Nærmynd af Frey Alexanderssyni: Sáttamiðlarinn í Fellunum Stefán Árni Pálsson skrifar 12. september 2018 10:30 Freyr Alexandersson er aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Freyr Alexandersson er aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska landsliðsins og hætti hann á dögunum sem landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins en í gærkvöldi var nærmynd af Frey í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2. Þar kom í ljós að Freyr er ýktur, alls ekki handlaginn, en mjög góður kokkur. Þetta er meðal þess sem vinir og kona Freys Alexanderssonar segja um hinn nýja aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Hann gæti hitt okkur hérna á morgun og sannfært okkur að við gætum klifið Everest án allra græja, hann er það sannfærandi í öllu því sem hann gerir,“ segir Hallbera Guðný Gísladóttir landsliðskona í knattspyrnu. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að Freyr sé góður þjálfari, sterkur í mannlegum samskiptum og nái vel til sinna leikmanna.Vill koma vel fram Freyr Alexandersson er Breiðhyltingur í húð og hár. Hann fæddist 18. nóvember árið 1982 og fönguðu íþróttir huga hans snemma. Freyr lék knattspyrnu og körfubolta á sínum uppvaxtarárum en valdi að lokum fótboltann. „Hann er mjög metnaðargjarn og ástríðufullur. Hann er mikið að lesa bækur um þjálfun eða einhverjar ævisögur og er einhvern veginn alltaf að stúdera þetta. Varðandi samskipti þá skiptir hann miklu máli að koma vel fram og vinna með fólki, það finnst honum svo skemmtilegt,“ segir Erla Súsanna Þórisdóttir, eiginkona Freys, og bætir við að Freyr sé alls ekki handlaginn. „Hann tekur það að vera pirraður á annað level og þegar hann er pirraður er ekki gaman að vera í kringum hann og hann verður rosalega pirraður þegar hann verður svangur og þá breytist hann í hálfgerðan varúlf.“ „Það hefur komið fyrir að hann hafi kannski sagt einhverja hluti á blaðamannafundum þegar hann er að tala frá hjartanu sem kannski mætti orða örlítið öðruvísi og það er í raun og veru enginn galli,“ segir Guðni. „Hann var mjög góður strákur og ekki í slagsmálunum í Fellunum. Hann var meira í því að stíga í sundur. Pabbi hans var í löggunni þá og notaði hann iðulega setninguna pabbi minn er lögga og heppnaðist það reyndar ekkert alltaf hjá honum. Hann var mikið í sáttamiðlum og var að reyna sætta slagsmálin í Fellunum,“ segir Erla Súsanna sem hefur verið í sambandi við Frey frá því í níunda bekk. „Hann er mjög mikill fjölskyldumaður og ofboðslega góður kokkur. Stelpurnar mínar eru mjög spenntar fyrir því að fá hann heim þegar hann er erlendis því þá fá þær loksins eitthvað almennilegt að borða.“ Hér að neðan má sjá þáttinn sjálfan um Frey Alexandersson. Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira
Freyr Alexandersson er aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska landsliðsins og hætti hann á dögunum sem landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins en í gærkvöldi var nærmynd af Frey í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2. Þar kom í ljós að Freyr er ýktur, alls ekki handlaginn, en mjög góður kokkur. Þetta er meðal þess sem vinir og kona Freys Alexanderssonar segja um hinn nýja aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Hann gæti hitt okkur hérna á morgun og sannfært okkur að við gætum klifið Everest án allra græja, hann er það sannfærandi í öllu því sem hann gerir,“ segir Hallbera Guðný Gísladóttir landsliðskona í knattspyrnu. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að Freyr sé góður þjálfari, sterkur í mannlegum samskiptum og nái vel til sinna leikmanna.Vill koma vel fram Freyr Alexandersson er Breiðhyltingur í húð og hár. Hann fæddist 18. nóvember árið 1982 og fönguðu íþróttir huga hans snemma. Freyr lék knattspyrnu og körfubolta á sínum uppvaxtarárum en valdi að lokum fótboltann. „Hann er mjög metnaðargjarn og ástríðufullur. Hann er mikið að lesa bækur um þjálfun eða einhverjar ævisögur og er einhvern veginn alltaf að stúdera þetta. Varðandi samskipti þá skiptir hann miklu máli að koma vel fram og vinna með fólki, það finnst honum svo skemmtilegt,“ segir Erla Súsanna Þórisdóttir, eiginkona Freys, og bætir við að Freyr sé alls ekki handlaginn. „Hann tekur það að vera pirraður á annað level og þegar hann er pirraður er ekki gaman að vera í kringum hann og hann verður rosalega pirraður þegar hann verður svangur og þá breytist hann í hálfgerðan varúlf.“ „Það hefur komið fyrir að hann hafi kannski sagt einhverja hluti á blaðamannafundum þegar hann er að tala frá hjartanu sem kannski mætti orða örlítið öðruvísi og það er í raun og veru enginn galli,“ segir Guðni. „Hann var mjög góður strákur og ekki í slagsmálunum í Fellunum. Hann var meira í því að stíga í sundur. Pabbi hans var í löggunni þá og notaði hann iðulega setninguna pabbi minn er lögga og heppnaðist það reyndar ekkert alltaf hjá honum. Hann var mikið í sáttamiðlum og var að reyna sætta slagsmálin í Fellunum,“ segir Erla Súsanna sem hefur verið í sambandi við Frey frá því í níunda bekk. „Hann er mjög mikill fjölskyldumaður og ofboðslega góður kokkur. Stelpurnar mínar eru mjög spenntar fyrir því að fá hann heim þegar hann er erlendis því þá fá þær loksins eitthvað almennilegt að borða.“ Hér að neðan má sjá þáttinn sjálfan um Frey Alexandersson.
Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira