Meinað um ferðaþjónustu fatlaðra án skýringa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. september 2018 21:00 Maður sem lamaðist í helmingi líkamans eftir að hafa fengið heilablóðfall hefur ekki rétt á því að nýta ferðaþjónustu fatlaðra. Eiginkona mannsins segist engin skýr svör hafa fengið við því hvers vegna manni hennar er synjað um þjónustuna. Ásmundur Jóhannsson fékk heilablóðfall í ágúst í fyrra. Hann er á áttræðisaldri en var við góða heilsu og enn á vinnumarkaði þegar hann veiktist. Rúna Didriksen, eiginkona Ásmundar vakti athygli á því á Facebook síðu sinni í gær að Ásmundi hafi ítrekað verið synjað um akstursþjónustu. Um daginn hafi hann til að mynda þurft að greiða hátt í 14 þúsund krónur í leigubíl til að sækja jarðarför. „Hann getur ekki verið heima vegna þess að hann þarf það mikla umönnun og eftir að hafa verið á spítölum og á Grensás og á Vífilsstöðum, þá er hann kominn hérna á Hrafnistu,“ segir Rúna. Til að eiga rétt á að nýta ferðaþjónustu fatlaðra þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og bendir fátt til annars en að Ásmundur uppfylli skilyrði. Þeir sem eiga rétt á akstursþjónustu samkvæmt öðrum reglum eiga aftur á móti ekki rétt á þjónustunni né þeir sem hafa fengið styrk til bifreiðakaupa frá Tryggingastofnun. Hjúkrunarheimili útvega akstur ef ferðin tengist heilbrigðisþjónustu en ekki að öðru leyti. Ásmundur og Rúna á góðum degi nokkrum vikum en Ásmundur veiktist.Fengið lítil viðbrögð Aldur hefur ekki áhrif á rétt til notkunar ferðaþjónustu fatlaðra en Rúna kveðst engin skýr svör hafa fengið við því á hvaða forsendum Ásmundi sé synjað. „Það eru ekki gefnar upp neinar forsendur. Það er bara; „nei, við gerum þetta ekki,“ segir Rúna. Hún kveðst hafa vakið athygli borgarfulltrúa á málinu en hafi fengið lítil viðbrögð. „Þetta finnst manni vera mál sem er bara hreint út sagt ótrúlegt. Að maður sem er útsvarsgreiðandi í Reykjavík en með lögheimili heima hjá sér en er búsettur uppi á Hrafnistu, skuli ekki hafa rétt á því að nota þjónustu fatlaðra. Maður spyr sig bara að því hverra hagsmuna er verið að gæta þarna,“ segir Rúna. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Maður sem lamaðist í helmingi líkamans eftir að hafa fengið heilablóðfall hefur ekki rétt á því að nýta ferðaþjónustu fatlaðra. Eiginkona mannsins segist engin skýr svör hafa fengið við því hvers vegna manni hennar er synjað um þjónustuna. Ásmundur Jóhannsson fékk heilablóðfall í ágúst í fyrra. Hann er á áttræðisaldri en var við góða heilsu og enn á vinnumarkaði þegar hann veiktist. Rúna Didriksen, eiginkona Ásmundar vakti athygli á því á Facebook síðu sinni í gær að Ásmundi hafi ítrekað verið synjað um akstursþjónustu. Um daginn hafi hann til að mynda þurft að greiða hátt í 14 þúsund krónur í leigubíl til að sækja jarðarför. „Hann getur ekki verið heima vegna þess að hann þarf það mikla umönnun og eftir að hafa verið á spítölum og á Grensás og á Vífilsstöðum, þá er hann kominn hérna á Hrafnistu,“ segir Rúna. Til að eiga rétt á að nýta ferðaþjónustu fatlaðra þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og bendir fátt til annars en að Ásmundur uppfylli skilyrði. Þeir sem eiga rétt á akstursþjónustu samkvæmt öðrum reglum eiga aftur á móti ekki rétt á þjónustunni né þeir sem hafa fengið styrk til bifreiðakaupa frá Tryggingastofnun. Hjúkrunarheimili útvega akstur ef ferðin tengist heilbrigðisþjónustu en ekki að öðru leyti. Ásmundur og Rúna á góðum degi nokkrum vikum en Ásmundur veiktist.Fengið lítil viðbrögð Aldur hefur ekki áhrif á rétt til notkunar ferðaþjónustu fatlaðra en Rúna kveðst engin skýr svör hafa fengið við því á hvaða forsendum Ásmundi sé synjað. „Það eru ekki gefnar upp neinar forsendur. Það er bara; „nei, við gerum þetta ekki,“ segir Rúna. Hún kveðst hafa vakið athygli borgarfulltrúa á málinu en hafi fengið lítil viðbrögð. „Þetta finnst manni vera mál sem er bara hreint út sagt ótrúlegt. Að maður sem er útsvarsgreiðandi í Reykjavík en með lögheimili heima hjá sér en er búsettur uppi á Hrafnistu, skuli ekki hafa rétt á því að nota þjónustu fatlaðra. Maður spyr sig bara að því hverra hagsmuna er verið að gæta þarna,“ segir Rúna.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira