Nærmynd af Frey Alexanderssyni: Sáttamiðlarinn í Fellunum Stefán Árni Pálsson skrifar 12. september 2018 10:30 Freyr Alexandersson er aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Freyr Alexandersson er aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska landsliðsins og hætti hann á dögunum sem landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins en í gærkvöldi var nærmynd af Frey í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2. Þar kom í ljós að Freyr er ýktur, alls ekki handlaginn, en mjög góður kokkur. Þetta er meðal þess sem vinir og kona Freys Alexanderssonar segja um hinn nýja aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Hann gæti hitt okkur hérna á morgun og sannfært okkur að við gætum klifið Everest án allra græja, hann er það sannfærandi í öllu því sem hann gerir,“ segir Hallbera Guðný Gísladóttir landsliðskona í knattspyrnu. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að Freyr sé góður þjálfari, sterkur í mannlegum samskiptum og nái vel til sinna leikmanna.Vill koma vel fram Freyr Alexandersson er Breiðhyltingur í húð og hár. Hann fæddist 18. nóvember árið 1982 og fönguðu íþróttir huga hans snemma. Freyr lék knattspyrnu og körfubolta á sínum uppvaxtarárum en valdi að lokum fótboltann. „Hann er mjög metnaðargjarn og ástríðufullur. Hann er mikið að lesa bækur um þjálfun eða einhverjar ævisögur og er einhvern veginn alltaf að stúdera þetta. Varðandi samskipti þá skiptir hann miklu máli að koma vel fram og vinna með fólki, það finnst honum svo skemmtilegt,“ segir Erla Súsanna Þórisdóttir, eiginkona Freys, og bætir við að Freyr sé alls ekki handlaginn. „Hann tekur það að vera pirraður á annað level og þegar hann er pirraður er ekki gaman að vera í kringum hann og hann verður rosalega pirraður þegar hann verður svangur og þá breytist hann í hálfgerðan varúlf.“ „Það hefur komið fyrir að hann hafi kannski sagt einhverja hluti á blaðamannafundum þegar hann er að tala frá hjartanu sem kannski mætti orða örlítið öðruvísi og það er í raun og veru enginn galli,“ segir Guðni. „Hann var mjög góður strákur og ekki í slagsmálunum í Fellunum. Hann var meira í því að stíga í sundur. Pabbi hans var í löggunni þá og notaði hann iðulega setninguna pabbi minn er lögga og heppnaðist það reyndar ekkert alltaf hjá honum. Hann var mikið í sáttamiðlum og var að reyna sætta slagsmálin í Fellunum,“ segir Erla Súsanna sem hefur verið í sambandi við Frey frá því í níunda bekk. „Hann er mjög mikill fjölskyldumaður og ofboðslega góður kokkur. Stelpurnar mínar eru mjög spenntar fyrir því að fá hann heim þegar hann er erlendis því þá fá þær loksins eitthvað almennilegt að borða.“ Hér að neðan má sjá þáttinn sjálfan um Frey Alexandersson. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Freyr Alexandersson er aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska landsliðsins og hætti hann á dögunum sem landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins en í gærkvöldi var nærmynd af Frey í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2. Þar kom í ljós að Freyr er ýktur, alls ekki handlaginn, en mjög góður kokkur. Þetta er meðal þess sem vinir og kona Freys Alexanderssonar segja um hinn nýja aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Hann gæti hitt okkur hérna á morgun og sannfært okkur að við gætum klifið Everest án allra græja, hann er það sannfærandi í öllu því sem hann gerir,“ segir Hallbera Guðný Gísladóttir landsliðskona í knattspyrnu. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að Freyr sé góður þjálfari, sterkur í mannlegum samskiptum og nái vel til sinna leikmanna.Vill koma vel fram Freyr Alexandersson er Breiðhyltingur í húð og hár. Hann fæddist 18. nóvember árið 1982 og fönguðu íþróttir huga hans snemma. Freyr lék knattspyrnu og körfubolta á sínum uppvaxtarárum en valdi að lokum fótboltann. „Hann er mjög metnaðargjarn og ástríðufullur. Hann er mikið að lesa bækur um þjálfun eða einhverjar ævisögur og er einhvern veginn alltaf að stúdera þetta. Varðandi samskipti þá skiptir hann miklu máli að koma vel fram og vinna með fólki, það finnst honum svo skemmtilegt,“ segir Erla Súsanna Þórisdóttir, eiginkona Freys, og bætir við að Freyr sé alls ekki handlaginn. „Hann tekur það að vera pirraður á annað level og þegar hann er pirraður er ekki gaman að vera í kringum hann og hann verður rosalega pirraður þegar hann verður svangur og þá breytist hann í hálfgerðan varúlf.“ „Það hefur komið fyrir að hann hafi kannski sagt einhverja hluti á blaðamannafundum þegar hann er að tala frá hjartanu sem kannski mætti orða örlítið öðruvísi og það er í raun og veru enginn galli,“ segir Guðni. „Hann var mjög góður strákur og ekki í slagsmálunum í Fellunum. Hann var meira í því að stíga í sundur. Pabbi hans var í löggunni þá og notaði hann iðulega setninguna pabbi minn er lögga og heppnaðist það reyndar ekkert alltaf hjá honum. Hann var mikið í sáttamiðlum og var að reyna sætta slagsmálin í Fellunum,“ segir Erla Súsanna sem hefur verið í sambandi við Frey frá því í níunda bekk. „Hann er mjög mikill fjölskyldumaður og ofboðslega góður kokkur. Stelpurnar mínar eru mjög spenntar fyrir því að fá hann heim þegar hann er erlendis því þá fá þær loksins eitthvað almennilegt að borða.“ Hér að neðan má sjá þáttinn sjálfan um Frey Alexandersson.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira