumvarpsdrögum á vorþingi um endurskoðun upplýsingalaga og laga um lögbann, en málin heyri undir nokkur ráðuneyti. “Þá er það mín skoðun að þeim þurfi að breyta. Að það sé eðlilegt að lögbann myndi fara beint til dómstóla. Það sé hin eðlilega leið fremur en til sýslumanns og þaðan til dómstóla eins og við höfum séð gerast,” segir Katrín Jakobsdóttir. Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Þurfa ekki að afhenda Glitnisgögn Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að Útgáfufélagi Stundinni og Reykjavik Media beri ekki að afhenda Glitni Holdco gögn úr gamla Glitni um viðskiptavini bankans sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum. 21. mars 2018 16:43 Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 „Ég óska þess innilega að þeir láti staðar numið hér“ Einn ritstjóra Stundarinnar segir aðstandendur miðilsins fagna þeim áfangasigri sem felist í dómi Landsréttar 5. október 2018 16:20 Stundin lagði Glitni í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. 5. október 2018 14:42 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Forsætisráðherra boðar fimm frumvörp um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis og fleira því tengt á næstu vikum og mánuðum. Þar verður meðal annars kveðið á um að lögbannsbeiðnir á birtingu fjölmiðla fari fyrir dómstóla en ekki sýslumenn. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag rifjaði Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata upp lögbann Sýslumannsins í Reykjavík á birtingu Stundarinnar á fréttum sem byggðu á gögnum frá Glitni um fjármál þáverandi fjármálaráðherra skömmu fyrir kosningar árið 2016. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur hafi síðan dæmt Stundinni í vil. Frá því Birgitta Jónsdóttir lagði fram þingsályktun um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis árið 2010, bólaði ekkert á frumvörpum þar að lútandi. En í tillögunni hafi meðal annars verið gert ráð fyrir að lögbannsbeiðnir á birtingu fjölmiðla færi ávalt fyrir dómara. „Telur ráðherrann að breyta þurfi lögum kyrrsetningu, lögbann og fleira til að koma í veg fyrir að tjáningarfrelsið á Íslandi bíði aftur þvílíkan skaða og hnekki eins og fyrir téðar alþingiskosningar,“ spurði Helgi Hrafn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði starfshóp í byrjun árs um þessi mál. „Og gaman er að segja háttvirtum þingmanni frá því að hann mun skila af sér fimm frumvörpum í lok þessarar viku og kynna þau þá. Þau verða þá sett inn á samráðsgátt stjórnarráðsins,“ sagði Katrín. Frumvörpin fjalli meðal annars um hýsingaraðila, gagnageymd, ærumeiðingar og stjórnsýslulög varðandi þagnarskyldu og tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna. Þá muni hópurinn skila frumvarpsdrögum á vorþingi um endurskoðun upplýsingalaga og laga um lögbann, en málin heyri undir nokkur ráðuneyti. “Þá er það mín skoðun að þeim þurfi að breyta. Að það sé eðlilegt að lögbann myndi fara beint til dómstóla. Það sé hin eðlilega leið fremur en til sýslumanns og þaðan til dómstóla eins og við höfum séð gerast,” segir Katrín Jakobsdóttir.
Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Þurfa ekki að afhenda Glitnisgögn Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að Útgáfufélagi Stundinni og Reykjavik Media beri ekki að afhenda Glitni Holdco gögn úr gamla Glitni um viðskiptavini bankans sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum. 21. mars 2018 16:43 Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 „Ég óska þess innilega að þeir láti staðar numið hér“ Einn ritstjóra Stundarinnar segir aðstandendur miðilsins fagna þeim áfangasigri sem felist í dómi Landsréttar 5. október 2018 16:20 Stundin lagði Glitni í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. 5. október 2018 14:42 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Þurfa ekki að afhenda Glitnisgögn Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að Útgáfufélagi Stundinni og Reykjavik Media beri ekki að afhenda Glitni Holdco gögn úr gamla Glitni um viðskiptavini bankans sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum. 21. mars 2018 16:43
Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30
„Ég óska þess innilega að þeir láti staðar numið hér“ Einn ritstjóra Stundarinnar segir aðstandendur miðilsins fagna þeim áfangasigri sem felist í dómi Landsréttar 5. október 2018 16:20
Stundin lagði Glitni í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. 5. október 2018 14:42