„Óheppilegt hefur formið verið“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. september 2018 18:15 Þingmenn stjórnarandstöðunnar beindu spjótum sínum að Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu óánægju sinni á Alþingi í dag með að innihald samgönguáætlunar hafi verið birt í fjölmiðlum, áður en drög voru kynnt þinginu. Samgönguráðherra segir óheppilegt að málið hafi komið fram með þessum hætti. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudaginn var greint frá helstu tillögum sem boðaðar eru í nýrri samgönguáætlun. Daginn eftir birti samgönguráðherra yfirlit yfir helstu framkvæmdir til næstu fimmtán ára, með fyrirvara um samþykkt stjórnarþingflokkanna. Fjöldi þingmanna stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs á Alþingi í dag þar sem þeir gagnrýndu að þeim hafi ekki verið kynnt samgönguáætlun, áður en greint var frá innihaldi hennar í fjölmiðlum. Drögin höfðu verið kynnt þingmönnum stjórnarflokkanna. „Einhver, hvort sem það er nú ráðherra sjálfur eða þingmenn stjórnarflokkanna, hefur séð ástæðu til þess að leka þessari samgönguáætlun í fjölmiðla. Við höfum bara séð myndir af henni, líklega á Stöð 2 ef ég man rétt, úr þessum pappír. Á meðan hefur stjórnarandstaðan ekkert fengið að vita,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. Fleiri tóku í sama streng, meðal annars Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Við höfum líka alla helgina þurft að vera að svara fyrir eitthvað sem að við höfum bara aldrei séð,“ sagði Helga Vala. „Ég er meðlimur í umhverfis- og samgöngunefnd og ég hef engin svör vegna þess að ég hef ekki fengið þessa samgönguáætlun sem allir aðrir virðast hafa fengið,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði eðlilegt að umfjöllun ljúki innan stjórnarflokkanna áður en samgönguáætlun verði kynnt í heild sinni. „Hins vegar þá væri það alveg í lófa lagið að boða til fundar í umhverfis- og samgöngunefnd og fara yfir þessi meginatriði, til að mynda á morgun ef að það væri flötur á því,“ sagði Sigurður Ingi. „En óheppilegt hefur formið verið.“ Tengdar fréttir Reykjanesbraut í Hafnarfirði næsta stórverkefni í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar við Hafnarfjörð, breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss og Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verða stærstu nýframkvæmdir næsta árs, samkvæmt samgönguáætlun. 19. september 2018 20:45 Austfirðingar ósáttir með samgönguáætlun Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir framkvæmdir og viðhald vega í fjórðungnum hafa verið í algeru lágmarki á síðustu árum. 21. september 2018 17:59 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu óánægju sinni á Alþingi í dag með að innihald samgönguáætlunar hafi verið birt í fjölmiðlum, áður en drög voru kynnt þinginu. Samgönguráðherra segir óheppilegt að málið hafi komið fram með þessum hætti. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudaginn var greint frá helstu tillögum sem boðaðar eru í nýrri samgönguáætlun. Daginn eftir birti samgönguráðherra yfirlit yfir helstu framkvæmdir til næstu fimmtán ára, með fyrirvara um samþykkt stjórnarþingflokkanna. Fjöldi þingmanna stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs á Alþingi í dag þar sem þeir gagnrýndu að þeim hafi ekki verið kynnt samgönguáætlun, áður en greint var frá innihaldi hennar í fjölmiðlum. Drögin höfðu verið kynnt þingmönnum stjórnarflokkanna. „Einhver, hvort sem það er nú ráðherra sjálfur eða þingmenn stjórnarflokkanna, hefur séð ástæðu til þess að leka þessari samgönguáætlun í fjölmiðla. Við höfum bara séð myndir af henni, líklega á Stöð 2 ef ég man rétt, úr þessum pappír. Á meðan hefur stjórnarandstaðan ekkert fengið að vita,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. Fleiri tóku í sama streng, meðal annars Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Við höfum líka alla helgina þurft að vera að svara fyrir eitthvað sem að við höfum bara aldrei séð,“ sagði Helga Vala. „Ég er meðlimur í umhverfis- og samgöngunefnd og ég hef engin svör vegna þess að ég hef ekki fengið þessa samgönguáætlun sem allir aðrir virðast hafa fengið,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði eðlilegt að umfjöllun ljúki innan stjórnarflokkanna áður en samgönguáætlun verði kynnt í heild sinni. „Hins vegar þá væri það alveg í lófa lagið að boða til fundar í umhverfis- og samgöngunefnd og fara yfir þessi meginatriði, til að mynda á morgun ef að það væri flötur á því,“ sagði Sigurður Ingi. „En óheppilegt hefur formið verið.“
Tengdar fréttir Reykjanesbraut í Hafnarfirði næsta stórverkefni í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar við Hafnarfjörð, breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss og Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verða stærstu nýframkvæmdir næsta árs, samkvæmt samgönguáætlun. 19. september 2018 20:45 Austfirðingar ósáttir með samgönguáætlun Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir framkvæmdir og viðhald vega í fjórðungnum hafa verið í algeru lágmarki á síðustu árum. 21. september 2018 17:59 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Reykjanesbraut í Hafnarfirði næsta stórverkefni í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar við Hafnarfjörð, breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss og Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verða stærstu nýframkvæmdir næsta árs, samkvæmt samgönguáætlun. 19. september 2018 20:45
Austfirðingar ósáttir með samgönguáætlun Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir framkvæmdir og viðhald vega í fjórðungnum hafa verið í algeru lágmarki á síðustu árum. 21. september 2018 17:59
Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45