Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst um klukkan 15 í dag tilkynning um innbrot í tvö hjólhýsi í austurborginni. Fyrr um daginn hafði lögregla stöðvað tvo ökumenn á svipuðum slóðum, annar ók bíl sínum á 140km/h en hinn var grunaður um akstur undir áhrifum lyfja. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Einnig var brotist inn í bifreið í Breiðholti klukkan 15 og eru innbrotin þrjú öll í rannsókn lögreglu.
Um eftirmiðdaginn stöðvaði lögregla tvo ökumenn sem grunaðir voru um áfengisakstur, báðir blésu þeir undir kærumörkum en annar reyndist þó sviptur ökuréttindum.
Brotist inn í hjólhýsi í austurborginni
Andri Eysteinsson skrifar
