Segir bresk yfirvöld skulda Íslendingum afsökunarbeiðni Birgir Olgeirsson skrifar 25. september 2018 16:39 Hannes Hólmsteinn afhendir Bjarna Benediktssyni skýrsluna. Stjórnarráðið Beiting hryðjuverkalaganna bresku 8. október árið 2008 gegn Landsbankanum, Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu var ruddaleg og óþörf aðgerð. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna skýrslu dr. Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins árið 2008 sem hann vann fyrir fjármálaráðuneytið. Hann afhenti Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra skýrsluna í dag. Í skýrslunni er haft Mervyn King lávarði, fyrrverandi seðlabankastjóra Breta, að þessi aðgerð hafi verið Bretum til skammar. Er það mat Hannesar að því markmiði að koma í veg fyrir ólöglega fjármagnsflutninga hefði mátt ná með tilskipun, sem breska fjármálaeftirlitið gaf út til útibús Landsbankans í Lundúnum 3. október árið 2008. Hannes Hólmsteinn prófessor. Vísir/StefánSegir Hannes bresk yfirvöld skulda íslensku þjóðinni afsökunarbeiðni vegna beitingar hryðjuverkalaganna og framgöngunnar í Icesave-málinu. Hannes hefur unnið að gerð skýrslunnar í fjögur ár eftir að Bjarni Benediktsson þáverandi fjármálaráðherra fól Hannesi að stýra rannsóknarverkefninu í júlí árið 2014. Var upphaflega áætlað að verklok yrðu í byrjun september 2015 en útgáfu hennar var frestað í einhvern tíma. Áætlaður kostnaður við verkefnið var metinn um tíu milljónir króna við upphaf þessarar rannsóknar prófessorsins. Skýrsluna í heild sinni má finna í viðhengi hér fyrir neðan. Tengd skjölSkýrsla Hannesar Hólmsteins Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Beiting hryðjuverkalaganna bresku 8. október árið 2008 gegn Landsbankanum, Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu var ruddaleg og óþörf aðgerð. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna skýrslu dr. Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins árið 2008 sem hann vann fyrir fjármálaráðuneytið. Hann afhenti Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra skýrsluna í dag. Í skýrslunni er haft Mervyn King lávarði, fyrrverandi seðlabankastjóra Breta, að þessi aðgerð hafi verið Bretum til skammar. Er það mat Hannesar að því markmiði að koma í veg fyrir ólöglega fjármagnsflutninga hefði mátt ná með tilskipun, sem breska fjármálaeftirlitið gaf út til útibús Landsbankans í Lundúnum 3. október árið 2008. Hannes Hólmsteinn prófessor. Vísir/StefánSegir Hannes bresk yfirvöld skulda íslensku þjóðinni afsökunarbeiðni vegna beitingar hryðjuverkalaganna og framgöngunnar í Icesave-málinu. Hannes hefur unnið að gerð skýrslunnar í fjögur ár eftir að Bjarni Benediktsson þáverandi fjármálaráðherra fól Hannesi að stýra rannsóknarverkefninu í júlí árið 2014. Var upphaflega áætlað að verklok yrðu í byrjun september 2015 en útgáfu hennar var frestað í einhvern tíma. Áætlaður kostnaður við verkefnið var metinn um tíu milljónir króna við upphaf þessarar rannsóknar prófessorsins. Skýrsluna í heild sinni má finna í viðhengi hér fyrir neðan. Tengd skjölSkýrsla Hannesar Hólmsteins
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira