Lífið

Frumlegt viðtal við nýtrúlofaða Emmy-parið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Weiss og Svendsen í skemmtilegu viðtali.
Weiss og Svendsen í skemmtilegu viðtali.
Mikið var um dýrðir á Emmy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í síðustu viku og mættu sjónvarpsstjörnurnar að vonum prúðbúnar til leiks.

Þegar veita átti verðlaun fyrir bestu leikstjórnina af sérefni eða skemmtiefni gerðist heldur betur merkilegt atvik eins og Vísir greindi frá en þá bað Glen Weiss kærustu sína Jan Friedlander Svendsen um að giftast sér í beinni.

Weiss var nýbúinn að vinna Emmy-verðlaun fyrir leikstjórn sína á síðustu Óskarsverðlaunahátið.

Jimmy Kimmel ræddi við nýtrúlofaða parið í skemmtilegu viðtali eftir atvikið í síðustu viku. Viðtalið var nokkuð skemmtilegt þar sem þau voru saman uppi í rúmi í náttfötunum en hér að neðan má sjá viðtalið.


Tengdar fréttir

Þessi unnu Emmy-verðlaun

Mikið var um dýrðir á Emmy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í nótt og mættu sjónvarpsstjörnurnar að vonum prúðbúnar til leiks.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.