Telur óeðlilegt að innri endurskoðun borgarinnar geri úttekt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2018 20:15 Byggðaráð Borgarbyggðar lagðist gegn því að Innri endurskoðun Orkuveitu Reykjavíkur yrði lögð niður og endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar tæki við. Fyrrverandi áheyrnafulltrúi í stjórn Orkuveitunnar telur óeðlilegt að innri endurskoðun borgarinnar geri úttekt á starfsháttum fyrirtækisins þar sem hún hefur séð um endurskoðun innan Orkuveitunnar síðustu níu mánuði. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað í þessari viku að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gera úttekt á vinnustaðarmenningu innan Orkuveitunnar. Frá árinu 2006 og þar til um síðustu áramót var hins vegar innri endurskoðun innan Orkuveitunnar. Samkvæmt fundargerðum stjórnar Orkuveitunnar gerði hún reglulega grein fyrir störfum sínum á stjórnarfundum en meðal þeirra má sjá að í september í fyrra fór hún yfr stöðu ábendinga og í lok nóvember bað hún um aðgang að kerfum sem nauðsynlegur væri fyrir starfsemi innri endurskoðunar. Í lok síðasta árs var hins vegar ákveðið að leggja hana af og setja í hendurnar á innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. Stjórnarmaður í sveitastjórn Borgarbyggðar var áheyrnafulltrúi í stjórn Orkuveitunnar af og til frá árinu 2007. Hann segir að sveitarfélagið hafi tekið illa í að leggja innri endurskoðun Orkuveitunnar niður innan fyrirtækisins. „Í stuttu máli snerist það um það að ég hafi vakið athygli stjórnar á þeirri afstöðu minni og okkar í Borgarbyggð að við teldum eðlilegt að það væri sérstök innri endurskoðunarnefnd fyrir þetta stóra fyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Það væri ekki innri endurskoðun eins eigandans þó að Reykjavíkuborg sé langstærsti eigandinn í Orkuveitunni. Við töldum það óeðlilegt að þetta væri tekið inn í þá einingu,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson, fyrrverandi áheyrnarfulltrúi í stjórn OR. Hann segist aldrei hafa séð neitt sem gaf til kynna að það þyrfti að leggja innri endurskoðun innan fyrirtækisins af. „Ég upplifði aldrei neina slíka stöðu,“ segir Björn Bjarki. Björn Bjarki veltir fyrir sér hvort eðlilegt sé að úttektin á starfsháttum innan fyrirtækisins eigi að vera í höndum innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. „Það er mitt enn að það sé eðlilegt að sé sérstakur aðili, og þá utanaðkomandi aðili, sem myndi fara yfir þetta.“ Borgarstjórn Tengdar fréttir Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00 Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25 Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. 22. september 2018 13:34 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Byggðaráð Borgarbyggðar lagðist gegn því að Innri endurskoðun Orkuveitu Reykjavíkur yrði lögð niður og endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar tæki við. Fyrrverandi áheyrnafulltrúi í stjórn Orkuveitunnar telur óeðlilegt að innri endurskoðun borgarinnar geri úttekt á starfsháttum fyrirtækisins þar sem hún hefur séð um endurskoðun innan Orkuveitunnar síðustu níu mánuði. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað í þessari viku að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gera úttekt á vinnustaðarmenningu innan Orkuveitunnar. Frá árinu 2006 og þar til um síðustu áramót var hins vegar innri endurskoðun innan Orkuveitunnar. Samkvæmt fundargerðum stjórnar Orkuveitunnar gerði hún reglulega grein fyrir störfum sínum á stjórnarfundum en meðal þeirra má sjá að í september í fyrra fór hún yfr stöðu ábendinga og í lok nóvember bað hún um aðgang að kerfum sem nauðsynlegur væri fyrir starfsemi innri endurskoðunar. Í lok síðasta árs var hins vegar ákveðið að leggja hana af og setja í hendurnar á innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. Stjórnarmaður í sveitastjórn Borgarbyggðar var áheyrnafulltrúi í stjórn Orkuveitunnar af og til frá árinu 2007. Hann segir að sveitarfélagið hafi tekið illa í að leggja innri endurskoðun Orkuveitunnar niður innan fyrirtækisins. „Í stuttu máli snerist það um það að ég hafi vakið athygli stjórnar á þeirri afstöðu minni og okkar í Borgarbyggð að við teldum eðlilegt að það væri sérstök innri endurskoðunarnefnd fyrir þetta stóra fyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Það væri ekki innri endurskoðun eins eigandans þó að Reykjavíkuborg sé langstærsti eigandinn í Orkuveitunni. Við töldum það óeðlilegt að þetta væri tekið inn í þá einingu,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson, fyrrverandi áheyrnarfulltrúi í stjórn OR. Hann segist aldrei hafa séð neitt sem gaf til kynna að það þyrfti að leggja innri endurskoðun innan fyrirtækisins af. „Ég upplifði aldrei neina slíka stöðu,“ segir Björn Bjarki. Björn Bjarki veltir fyrir sér hvort eðlilegt sé að úttektin á starfsháttum innan fyrirtækisins eigi að vera í höndum innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. „Það er mitt enn að það sé eðlilegt að sé sérstakur aðili, og þá utanaðkomandi aðili, sem myndi fara yfir þetta.“
Borgarstjórn Tengdar fréttir Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00 Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25 Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. 22. september 2018 13:34 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00
Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25
Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. 22. september 2018 13:34