Bíó og sjónvarp

Segir Spacey „góðan vin“ og sættir sig ekki við brottreksturinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Judi Dench er ein ástælasta leikkona Breta.
Judi Dench er ein ástælasta leikkona Breta. Vísir/getty

Breska leikkonan Judi Dench segir að leikstjóra kvikmyndarinnar All the Money in the World hafi orðið á mistök þegar hann rak leikarann Kevin Spacey, sem Dench segir „góðan vin sinn“. Spacey var klipptur út úr kvikmyndinni eftir að hann var ítrekað sakaður um kynferðisbrot.



„Ég get ekki sætt mig við, á nokkurn hátt, á þá staðreynd – hvað sem hann gerði – að hann sé svo klipptur út úr kvikmyndum,“ var haft eftir Dench á San Sebastian-kvikmyndahátíðinni á Spáni í gær. Þá sagði hún Spacey hafa veitt sér „ómetanlega huggun“ við tökur á kvikmyndinni The Shipping News árið 2001 en eiginmaður hennar var þá nýlátinn.



„Ætlum við að fara í gegnum söguna núna og hver sá sem hefur gert eitthvað af sér, eða hefur framið lögbrot, eða hefur gerst sekur um eitthvað, verða þeir alltaf teknir út hér eftir?“ sagði Dench um mál Spaceys.



Ridley Scott, leikstjóri All the Money in the World, ákvað að klippa Spacey út úr kvikmyndinni eftir að sá síðarnefndi var ítrekað sakaður um kynferðisbrot. Spacey fór með hlutverk olíubarónsins Jean Paul Getty og hafði þegar tekið upp atriði í kvikmyndinni þegar Christopher Plummer var ráðinn í hans stað.



Dench er ein ástsælasta leikkona Breta og hefur hlotið fjölmörg verðlaun á ferli sínum. Ummæli hennar um Spacey hafa hlotið blendin viðbrögð á samfélagsmiðlum. Netverjar hafa ýmist lofað hana fyrir að segja það sem henni býr í brjósti eða lýst því yfir að ummælin séu ósmekkleg í ljósi ofbeldisins sem Spacey hefur verið sakaður um. Hann þvertekur þó fyrir allar ásakanir.


Tengdar fréttir

Íhuga að ákæra Spacey fyrir kynferðisbrot

Saksóknarar í Los Angeles kanna nú hvort að tilefni sé til að ákæra leikarann Kevin Spacey fyrir kynferðisbrot, sem hann er sagður hafa framið á tíunda áratugnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×