Íbúar Grafarvogs sagðir hafa áhyggjur af 20 hæða turni í Gufunesi Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2018 11:30 Hér má sjá tölvuteiknaða mynd af turninum sem kemur fyrir í tillögu hollensku arkitektastofunnar Jvantspikjer + Felixx sem vann skipulagskeppnina. Jvantspikjer + Felixx Miklar athugasemdir hafa verið gerðar vegna hæða fyrirhugaðra bygginga í Gufunesi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs í gær þar var greint frá því að óskað hafi verið eftir því að tuttugu hæða turn, sem á að reisa í Gufunesi verði lækkaður. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði kom fram að ekki hefði verið tekið tillit til þessara athugasemda við deiliskipulagsgerðina fyrir svæðið í Gufunesi. Sögðu fulltrúarnir þessar athugasemdir hafa verið ítrekað lagðar fram bæði af íbúasamtökum Grafarvogs og íbúum. Bentu Sjálfstæðismenn á að fyrirhuguð hæð turnsins sé enn óbreytt og að háhýsi á þessum stað stingi í stúf við þá byggðaþróun sem fyrir er á svæðinu og skerði útsýni íbúa. Sögðust þeir annars fagna því að uppbygging sé að hefjast í Gufunesi og að kvikmyndaþorpið sé spennandi hugmynd og góð viðbót við þau fjölbreyttu atvinnutækifæri sem eru í Grafarvogi. Ekki búið að taka ákvörðun um hæð turnsins Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vinstri grænna sögðu í sinni bókum að skipulag kvikmyndaþorpsins í Gufunesi væri niðurstaða umfangsmikils samstarfs íbúa Grafarvogs, RVK Studios, borgarinnar, Faxaflóahafna og annarra aðila.Frá Gufunesivísir/vilhelmÍ kjölfar samráðsins var haldin arkitektakeppni þar sem fagleg og þverpólitísk dómnefnd skilaði niðurstöðu. Var það hollenska arkitektastofan Jvantspikjer + Felixx sem vann skipulagskeppnina. Í bókuninni kemur fram að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hæð byggingarinnar sem um ræðir í bókun minnihlutans og sú bygging ekki til samþykktar í þessu deiliskipulagi sem var til umræðu á fundi borgarráðs í gær. Telja óvíst að turninn muni skyggja á útsýni Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna sögðu þessa byggingu það neðarlega í landi og það langt frá næstu byggð í Grafarvogi að ekki sé víst að hún muni skyggja á útsýni svo nokkru nemi. Þá sögðu þeir kvikmyndaþorpið í Gufunesi nú þegar orðið eitt stærsta atvinnusvæðið í austurhluta borgarinnar, sannkallað þorp skapandi greina eða fríríki frumkvöðlanna. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sögðu mikilvægt að halda því til haga að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í dómnefnd um skipulag í Gufunesi hefði gert athugasemdir við turninn. Þá hafi ítrekað komið athugasemdir og ábendingar frá íbúum í Grafarvogi um að turninn sé ekki í samræmi við þá byggðaþróun sem fyrir er og stingur í stúf við umhverfið auk þess að skerða útsýni. Skipulag Tengdar fréttir Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýndu að stuðst var við lægra verðmat og 10% afslátt sem var veittur. 22. desember 2017 18:26 Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45 Loftkastalinn kaupir fasteignir í Gufunesi Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að selja fyrirtækinu Loftkastalanum þrjár fasteignir og byggingarrétt í Gufunesi 12. janúar 2018 16:30 Eitt stærsta kvikmyndaver í Evrópu opnað í Gufunesi Við opnunina brá borgarstjóri sér í nýtt hlutverk og leikstýrði senu í fyrsta verkefninu sem unnið er í kvikmyndaverinu í Gufunesi. 19. apríl 2018 20:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Miklar athugasemdir hafa verið gerðar vegna hæða fyrirhugaðra bygginga í Gufunesi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs í gær þar var greint frá því að óskað hafi verið eftir því að tuttugu hæða turn, sem á að reisa í Gufunesi verði lækkaður. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði kom fram að ekki hefði verið tekið tillit til þessara athugasemda við deiliskipulagsgerðina fyrir svæðið í Gufunesi. Sögðu fulltrúarnir þessar athugasemdir hafa verið ítrekað lagðar fram bæði af íbúasamtökum Grafarvogs og íbúum. Bentu Sjálfstæðismenn á að fyrirhuguð hæð turnsins sé enn óbreytt og að háhýsi á þessum stað stingi í stúf við þá byggðaþróun sem fyrir er á svæðinu og skerði útsýni íbúa. Sögðust þeir annars fagna því að uppbygging sé að hefjast í Gufunesi og að kvikmyndaþorpið sé spennandi hugmynd og góð viðbót við þau fjölbreyttu atvinnutækifæri sem eru í Grafarvogi. Ekki búið að taka ákvörðun um hæð turnsins Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vinstri grænna sögðu í sinni bókum að skipulag kvikmyndaþorpsins í Gufunesi væri niðurstaða umfangsmikils samstarfs íbúa Grafarvogs, RVK Studios, borgarinnar, Faxaflóahafna og annarra aðila.Frá Gufunesivísir/vilhelmÍ kjölfar samráðsins var haldin arkitektakeppni þar sem fagleg og þverpólitísk dómnefnd skilaði niðurstöðu. Var það hollenska arkitektastofan Jvantspikjer + Felixx sem vann skipulagskeppnina. Í bókuninni kemur fram að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hæð byggingarinnar sem um ræðir í bókun minnihlutans og sú bygging ekki til samþykktar í þessu deiliskipulagi sem var til umræðu á fundi borgarráðs í gær. Telja óvíst að turninn muni skyggja á útsýni Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna sögðu þessa byggingu það neðarlega í landi og það langt frá næstu byggð í Grafarvogi að ekki sé víst að hún muni skyggja á útsýni svo nokkru nemi. Þá sögðu þeir kvikmyndaþorpið í Gufunesi nú þegar orðið eitt stærsta atvinnusvæðið í austurhluta borgarinnar, sannkallað þorp skapandi greina eða fríríki frumkvöðlanna. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sögðu mikilvægt að halda því til haga að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í dómnefnd um skipulag í Gufunesi hefði gert athugasemdir við turninn. Þá hafi ítrekað komið athugasemdir og ábendingar frá íbúum í Grafarvogi um að turninn sé ekki í samræmi við þá byggðaþróun sem fyrir er og stingur í stúf við umhverfið auk þess að skerða útsýni.
Skipulag Tengdar fréttir Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýndu að stuðst var við lægra verðmat og 10% afslátt sem var veittur. 22. desember 2017 18:26 Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45 Loftkastalinn kaupir fasteignir í Gufunesi Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að selja fyrirtækinu Loftkastalanum þrjár fasteignir og byggingarrétt í Gufunesi 12. janúar 2018 16:30 Eitt stærsta kvikmyndaver í Evrópu opnað í Gufunesi Við opnunina brá borgarstjóri sér í nýtt hlutverk og leikstýrði senu í fyrsta verkefninu sem unnið er í kvikmyndaverinu í Gufunesi. 19. apríl 2018 20:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýndu að stuðst var við lægra verðmat og 10% afslátt sem var veittur. 22. desember 2017 18:26
Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45
Loftkastalinn kaupir fasteignir í Gufunesi Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að selja fyrirtækinu Loftkastalanum þrjár fasteignir og byggingarrétt í Gufunesi 12. janúar 2018 16:30
Eitt stærsta kvikmyndaver í Evrópu opnað í Gufunesi Við opnunina brá borgarstjóri sér í nýtt hlutverk og leikstýrði senu í fyrsta verkefninu sem unnið er í kvikmyndaverinu í Gufunesi. 19. apríl 2018 20:00