Innlent

Bein útsending: Ræða stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Fundurinn er haldinn í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni og hefst klukkan 8:30.
Fundurinn er haldinn í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni og hefst klukkan 8:30. Vísir/HANNA
Samtök ferðaþjónustunnar standa fyrir félagsfundi um stöðu ferðaþjónustunnar í dag, með tilliti til lífskúrfu og efnahagsmála. Fundurinn er haldinn í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni og hefst klukkan 8:30. Þá verður sýnt frá fundinum í beinni útsendingu sem fylgjast má með hér að neðan.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

Lykiltölur í ferðaþjónustu - Vilborg Helga Júlíusdóttir, hagfræðingur SAF.

Staða ferðaþjónustu á lífshlaupskúrfunni - Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor í ferðamálafræðum við HÍ.

Staða ferðaþjónustu í efnahagslífinu - Gylfi Zoega, prófessor við HÍ.

Fundarstjóri verður Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×