Innlent

Bein útsending: Ræða stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Fundurinn er haldinn í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni og hefst klukkan 8:30.
Fundurinn er haldinn í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni og hefst klukkan 8:30. Vísir/HANNA

Samtök ferðaþjónustunnar standa fyrir félagsfundi um stöðu ferðaþjónustunnar í dag, með tilliti til lífskúrfu og efnahagsmála. Fundurinn er haldinn í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni og hefst klukkan 8:30. Þá verður sýnt frá fundinum í beinni útsendingu sem fylgjast má með hér að neðan.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

Lykiltölur í ferðaþjónustu - Vilborg Helga Júlíusdóttir, hagfræðingur SAF.

Staða ferðaþjónustu á lífshlaupskúrfunni - Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor í ferðamálafræðum við HÍ.

Staða ferðaþjónustu í efnahagslífinu - Gylfi Zoega, prófessor við HÍ.

Fundarstjóri verður Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.