Bíó og sjónvarp

Mads svaraði Hrönn loksins!

Benedikt Bóas skrifar
Mads Mikkelsen í hlutverki Hannibal Lecter.
Mads Mikkelsen í hlutverki Hannibal Lecter. Vísir/Getty

Mads Mikkelsen, danski stórleikarinn sem talar fimm tungumál og Íslendingar þekkja úr myndum á borð við Jagten (The Hunt) og Casino Royale, kemur til með að taka við heiðursverðlaunum kvikmyndahátíðarinnar RIFF í ár. Hátíðin fram fer dagana 27. september til 7. október.

Hrönn Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, hefur sent leikaranum bréf á hverju ári í þó nokkur ár og loksins þáði stórleikarinn boðið. Leikarinn dvaldi hér á landi í 22 daga við tökur á kvikmyndinni Arctic í fyrra og hefur greinilega líkað dvölin svo vel að hann stóðst ekki mátið að koma aftur til Íslands.

Mads er menntaður ballettdansari og byrjaði að leika í kvikmyndum árið 1996.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.