Vestfirðingar gagnrýna ósvífna hagsmunabaráttu auðmanna Sveinn Arnarsson skrifar 29. september 2018 10:00 Tvö laxeldifyrirtæki urðu fyrir áfalli á fimmtudag með ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. ERLENDUR GÍSLASON Fiskeldi Vestfirðingar eru æfir yfir því að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (UUA) felldi úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar (MAST) um að veita tveimur laxeldisfyrirtækjum á Vestfjörðum rekstrarleyfi fyrir 17.500 tonna eldi í landsfjórðungnum. Teitur Björn Einarsson, sitjandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, vill skoða það hvort hægt sé að breyta lögum til að auðvelda fyrirtækjum störf sín. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, telur eðlilegt að bíða niðurstöðu Stjórnarráðsins áður en nefndin verður kölluð saman. Hún segir stöðuna alvarlega. „Mér finnst mikilvægt að réttaráhrifum úrskurðarins verði frestað svo svigrúm myndist til að vinna með viðkomandi stofnunum og hagsmunaaðilum sem hlut eiga að máli inni í stjórnsýslunni að ásættanlegri niðurstöðu. Ég treysti því að sú vinna sé í gangi,“ segir Lilja Rafney. Í úrskurðum UUA kemur fram að ekki hafi verið sýnt fram á í mati á umhverfisáhrifum að annar mögulegur framkvæmdakostur hafi komið til greina. Þannig sé ágalli á matinu að enginn annar kostur hafi verið sýndur en sjókvíaeldi í opnum kvíum. MAST hafi því ekki átt að veita rekstrarleyfi til Arctic Fish og Arnarlax byggt á þeim gögnum sem lágu fyrir. Vestfjarðastofa auk sveitarfélaga á Vestfjörðum sendi frá sér harðorða yfirlýsingu vegna málsins. „Úrskurður UUA er áfellisdómur yfir Alþingi, ríkisstjórn og eftirlitsstofnunum og ljóst er að með skorti á stefnu, aðgerðarleysi og mistökum hafa yfirvöld haft grafalvarleg áhrif á atvinnuuppbyggingu og starfsöryggi fjölda manns,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélögunum. „Úrskurðurinn vekur jafnframt upp spurningar um stöðu annarra atvinnugreina og nýtingu náttúrunnar, hvort sem er til fiskeldis, ferðaþjónustu eða landbúnaðar, gagnvart jafn fordæmalausri og ósvífinni hagsmunabaráttu fámennra hópa auðmanna.“ Kristian Matthíasson, forstjóri Arnarlax, gat ekki sagt til um það hvort úrskurðurinn fæli í sér að segja þyrfti upp fólki. „Við munum hins vegar þurfa að nýta helgina vel í að fara yfir þetta mál.“ Laxeldi býr til um 600 ársverk á Íslandi, bæði beint og óbeint. Laxeldi hefur skapað fjölda starfa á Vestfjörðum og er einn burðarása atvinnulífs á svæðinu. Einar K. Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir úrskurðinn hafa komið sér á óvart. „Okkar vinna hafði farið eftir lögformlegum leiðum og þar var brugðist við öllum þeim spurningum sem bárust. Á grundvelli þess var samþykkt umhverfismat og í framhaldi af því gefið út rekstrar- og starfsleyfi. Þannig að þetta kemur okkur mjög á óvart. Þarna er verið að benda á ákveðinn formgalla á málsmeðferðinni. Hvað þetta þýðir er ekki gott að segja og við erum að fara yfir það og meta hvaða áhrif þessir úrskurðir hafa,“ segir Einar.vísir/vilhelm Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Fiskeldi Vestfirðingar eru æfir yfir því að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (UUA) felldi úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar (MAST) um að veita tveimur laxeldisfyrirtækjum á Vestfjörðum rekstrarleyfi fyrir 17.500 tonna eldi í landsfjórðungnum. Teitur Björn Einarsson, sitjandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, vill skoða það hvort hægt sé að breyta lögum til að auðvelda fyrirtækjum störf sín. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, telur eðlilegt að bíða niðurstöðu Stjórnarráðsins áður en nefndin verður kölluð saman. Hún segir stöðuna alvarlega. „Mér finnst mikilvægt að réttaráhrifum úrskurðarins verði frestað svo svigrúm myndist til að vinna með viðkomandi stofnunum og hagsmunaaðilum sem hlut eiga að máli inni í stjórnsýslunni að ásættanlegri niðurstöðu. Ég treysti því að sú vinna sé í gangi,“ segir Lilja Rafney. Í úrskurðum UUA kemur fram að ekki hafi verið sýnt fram á í mati á umhverfisáhrifum að annar mögulegur framkvæmdakostur hafi komið til greina. Þannig sé ágalli á matinu að enginn annar kostur hafi verið sýndur en sjókvíaeldi í opnum kvíum. MAST hafi því ekki átt að veita rekstrarleyfi til Arctic Fish og Arnarlax byggt á þeim gögnum sem lágu fyrir. Vestfjarðastofa auk sveitarfélaga á Vestfjörðum sendi frá sér harðorða yfirlýsingu vegna málsins. „Úrskurður UUA er áfellisdómur yfir Alþingi, ríkisstjórn og eftirlitsstofnunum og ljóst er að með skorti á stefnu, aðgerðarleysi og mistökum hafa yfirvöld haft grafalvarleg áhrif á atvinnuuppbyggingu og starfsöryggi fjölda manns,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélögunum. „Úrskurðurinn vekur jafnframt upp spurningar um stöðu annarra atvinnugreina og nýtingu náttúrunnar, hvort sem er til fiskeldis, ferðaþjónustu eða landbúnaðar, gagnvart jafn fordæmalausri og ósvífinni hagsmunabaráttu fámennra hópa auðmanna.“ Kristian Matthíasson, forstjóri Arnarlax, gat ekki sagt til um það hvort úrskurðurinn fæli í sér að segja þyrfti upp fólki. „Við munum hins vegar þurfa að nýta helgina vel í að fara yfir þetta mál.“ Laxeldi býr til um 600 ársverk á Íslandi, bæði beint og óbeint. Laxeldi hefur skapað fjölda starfa á Vestfjörðum og er einn burðarása atvinnulífs á svæðinu. Einar K. Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir úrskurðinn hafa komið sér á óvart. „Okkar vinna hafði farið eftir lögformlegum leiðum og þar var brugðist við öllum þeim spurningum sem bárust. Á grundvelli þess var samþykkt umhverfismat og í framhaldi af því gefið út rekstrar- og starfsleyfi. Þannig að þetta kemur okkur mjög á óvart. Þarna er verið að benda á ákveðinn formgalla á málsmeðferðinni. Hvað þetta þýðir er ekki gott að segja og við erum að fara yfir það og meta hvaða áhrif þessir úrskurðir hafa,“ segir Einar.vísir/vilhelm
Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira