Meinað um ferðaþjónustu fatlaðra án skýringa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. september 2018 21:00 Maður sem lamaðist í helmingi líkamans eftir að hafa fengið heilablóðfall hefur ekki rétt á því að nýta ferðaþjónustu fatlaðra. Eiginkona mannsins segist engin skýr svör hafa fengið við því hvers vegna manni hennar er synjað um þjónustuna. Ásmundur Jóhannsson fékk heilablóðfall í ágúst í fyrra. Hann er á áttræðisaldri en var við góða heilsu og enn á vinnumarkaði þegar hann veiktist. Rúna Didriksen, eiginkona Ásmundar vakti athygli á því á Facebook síðu sinni í gær að Ásmundi hafi ítrekað verið synjað um akstursþjónustu. Um daginn hafi hann til að mynda þurft að greiða hátt í 14 þúsund krónur í leigubíl til að sækja jarðarför. „Hann getur ekki verið heima vegna þess að hann þarf það mikla umönnun og eftir að hafa verið á spítölum og á Grensás og á Vífilsstöðum, þá er hann kominn hérna á Hrafnistu,“ segir Rúna. Til að eiga rétt á að nýta ferðaþjónustu fatlaðra þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og bendir fátt til annars en að Ásmundur uppfylli skilyrði. Þeir sem eiga rétt á akstursþjónustu samkvæmt öðrum reglum eiga aftur á móti ekki rétt á þjónustunni né þeir sem hafa fengið styrk til bifreiðakaupa frá Tryggingastofnun. Hjúkrunarheimili útvega akstur ef ferðin tengist heilbrigðisþjónustu en ekki að öðru leyti. Ásmundur og Rúna á góðum degi nokkrum vikum en Ásmundur veiktist.Fengið lítil viðbrögð Aldur hefur ekki áhrif á rétt til notkunar ferðaþjónustu fatlaðra en Rúna kveðst engin skýr svör hafa fengið við því á hvaða forsendum Ásmundi sé synjað. „Það eru ekki gefnar upp neinar forsendur. Það er bara; „nei, við gerum þetta ekki,“ segir Rúna. Hún kveðst hafa vakið athygli borgarfulltrúa á málinu en hafi fengið lítil viðbrögð. „Þetta finnst manni vera mál sem er bara hreint út sagt ótrúlegt. Að maður sem er útsvarsgreiðandi í Reykjavík en með lögheimili heima hjá sér en er búsettur uppi á Hrafnistu, skuli ekki hafa rétt á því að nota þjónustu fatlaðra. Maður spyr sig bara að því hverra hagsmuna er verið að gæta þarna,“ segir Rúna. Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
Maður sem lamaðist í helmingi líkamans eftir að hafa fengið heilablóðfall hefur ekki rétt á því að nýta ferðaþjónustu fatlaðra. Eiginkona mannsins segist engin skýr svör hafa fengið við því hvers vegna manni hennar er synjað um þjónustuna. Ásmundur Jóhannsson fékk heilablóðfall í ágúst í fyrra. Hann er á áttræðisaldri en var við góða heilsu og enn á vinnumarkaði þegar hann veiktist. Rúna Didriksen, eiginkona Ásmundar vakti athygli á því á Facebook síðu sinni í gær að Ásmundi hafi ítrekað verið synjað um akstursþjónustu. Um daginn hafi hann til að mynda þurft að greiða hátt í 14 þúsund krónur í leigubíl til að sækja jarðarför. „Hann getur ekki verið heima vegna þess að hann þarf það mikla umönnun og eftir að hafa verið á spítölum og á Grensás og á Vífilsstöðum, þá er hann kominn hérna á Hrafnistu,“ segir Rúna. Til að eiga rétt á að nýta ferðaþjónustu fatlaðra þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og bendir fátt til annars en að Ásmundur uppfylli skilyrði. Þeir sem eiga rétt á akstursþjónustu samkvæmt öðrum reglum eiga aftur á móti ekki rétt á þjónustunni né þeir sem hafa fengið styrk til bifreiðakaupa frá Tryggingastofnun. Hjúkrunarheimili útvega akstur ef ferðin tengist heilbrigðisþjónustu en ekki að öðru leyti. Ásmundur og Rúna á góðum degi nokkrum vikum en Ásmundur veiktist.Fengið lítil viðbrögð Aldur hefur ekki áhrif á rétt til notkunar ferðaþjónustu fatlaðra en Rúna kveðst engin skýr svör hafa fengið við því á hvaða forsendum Ásmundi sé synjað. „Það eru ekki gefnar upp neinar forsendur. Það er bara; „nei, við gerum þetta ekki,“ segir Rúna. Hún kveðst hafa vakið athygli borgarfulltrúa á málinu en hafi fengið lítil viðbrögð. „Þetta finnst manni vera mál sem er bara hreint út sagt ótrúlegt. Að maður sem er útsvarsgreiðandi í Reykjavík en með lögheimili heima hjá sér en er búsettur uppi á Hrafnistu, skuli ekki hafa rétt á því að nota þjónustu fatlaðra. Maður spyr sig bara að því hverra hagsmuna er verið að gæta þarna,“ segir Rúna.
Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira