Útlit fyrir að snjallsímar verði alfarið bannaðir í grunnskólum Fjarðabyggðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. september 2018 07:45 Frá Neskaupstað sem tilheyrir Fjarðabyggð. Bann við notkun snjallsíma í grunnskólum Fjarðabyggðar verður að öllum líkindum samþykkt á fundi bæjarstjórnar í næstu viku. Bannið kemur að óbreyttu til með að taka gildi um næstu áramót. „Fræðslunefndin hefur afgreitt málið frá sér. Það var tekið fyrir í bæjarráði í dag og samþykkt eftir því sem ég best veit,“ segir Sigurður Ólafsson, formaður fræðslunefndar Fjarðabyggðar. Hingað til hafa símarnir verið notaðir að einhverju leyti við kennslu. Tölvur og snjalltæki sem sveitarfélagið skaffar munu taka við af símunum. Kostnaðargreining á þeim innkaupum mun fara fram á næstu mánuðum og verður gert ráð fyrir kostnaðinum við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs. „Með þessu vonumst við til að losna við þá truflun sem fylgir samfélagsmiðlum. Í áliti sem við fengum frá sálfræðingum um efnið kemur fram að símarnir geta valdið truflun á einbeitingu og það sem alvarlegra er þá geta þeir haft áhrif á andlega líðan ungmenna. Það hefði þurft sterk rök til að leyfa notkun þeirra áfram og mér finnst við ekki hafa þau,“ segir Sigurður. Skólastjórnendur í grunnskólum sveitarfélagsins sendu því umsögn sína um hið fyrirhugaða bann. Í því kemur fram að menntun gangi meðal annars út á að vita hvernig á að umgangast tæknina. „Hingað til höfum við verið með samninga við nemendur um snjallsímanotkun og nemendum hefur verið meinað að koma með síma ef þeir brjóta þá,“ segir Eygló Aðalsteinsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Eskifirði. Hún segir að skiptar skoðanir séu meðal stjórnenda og kennara um bannið. Sumum þyki nóg komið en aðrir telja þetta vera þátt í nútímasamfélagi. Símarnir hafi einnig getað nýst við kennslu. Með leyfi kennara hafi nemendur fengið að hlusta á tónlist eða leita að svörum með tækjunum. „Með nýju persónuverndarlögunum komu inn strangari ákvæði um myndatökur af fólki án vitundar þess. Ég tel að þetta sé einn af þeim þáttum þar sem skólarnir geti komið inn og kennt nemendum hvernig eigi að umgangast tæknina,“ segir Eygló. Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að ætla ekki að hætta sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira
Bann við notkun snjallsíma í grunnskólum Fjarðabyggðar verður að öllum líkindum samþykkt á fundi bæjarstjórnar í næstu viku. Bannið kemur að óbreyttu til með að taka gildi um næstu áramót. „Fræðslunefndin hefur afgreitt málið frá sér. Það var tekið fyrir í bæjarráði í dag og samþykkt eftir því sem ég best veit,“ segir Sigurður Ólafsson, formaður fræðslunefndar Fjarðabyggðar. Hingað til hafa símarnir verið notaðir að einhverju leyti við kennslu. Tölvur og snjalltæki sem sveitarfélagið skaffar munu taka við af símunum. Kostnaðargreining á þeim innkaupum mun fara fram á næstu mánuðum og verður gert ráð fyrir kostnaðinum við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs. „Með þessu vonumst við til að losna við þá truflun sem fylgir samfélagsmiðlum. Í áliti sem við fengum frá sálfræðingum um efnið kemur fram að símarnir geta valdið truflun á einbeitingu og það sem alvarlegra er þá geta þeir haft áhrif á andlega líðan ungmenna. Það hefði þurft sterk rök til að leyfa notkun þeirra áfram og mér finnst við ekki hafa þau,“ segir Sigurður. Skólastjórnendur í grunnskólum sveitarfélagsins sendu því umsögn sína um hið fyrirhugaða bann. Í því kemur fram að menntun gangi meðal annars út á að vita hvernig á að umgangast tæknina. „Hingað til höfum við verið með samninga við nemendur um snjallsímanotkun og nemendum hefur verið meinað að koma með síma ef þeir brjóta þá,“ segir Eygló Aðalsteinsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Eskifirði. Hún segir að skiptar skoðanir séu meðal stjórnenda og kennara um bannið. Sumum þyki nóg komið en aðrir telja þetta vera þátt í nútímasamfélagi. Símarnir hafi einnig getað nýst við kennslu. Með leyfi kennara hafi nemendur fengið að hlusta á tónlist eða leita að svörum með tækjunum. „Með nýju persónuverndarlögunum komu inn strangari ákvæði um myndatökur af fólki án vitundar þess. Ég tel að þetta sé einn af þeim þáttum þar sem skólarnir geti komið inn og kennt nemendum hvernig eigi að umgangast tæknina,“ segir Eygló.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að ætla ekki að hætta sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira